Fjalladagur…

…í stofuna heim til þín! 
Ikea hefur núna gefið frá sér línu í takmörkuðu upplagi sem heitir FJÄLLTÅG.  Þessar vörur verða bara til í ákveðin tíma, og þegar ég fór þarna í gær þá var því miður margt uppselt…
..línan er sérlega óIkealeg, ef það skilst 😉  Þetta eru vörur sem að virka svona visst gamaldags, og þegar þær voru hannaðar þá var leitað til byrjun seinustu aldar, svona þegar að iðnbyltingin er að komast á skrið.  Þetta er svona skemmtilegur kokteill, samblanda af gamaldags rómantík og nútíma naumhyggju (jeminn hvað ég er eitthvað hátíðleg í dag).
Í stuttu máli, éraðfíletta! 🙂

…takið eftir flottu skúffueiningunni þarna á bakvið, en það væri einfalt að útbúa svona svipaða úr Ikea Moppe trékössunum (sjá hér...)

,,,mér finnst púðinn með frúnni flottur, en er ekki viss um að ég vildi liggja kinn við kinn með henni á kvöldin ( enda var þessi týpa uppselt)…

…nei sko, sjáið kusukoddann, ég fékk mér hann – finnst bara eins og ég sé ekki að upphefja kýr nóg hér innan heimilisins, svona miðað við alla mjólkurdrykkju barnanna, en það breytist núna þegar að Skjalda og Ferna eru komnar til að vera…

…sjáið þið stafrófið sem hangir þarna hægra megin, ég er í mikilli innri baráttu því að mig langar svo í þetta sængurver…

…geggjaður púðinn á er prentuð kvittun úr blómabúð frá því den tid…
…mér finnst þetta töff lína…

…muuuuuuuuuuuuundu eftir að kommenta, svona stundum 😉

…to buy or not to buy, that is the question!
Í það minnsta, ef ég ætti ungling, þá myndi ég kaupa stafrófsverið – ekki spurning.

…þessi sængurver eru líka mjög falleg…

…hérastubbur vinur minn átti að fá að koma með heim, en hann var barasta uppseldur – búúúúúúú…

Eruð þið búin að fjárfesta ykkur í einhverju úr FJÄLLTÅG?
Ef svo er, hvað fenguð þið ykkur eða hvað mynduð þið vilja?
Eruð þið ekki annars ennþá þarna úti?
Minns er stundum eitthvað einmanna bara 🙂
Yfir og út, er farin að klappa kusunum mínum, þær eru svo mjúkar (eða sko púðinn)!

11 comments for “Fjalladagur…

  1. mAs
    16.01.2013 at 08:17

    Þetta er æðisleg lína sé margt sem mig langar í, góður hugmynd hjá þér með sængurverið handa unglingnum, það þarf einmitt að fara aðeins að ferska upp á herbergið hjá mínu, annars finnst mér púðarnir rosaflottir 😉
    Takk fyrir skemmtilegan póst.
    Kvðja mAs

  2. 16.01.2013 at 08:27

    Mikið er þetta flott lína hjá þeim ! væri til í meira svona frá þeim 😉

    en bleiki púðinn með skriftinni…fæst hann ekki hérna? finn hann ekki á ikea.is

    Flottur póstur !
    🙂
    kv. Erla
    heimadekur.blogspot.com

  3. Anonymous
    16.01.2013 at 08:35

    Djössssins IKEA, alltaf að freista manns. Þetta er eitthvað samsæri hjá ykkur, held ég. EEEEEEEEEEEElska gínupúðann og allt gínudótir, svo ég tali nú ekki um kvittanapúðann og kindurnar maður!!!!! JÆKS, ætli það þýði eitthvað að senda kallinn í IKEA eftir smá góssi?????
    Kveðja, Svala (S&G)

  4. 16.01.2013 at 08:51

    Þetta er mjög skemmtileg lína og ég væri alveg til í nokkra fallega púða þarna.

  5. Anonymous
    16.01.2013 at 09:02

    Ótrúlega flott lína. Stafrófsverið er æði og vá hvað ég væri til í einn héraðsstubb;)Aldrei að vita nema að maður freistist eitthvað.

    Kv.Hjördís

  6. Anonymous
    16.01.2013 at 09:20

    Já þetta er flott hjá þeim.. og elskan ekki vera einmanna hér. Ég kíki alltaf reglulega (ekki kannski alveg daglega en næstum) þó ég kommenti ekki í hvert skipti…
    kv Ása

  7. Anonymous
    16.01.2013 at 09:36

    Vá hvað þetta er flott og skemmtileg tilbreyting hjá Ikea! Verð að athuga hvort það séu til sturtuhengi í þessari línu en langar í margt margt fleira 🙂
    Lofa að vera dugleg að kvitta því ekki viljum við að þú verðir lonly 🙂
    kv.
    Halla

  8. Anonymous
    16.01.2013 at 10:50

    Margt mjög flott. Kemur ekki meira af hlutunum þó þeir séu uppseldir?
    Kv. Auður

  9. Anonymous
    16.01.2013 at 12:00

    ó mæ …. ég var einmitt að segja við Unni í gær hvað mig langar að kaupa þetta stafrófssængurverasett 🙂 Farðu úr bænum hvað þessir púðar eru flottir … andvarp. En kvitti kvitt elskan … kíki á þig á hverjum degi so don´t worry … kveðja til þín yndislegust … Edda
    p.s. you are on my mind í breytingarhugleiðingum mínum fyrir Emils herbergi … 🙂

  10. 16.01.2013 at 12:45

    Sjáumst í IKEA 🙂

  11. Anonymous
    16.01.2013 at 13:33

    Margt rosa flott þarna, sérstaklega þessir gínupúðar.
    Ég held hinsvegar að púðinn með konunni myndi eitthvað kríp me out….. skrítna ég 😉

    kv. Svandís

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *