Hústúr 2010…

…er það ekki við hæfi, svona í tilefni þess að fjögur ár eru liðin frá því að ég byrjaði að blogga, að líta aðeins um öxl og kíkja á myndirnar sem voru að koma inn á bloggið á þeim tíma.

Það verður að viðurkennast að myndirnar í dag eru töluvert skemmtilegri, að mínu mati – eða sko betur teknar.  Þarna var ég líka enn að nota flass á myndavélina þannig að myndirnar eru harðari og kaldari.  Fyrir utan að húsið er nánast tómt á þessum tíma, skrítið 😉

Hér er sem sé borðstofu/eldhúsborðið, enn á sama stað.
En ekki sama borðið reyndar!  Sömu stólarnir og ljósið – en allt dulítið tómlegt…

2011-01-20-170758

…eldhúsið, sem reyndar er jólaskreytt þarna.  Er töluvert breytt, þrátt fyrir að ekkert hafi breyst nema fylgihlutirnir.  Litla svarta hillan á sama stað en stílbragðið töluvert meira “módern” en það er í dag…


2010-11-28-021532

…og veggurinn agalega berrassaður greyjið…

2010-11-28-021507

…en sem sé, sumt hefur breyst en annað ekki – ljósið fyrir ofan borðið breyttist allverulega þegar ég setti greinarnar í það…

2010-11-28-021452

…þessi veggur er í dag í litnum mínum.  En þarna er hann hvítur og bókahillan er með hvítum fylgihlutum…

2010-11-28-021640

…séð úr stofu og inn í eldhúsið!

Það eru í raun kannski bara litlu hlutirnir sem eru að breytast hjá okkur, fyrir utan borðstofuborðið – þá eru þetta sömu húsgögnin sem sjást þarna, sömu gardínur…

2010-11-28-021904

…það var alveg ótrúlegt hversu mikið sófaborðið breyttist þegar að ég málaði það að neðan (sjá hér) – það varð bara að nýju borði.  Ein af þessum mublum sem fékk algjörlega nýtt líf og mig langar ekkert að skipta úr lengur…

2010-11-28-021840

…sami sófi, sama teppið, og sama borðið.

Einn af fyrstu bökkunum reyndar, awwwww…

2010-11-28-021801

…myndagrúbban fyrir ofan sjónvarpið enn á frumstigi þarna.  Þessar fjórar myndir eru enn á sínum stað og hinar hafa bara vaxið í kringum þær…

2010-11-28-021723

…arininn kom ekki í hús fyrr en jólin 2011 – en við það breyttist svipurinn á stofunni mikið!

2010-12

…í svefnherberginu var annar gafl á rúminu.  Mér fannst svo fallegur, en hins vegar ekki nógu “veglegur” miðað við rúmið sjálft.  Það er ekki einu sinni búið að mála herbergið síðan við fluttum inn, þannig að það eru 6 ár síðan –  segið svo að ég sé alltaf að breyta 🙂

Ég var ekki búin að finna náttborðslampana ennþá, og þið sjáið það er enn plast á bekknum því ég keypti hann í Ilvu, en var ekki viss!  HA! núna get ég ekki ímyndað mér að vera ekki með bekk við rúmsendann…

2009-01-06-232941

…litli kallinn okkar var bara 5 mánaða og enn í vöggunni sinni í herberginu okkar.

Awwww…

2010-11-26-224100

…litla daman var auðvitað bara 3ja ára þegar við fluttum og þegar hún var spurð um hvaða lit hún vildi á herbergið þá var svarið einfalt.

Ég ætla ekki að segja ykkur hvaða litur það var, en þið megið geta 😉

2011-01-20-170411

…Lack hillurnar frá Ikea á vegginum í herberginu hennar, og þær eru líka látnar mynda svona leikborð þarna í horninu.  Þetta fannst henni æðislegt að standa við og leika sér…

2011-01-20-170405

…þar sem í dag er skrifstofan var herbergi litla mannsins…

2010-08-08-131557

…það var lítið og krúttað og svo gaman að dúlla við það…

2010-08-08-131645

…ruggustóll þar sem hægt var að sitja og dáðst að litla gullinu…

2010-11-11-160038

…stafur í glugga…

2010-11-03-100931

…þetta herbergi var í miklu uppáhaldi hjá mér…

2010-11-03-101034

…það var svo gaman að nota brúnu tónana og svo sterku litina með…

2010-11-03-121145

…myndagrúbban, og mikið af DIY-myndarammalist…

2010-11-11-155850

…maður fyllist nostalgíu þegar maður horfir á svona gamlar myndir…

2010-11-11-160006

…þrátt fyrir að hann hafi lítið notað herbergið, þá fannst mér æðislegt að vera með stað fyrir allt dótið hans…

2010-11-11-160025

…og smá svona gamall Bangsímon með…

2010-11-11-160147

…þar sem í dag er herbergi litla mannsins, var í “gamla daga” gestaherbergi/skrifstofa…

2010-11-26-224407

…og í horninu var teikni/fönduraðstaða fyrir dömuna okkar.

Þetta hentaði okkur rosalega vel á þessum tíma.  Við höfum alltaf verið með aðstöðu fyrir krakkana á sama stað og við erum með tölvuna og vinnuaðstöðu fyrir okkur…

2011-01-20-161132

…og þá erum við komin til ársins 2014 – mikið betra!

2014-08-09-213208 2014-09-02-144145

…og svona að gamni og til samanburðar.

Þá og nú…

Starred Photos8

…sama rúm, sama kommóða…

Starred Photos9

…ekki sama borð – en annað er til staðar…

Starred Photos10

…nýr rúmgafl breytti miklu…

Starred Photos11

…sama herbergið með sitthvorum tilganginum…

Starred Photos12

…og sömuleiðis hér…

Starred Photos13

…litið yfir alrýmið…

Starred Photos14

…og að gamni, borðið fyrir og eftir!

Eru einhverjir hér sem muna eftir þessum myndum?

Hafa verið “memm” frá byrjun?

Starred Photos184

9 comments for “Hústúr 2010…

  1. Berglind Á
    18.09.2014 at 08:24

    haha 🙂 frábært!
    Man ekki nákvæmlega hvenar ég fann þig.. en það var allavega nokkuð fyrir arininn finnst mér. (tapa greinilega nákvæmnis minninu með öllum þessum árum.. össss)
    Til hamingju með blogg afmælið!

  2. Margrét Helga
    18.09.2014 at 09:02

    Man eftir þessum myndum, ekki af því að ég hafi fylgst með frá byrjun heldur vegna þess að ég er búin að skoða bloggið frá upphafi til enda 😉 Gaman að sjá breytingarnar sem, eins og þú segir, hafa kannski ekki verið stórar en skipta samt svo miklu máli. Er það ekki eins og með lífið? Þegar maður lítur til baka þá eru það smáatriðin sem skipta máli, ekki mesti hasarinn eða lengstu ferðalögin heldur skemmtilegar og góðar stundir með fjölskyldu og vinum.

    Og ég giska á að heimasætan hafi valið grænan lit á herbergið sitt :p

  3. Gauja
    18.09.2014 at 12:50

    ég hef verið memm ca í 3 ár held ég 🙂
    En man vel eftir þessum myndum af því að maður festist hérna inni þegar maðu datt hingað inn og las allt bloggið 🙂

  4. Kolbrún
    18.09.2014 at 15:01

    Man ekki hvenær ég kom inn held tæpum 2 árum en hef skoðað örugglega allar myndirnar á síðunni nokkrum sinnum. Það er bara svo gaman og ef ég er að breyta eða mála þá er svo mikið af hugmyndum frá þér sem maður getur notað og útfært fyrir sitt heimili.Takk fyrir það

  5. Bryndís
    18.09.2014 at 18:30

    Enn skemmtilegur hústúr, gaman að sjá allar breytingarnar 🙂

  6. Dísa
    18.09.2014 at 20:16

    Hef fylgst með í ca 3 ár. Alltaf gaman að skoða hjá þér 🙂

  7. 19.09.2014 at 22:55

    Gaman að sjá breytingarnar- ég man eftir þessum myndum! 😉

  8. Sigrún Alda Ragnarsdóttir
    20.09.2014 at 13:38

    Held barasta að ég hafi fylgst með nokkurn veginn frá byrjun 🙂 mjög skemmtilegar breytingar

  9. Jóhanna
    11.10.2016 at 13:48

    Nei enn frábært! – Kíki stundum inn þegar ég er í breytingarhugleiðingum og er nú eimitt að breyta og mála en var ekki viss hvort liturinn þinn gengi upp í stofunni. Er með hvít húsgögn fyrir utan gamla tekk bókahillu, singer saumavél og gamlan gefins sófa í sama lit … ég held barasta að eftir skoðun og lestur þessarar færslu að ég bruni út í búð og versli mér málningu! =D
    Takk fyrir hjálpina <3

Leave a Reply to Dísa Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *