Wont you take me to…..kósý town….

…og af því að ég vill hugsa hluti í lögum (já, ég veit – stórskrítin og búin að horfa á of marga söngleiki) þá var þetta lagið sem að því miður hrundi inn í hausinn á mér þegar ég var að skrifa póstinn 🙂
Þið vitið hvernig maður fær nostalgíuköst, saknar gamla tímans og hugsar um hvernig allt var betra hérna einu sinni – þetta myndband fellur ekki undir það, bwaaahahaha….
….íííííííííí það minnsta, ég hótaði ykkur með heimsókn í kósý town, 
þannig að það er eins gott að standa við það…
…hvað skal segja?
Kósý town reis upp á svipstundu rétt vestur af sófanum við stofugluggann,
með stóru fallegu luktinni minni, og zinkhúsunum tveimur (í raun dótið sem var áður á brúna hliðarborðinu)…
…og þarna sést líka Home-púðinn minn…
…ég tók risabakkann minn (keyptur í Ilva) og setti hann ofan á kistilinn í horninu,
og svo var raðað á…

…ég elska að nota bara seríu innan í luktir og húsin, því að maður hefur ekki kveikt á kerti endalaust, 
en serían er annað mál 🙂
…og við vorum búin að ræða þetta um hreindýrin, en þau eru ekki í útrýmingarhættu hjá mér – 
fá að dvelja veturlangt (í það minnsta)…
..og svona til samanburðar þá eru púðarnir hérna báðir saman…

…við spegilinn fagra hefur lítið eitt breyst, 
einu pari af kertastjökum hefur verið skipt út fyrir annað par…
…og hreindýrakrúttin úr eldhúsglugganum fluttust búferlum…

…og þannig varð það þá!
…og eins og sést á þessari mynd, þá eru seríur alls ráðandi í stofunni um þessar mundir 🙂

…og ef fílið svona, þá er þetta ósköp kósý…

Ég var búin að setja inn yfirlit yfir jan-feb 2012, er einhver áhugi að sjá svoleiðis fyrir fleiri mánuði?
*knúsar*

Þú gætir einnig haft áhuga á:

4 comments for “Wont you take me to…..kósý town….

  1. mAs
    10.01.2013 at 09:52

    Það er sko óhætt að segja að það sé kóský hjá þér, góður innblástur að því að gera smá kósý hjá mér, það er eitthvað svo tómlegt hjá mér eftir að jólaskrautið fór. Það væri gaman að fá smá upprifjun á fleiri mánuðum hjá þér frá síðasta ári 🙂
    Knús og kram Stína (mAs)

  2. 10.01.2013 at 12:57

    mmmmmmmmmmm kóóóósssíííííííí 🙂

    Ég ligg hér í ööömurlegri flensu og horfi á jólaskrautið mitt í hrúgu á borðstofuborðinu og jólatréð enn í fullum skrúða, því ég var bara rétt byrjuð að taka niður þegar þessi pest lagði mig flata. Svo eru stofan að öðru leiti eins og innbrotsþjófar hafi láti greipar sópa þar um.

    Held ég skelli í mig auka verkjalyfjum og fari að tína þetta ofan í kassa og gera kósí hérna.

    En OMG hvað það er gaman að sjá svona hugmyndir, sérstaklega þegar ég uppgötva eitthvað aulalega einfallt eins og að setja langa mjóa púðann uppá röð í sófann en ekki liggjandi. 🙂

    Kveðjur að norðan, Atjú!
    Linda

  3. Anonymous
    10.01.2013 at 17:31

    Frábærar myndir af flottum hlutum.
    En ein spurning hvar fást hreindýrin sem eru á og hjá bókunum ??
    Kveðja Sigga

  4. 11.01.2013 at 08:17

    Takk fyrir stelpur, og Linda – láttu þér nú batna 🙂

    Sigga, hreindýrin brúnu eru frá Pier á Smáratorgi. Er ekki viss um að þau fáist ennþá 🙁

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *