Hreint borð, autt blað…

…er það ekki svoldið svoleiðis sem janúar er.  Heitin eru sett:
“í ár grennist ég”
“í ár ætla ég að hætta að breyta í hverjum mánuði heima hjá mér”
eða bara eitthvað gáfulegt sem okkur dettur í hug,
Það er kannski líka þess vegna sem að mér líkar það vel að taka niður jólaskrautið.  Það þýðir bara eitt, það þarf að raða upp á nýtt, sem þýðir breytingar.  Sjittt…..strax fallin á breytingar-áramótaheitinu 🙂
En færum okkur þá inn í eldhús og í um það bil flóknasta DIY sem sögur fara af.
Hér er sem sé eftir-jóla-glugginn minn…
…og ef við færum okkur nær, þá sjáið þið…
…mér fannst nefnilega glugginn svo berrassaður svona seríulaus, þannig að ég ákvað að hengja upp grein og setja smá skraut í hana…
…og þetta flókna DIY-verkefni felur sem sé í sér:
grein
snæri
nagi
skraut
Framkvæmdin:  Binda tvöfaldan hnút á snæri utan um greinina á tveimur stöðum,
 klippa smá aukasnæri og nota til að gera slaufu til skrauts…
…síðan er bara að “ballansera” greinina og hengja upp á einn einasta nagla, og vefja einn hring.
Svona er þetta nú flókið :)…
…en þetta er sem sé bara spurning um að finna rétta þyngdarpunktinn…
…og svo er bara hengt smá skraut, sem er algerlega ekki jóló, mér er alveg sama hvað þið segið 😉
…ég meina þetta er bara hjarta…
…ok og könglar…..en skv. 147 grein í Skreytum Hús-skreytingarreglubókinni þá segir:
“hvað það skraut sem eigi er of jóló má vera uppi yfir vetrarmánuðina”
og ef við færum okkur í 79.grein þá segir:
“hver sá sem pakkar niður hreindýrum, könglum eða stjörnum, að jólamánuði loknum kann ekki gott að meta”, og svo er viðauki: “að vísu skal pakka niður hverju því hreindýri sem að glitrar um of, er með rautt nef og ber nafnið Rúdólf, eða ber rauða jólasveinahúfu”
Þar hafið þið það….. 🙂
…já, tré eru undir sömu lagagrein og hreindýrin 😉
…í hinum glugganum er allt frekar hvítt og rólegt…
…en miðjuglugginn talar fyrir þá báða…
….ahhhh bara kósý að afjóla svona!
Hvað segið þið, hlýðið þið skreytingarhúsareglunum mínum? 🙂
Meira af því sem koma skal í þessari viku, að vísu er tvær myndirnar þegar komnar, en samt…

13 comments for “Hreint borð, autt blað…

  1. 08.01.2013 at 08:29

    Ég get svo svarið það að það vantar BIG LIKE takkan hahhaha
    Ég er alveg hjartanlega sammála þér að stjörnur, hreindýr,könglar og tré er EKKI og ég endurtek EKKI bara jóló. Mitt “vetrarskreut” fer ekki í geymslu fyrr en um páska og hana nú sagði hænan og lagðist á bakið hahahhaa.

  2. mAs
    08.01.2013 at 08:45

    Alveg sammála, alger óþarfi að vera að fela falleg hreindýr ofna í kassa.Skemmtileg hugmynd með greinina ég var einmitt að vandræðast með eldhúsgluggann, hvað hann væri tómlegur:)

  3. Anonymous
    08.01.2013 at 08:46

    Mikið er ég fegin að lesa þessa nýju reglugerð! Ég er búin að vera í ægilegri innri flækju vegna allra hreindýranna og könglanna sem hreinlega neita að láta pota sér ofan í kassa strax:)

    Berglind

  4. 08.01.2013 at 09:09

    haha ég hló upphátt.
    þetta eru góðar reglur til að lifa eftir.
    hlakka til að sjá það sem koma skal 🙂

  5. Anonymous
    08.01.2013 at 13:19

    Ha ha hreindýr eru ekki bara til á jólunum þannig að hvað gerir þau að jóla jóla. Þetta er allt svo yndislegt að vanda….. “öfund”
    Ása

  6. Anonymous
    08.01.2013 at 15:08

    Þetta eru reglulega góðar reglur og greinin kemur mjög vel út!

    Ég nota setninguna “þetta er ekkert bara fyrir jólin” mjög oft í nóv./des. þegar ég sé eitthvað fallegt sem er alveg nauðsynlegt að eignast… Að mati eiginmannsins vantar okkur nefnilega ekki meira jólaskraut 😉

    Kv. Gulla

  7. Anonymous
    08.01.2013 at 17:20

    Ohhh svo mikið fallegt hjá þér!! Sniðugt með greinina, hún er ekkert smá flott 🙂 Anna Björg

  8. 08.01.2013 at 18:44

    Þeink got fyrir þessar reglur, mér var að vaxa verulega í augum að pakka niður hreindýrahjörðinni sem er hérna um allt hús! Fínt, þá get ég dundað mér við það fram á vor.

  9. Anonymous
    08.01.2013 at 19:08

    Þú ert yndisleg.

  10. Anonymous
    08.01.2013 at 19:46

    Ég er svo sammála – ætla EKKI að pakka niður könglunum eða hreinsýrunum!! 🙂
    Kv. Helga

  11. 08.01.2013 at 20:10

    Mikið er ég glöð að þið eruð svona sammála 🙂

    …..og Helga, jeminn – varaðu þig á hreinsýrunum 😉 hljómar hættulega!

  12. Anonymous
    09.01.2013 at 00:55

    Vá en æðislegt, hvar fékkstu þessi hjörtu ?

Leave a Reply to Anonymous Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *