Gleðilegt nýtt ár…

…elskurnar mínar og hjartans þakkir fyrir árið sem liðið er!

Ég er búin að vera að skoða aðeins yfir póstana frá liðnu ári og í þessum pósti í janúar 2012 var ég alls konar yfirlýsingar um þá hluti sem að ég ætlaði að framkvæma á árinu og þeir hlutir sem kláruðust eru hér yfirstrikaðir.

Ég er með alls konar plön og pælingar fyrir 2012:
Skipta stólum út við eyjuna í eldhúsinu?
Breyta í svefnherberginu
* Breyta í þvottahúsi
* Gera millirými milli þvottahúss og bílskúrs að nýtanlegu plássi
Færa börnin á milli herbergja og gera núverandi herbergi litla mannsins að skrifstofu og hobbyherbergi
Breyta gluggatjöldum í stofunni.
*  Klára að setja upp sturtuaðstöðuna inni á baði

Þetta hefur sem sé gengið ágætlega en listinn varð þó ekki tæmdur.  En nýtt ár þýðir bara nýr listi 🙂
Eiginmaðurinn fann skyndilega kuldahroll læðast niður bakið á sér!
Listi fyrir 2013:
* Breyta í þvottahúsi (upprunal. 2012 markmið)
* Gera millirými milli þvottahús og bílskúrs að nýtanlegu plássi (upprunal. 2012 markmið)
* Klára að setja upp sturtuaðstöðuna inni á baði (upprunal. 2012 markmið)
* Leyniverkefni inni í stelpuherberginu
* Breyta meira í svefnherbergi
* Gera útiaðstöðu fyrir framan húsið
* Útbúa leikkofann fyrir krakkana úti í garði

Þetta er ágætt að setja sér einhver svona markmið á nýju ári.
Eruð þið með lista?  Náðuð þið að stroka eitthvað af listanum?

Annars verða jólarestar út þessa vikuna, jólatréð í nærmynd og sýning á nokkrum jólagjöfum.
Hafið þið einhverjar séróskir um hvort þið viljið sjá á undan?

Vona að þið hafið átt dásamleg áramót og að nýja árið taki vel á móti ykkur.
Hjartans þakkir fyrir innlitið og vil að þið vitið að ég kann að meta ykkur ♥

5 comments for “Gleðilegt nýtt ár…

  1. Anonymous
    02.01.2013 at 08:23

    Gleðilegt ár elsku Dossa mín og takk fyrir öll skemmtilegheitin 2012. Gangi þér (ykkur) vel með markmiðin fyrir 2013, best að taka þig til fyrirmyndar og gera lista (bóndinn verður nú aldeilis glaður með það hohohohoho. Já og þetta með hvort maður vill sjá á undan, hmmmmmmmmmmm, hvað með bara bæði á undan, eða þannig 🙂
    Svala (S&G)

  2. Anonymous
    02.01.2013 at 14:26

    Gleðilegt ár og takk fyrir skemmtilegt bloggár 2012
    kveðja
    Kristín S

  3. Anonymous
    02.01.2013 at 21:44

    Gleðilegt ár og vá hvað ég hlakka til að fylgjast með þér á nýju ári 🙂
    Ég gat ekki annað en hlegið þegar ég sá kommentið þitt um kuldahrollinn hjá eiginmanninum 😉 Ég var að byrja á lista hérna en maðurinn finn fékk næstum flog (hann fær bara að sjá listann í áföngum 😉
    kv.
    Halla

  4. 03.01.2013 at 00:15

    Gleðilegt ár bloggvinkona 🙂
    Hlakka til að lesa og sjá eitthvað fallegt hjá þér á nýja árinu!

    Kv. Helga Lind

  5. Anonymous
    03.01.2013 at 00:53

    Gledilegt ar elsku Dossa! Hlakka til ad sja alla fallegu postana fra ter.

    Kv.Hjordis

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *