The Silver Lining…

…það er svo gaman að þegar maður eldist, “þroskast” og breytist með árunum þá fær maður oft að éta ofan í sig hitt og þetta sem maður hefur áður haft hátt um.

Er það ekki yndislegt?

Mamma mín elskuleg hefur mikið verið að bjóða mér hitt og þetta silfur og ég var alltaf með gogginn upp á loft, og tjáði mig sko um að ég nennti ekki að eiga eitthvað svona sem ég þyrfti alltaf að vera að pússa og sinna.  Í dag, þá elska ég silfur, sér í lagi gamalt silfur.

2014-09-02-165106

…reyndar verður það að viðurkennast að þó ég segi silfur, þá er mér í raun slétt sama hvort að þetta sé silfurplett eða bara stál.  Það er bara þetta vintage-look sem er að heilla mig upp úr skónum.  Ég meina, ég hef tjáð mig opinberlega um það að mér finnst leiðinlegt að pússa silfrið, og verð að standa við það 😉

2014-06-23-172919

…svo er það líka svo dásamlegt, þegar maður blandar þessu saman – og glerið, helst þykkt og gamalt, og stjállitað/silfur…

2014-06-23-173129

…og ég er að blanda þessu saman, þarna sjáið þið t.d. bakkann sem á að vera undir svona Irish-coffee glös sem ég fékk frá foreldrum mínum.  En ég nota hann bara hér og þar eftir hendinni, oftast nær upp á rönd upp við vegg…

2014-06-17-185333

…lítil sykurkör eru líka falleg undir litlar skreytingar, eða bara lítinn blómvönd.

Um að gera að nota þetta sem til er…

2014-06-01-214030

…það er líka svo gaman að sjá þetta raðast saman…

2014-06-01-214000

…hnífapörin okkar eru líka bara stál, en virka svona vínt gammel, þrátt fyrir að hafa verið keypt í Hagkaup fyrir einhverjum 10 árum.  Ég hef síðan verið að bæta við svipuðum hnífapörum, sem eru eins en þó ekki eins, og mér finnst gaman að sjá þetta verða að svona “safni”…

Fullscreen capture 11.5.2014 221106

…þetta er risastór silfurbakki á snúningsfæti sem kemur frá mömmu.  Mér finnst hann alveg ótrúlega fallegur en það þarf víst að pússa þessa elsku reglulega, því annars verður hann svona greyjið…

2014-04-15-125847

…þá segir hún mamma: “Dossa mín, geymdu silfrið bara í þétt lokuðum plastpoka því að þá fellur ekkert á þetta!”

Það er sko alveg rétt hjá lille mor, en hins vegar – hvað er gaman við að eiga svona fínerí bara í poka inni í skáp.

Ég vil sjá gullin mín og dáðst að þeim, mér finnst leiðinlegt að loka þetta inni.

Þetta er eins og sagan með gömlu konuna og spariilmvatnið – þegar að hún féll frá þá átti hún ónotaða flösku af spariilmvatni inni í skáp sem hún týmdi ekki að nota.  Er þá ekki betra að nota bara spariilmvatnið reglulega?  Reynum að njóta fallegu hlutanna sem við eigum, það segi ég 🙂

2014-04-15-125845

…fyrst þarf bara að pússa þá 😉

2014-04-15-130203

…en ef þið eigið ekki mömmu sem að ausa í ykkur silfri, þá er sko alltaf hægt að redda sér í þeim Góða.  En þar fékk ég þessa núna um daginn…

2014-09-11-171907

…fjú hvað mér finnst hún vera falleg og fín…

2014-09-11-171912

…að vísu þurfti að pússa hana svo hún njóti sín…

2014-09-11-171946

…sko hálfpúss og hálfekkipúss…

2014-09-11-172125

…en því miður vantaði glerið í hana, þannig að ég rölti bara með hana yfir í skálarnar í þeim Góða og fór að máta, og fann að lokum eina skál sem að passaði bara nokkuð vel í…

2014-09-11-174549

…og þannig var hún orðin að ekta-“ættargrip” – ekki satt? 😉

2014-09-11-174612

…svo skellir maður henni bara beint á marmaraskenkinn góða, hohoho…

2014-09-16-170519

…á sama stað fann ég líka kökuspaða og hníf, svo fallegt…

2014-09-16-191229

…og allir þessir þrír hlutir eru úr Daz Gutez.
Sósukanna, með hitaranum, og karfaflan eru í miklu uppáhaldi…

2014-09-16-170559
…og mér finnst þetta bara svo dásamlega fallegt eitthvað allt saman…

2014-09-16-170855

…enda er um að gera að stilla upp með þessum fallegu hlutum!

Það segi ég enn og aftur!

Annars vil ég bara segja góða helgi og njótið ykkar, hafið það kósý og gerið eitthvað skemmtilegt ❤

2014-09-16-170850

3 comments for “The Silver Lining…

  1. Margrét Helga
    19.09.2014 at 10:27

    Svo flottur póstur, eins og alltaf!
    Ég skoppaði annars í bæjarferð í gær og kom við í þeim góða. Úllalla hvað ég hefði getað keypt mikið af húsgögnum þar í gær! Alls konar gordjöss skápar og kommóður og ég veit ekki hvað!! En…keypti mér bara einn bakka og svona sprittkertahengjuppávegg með spegli sem þarfnast smá ástar og umhyggju (og spreys). Bakkinn kostaði 50 kall og kertadæmið 300 kall (var á 50% afslætti!).

  2. Anna Sigga
    20.09.2014 at 08:51

    🙂 þetta er allt býsna flott…. og þú tókst þetta alveg á kúlinu að redda þér skál oní silfur dótið 😀 æi veit ekki hvað þetta heitir er þetta ekki bara líka sósuhitari eða til að geyma kartöflurnar í ? ….

    Mamma gaf mér þrjá kertastjaka allt silfur… það bíður betri tíma, að verða notað ég kann ekkert á silfur 😀 mér sýndist þú vera með einn slikan mjög líkan í það minnsta…

    Ég verð að hjálpa gamla settinu að flytja í dag, verst að það var ekki ég því það að flytja í nýtt húsnæði er eins og að fá nýjan striga í hendurnar sem maður á eftir að skreyta og það finnst mér svo skemmtilegt !

    Eigðu góða helgi 🙂

  3. Sigrún
    20.09.2014 at 19:00

    Ég er mjög hrifin af silfri en er ekkert allt of dugleg að pússa það en rakst á þetta um daginn og silfrið hefur aldrei verið fína á heimilinu

    http://www.mbl.is/frettir/taekni/2012/12/17/fimmti_gluggi_silfrid_hreinsad/

    Eigið góðan dag og hreina putta eftir silfur pússuð 😉

Leave a Reply to Sigrún Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *