Hægri snú…

…eða frá því að við horfðum í eldhúsgluggann í gær, þá snúum við okkur til hægri í dag – og skoðum mitt eigið kalkaða hliðarborð…
…í raun var bara jólaskrautlið hirt í burtu, þurrkað af (jáááááááá, það þarf að sinna svoleiðis leiðindum líka) og svo smá endurraðað.  Eitt af uppáhaldinu mínu á borðinu núna er, að ég var með blómastjakana tvö þeir hurfu svoldið á hvítu borðinu.  Ég var að spá í bakka og svolleiðis en fann ekki rétta bakkann ( sjokkerandi fréttir hjá bakkaóðri konunni).  Þá datt mér í hug að nota bara barkarflögu sem að ég átti hérna heima, og la voila…
…og hvað þetta gleður auga mitt og hjarta…

…blessuð dýrin dúsa enn í krukkum, í það minnsta enn um sinn – en þó ber þess að gera að ég skolaði lokin.  Svona til þess að snyrtimennskan sé ávalt í fyrirrúmi…
…og allir í sátt og samlyndi… 

…einu sinni enn, aaaahhhhhh – bjútifúlt finnst mér…

…og heildin:

…eruð þið ekki annars í stuði?
Viljið þið koma í heimsókn í kósýtown á morgun? 🙂

9 comments for “Hægri snú…

  1. Anonymous
    09.01.2013 at 08:09

    vá hvað þetta er flott! 🙂
    Keyptir þú þér þennan barkarbút eða fórstu bara út í garðinn hjá þér? 🙂

  2. Anonymous
    09.01.2013 at 09:07

    Eitt sem mig langar að vita með fínu kalklitina – er mikið litaúrval? Mig langar í offwhite lit ekki hvítt heldur hlýtthvítt 🙂 er þinn svoleiðis? Er nefnilega með 2 hillur og kannski gluggahlera sem mig langar svo að lýsa en vil ekki nema ég finni ahhh – liturinn!! 🙂

    Annars bara gleðilegt ár og ég drekk í mig af áfergju bloggið þitt, allt svo fallegt 🙂

    Kv.
    Gurrý

  3. Anonymous
    09.01.2013 at 09:33

    Þetta er dásamlegt, svo gaman að skoða síðuna þína.
    Takk fyrir að deila þessu með okkur 🙂
    Kveðja Gyða Sigþórsdóttir.

  4. Anonymous
    09.01.2013 at 10:32

    Ertu ánægð með kalkið? Ég kalkaði borð heima og sjóvarpsskenk. Lakkaði bæði með möttu lakki – þrjár umferðir. Skenkurinn er til eilífra vandræða – flagnar mikið af honum kalkið við minnstu snertingu.
    Svo kom gestur um jólin og lagði kók glas á fína borðið (sem þó er með þremur lakk umferðum) og eftir sat glasafar sem ég get ekki með nokkru móti þrifið! 🙁 Kalkdósin mín er tóm svo ég get ekki blettað ofan í..

    Einhver ráð?

  5. Anonymous
    09.01.2013 at 14:15

    hvar fæ ég svona bakka eins og er undir luktunum eða eitthvað í þessa áttina?

  6. Anonymous
    09.01.2013 at 17:00

    Gaman að skoða hvað allt er flott hjá þér,var einmitt að kalkmála hillu í gær:) Kv.Jóna

  7. 09.01.2013 at 17:01

    fallegt hjá þér einsog alltaf!

  8. 09.01.2013 at 17:21

    Hæ Dossa…
    flottur póstur hjá þér og alltaf svo gaman að sjá hvað konur eru að gera með kalklitina.

    Varðandi vandamálið sem komið hefur upp samkv. kommentinu hér að ofan, þá skiptir bæði undirlagið/undirbúningur og lakkið sjálft líka máli varðandi endingu, slit ogþh. Væri gott ef viðkomandi væri til í að senda á mig meil á whendecorating@gmail.com varðandi þetta tiltekna mál..?? takk fyrir, auður hjá kalklitum 🙂

    ….já og svo varðandi litina, þá er ekki til alveg snjóhvítur litur í kalkinu, heldur er hann aðeins kremaður (sá heitir Ivory), og svo er til afar fallegur ljós-beige litur sem heitir Palladio !! kv au

  9. 09.01.2013 at 20:48

    Takk fyrir dömur mínar, og takk sérstaklega Auður 🙂

    Ég er mjög ánægð með kalkaða skenkinn minn og það sér ekkert á honum, en reyndar mæðir ekki mikið á honum.

    Gurrý, hér sérðu um litinn sem að ég notaði: http://dossag.blogspot.com/search?q=farin+a%C3%B0+kalka

    Barkarbútinn fékk ég í sumar rétt hjá Slakka, þegar var verið að fella stór tré 😉

    Bakkinn fékkst í Ilva, en svo fást svipaðir í Blómavali, og svo alltaf einhverjir bakkar í Ikea!

    *knúsar*

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *