Rammi – DIY…

…þetta er samt svo lítið DIY að þetta er meira svona diy 🙂

2014-09-02-140759

…ég sýndi ykkur aðeins í þessa útstillingu í póstinum um helgina.
En þetta er ofan á skápnum í stofunni…

2014-09-02-140800

…þrátt fyrir að það sé “fullt” af dóti þarna ofan á, en af því að allt er svona ljóst þá virkar þetta ekkert of yfirþyrmandi, í það minnsta ekki í mínum augum…

2014-09-02-140803

…en hver verður að ákveða fyrir sig 🙂

2014-09-02-140806

…síðan var það þarna um daginn að ég dró fram kalkmálninguna frá Föndru, eins og ég sýndi ykkur í gær, og ég var að mála alls konar (stundum er bara málið að multitaska sko)…

2014-09-11-114025

…þannig að ég dró þennan ramma fram úr bílskúrnum, hann var í hrúgunni sem var ekki seld, júsí…

2014-09-11-121719

…og hann er fallegur þessi elska, en ég vildi ekki svona gullramma.

Það bara passar ekkert inn hjá mér…

2014-09-11-121722

…þá draga danir (eða sko 1/4 danir – afi Nielsen sko) fram rétta kalklitinn og mál´ann…

2014-09-11-122443

…og þessi málning er svo þæginleg, hún þekur ótrúlega vel – þurfti bara að fara eina umferð – og tók þetta svona dulítið gróft til þess að skíni stundum í gegn…

2014-09-11-122454

…og þetta ráð nota ég oftast við málningu, sem og spreyjum, set bara trékubba undir.  Því ef við notum dagblöð undir þá límist það við hlutinn þegar þornar…

2014-09-11-122513

…þegar grábrúni liturinn þornaði, þá tók ég svarta litinn og dró hann svona létt yfir mynstrið.

Til þess að draga það betur fram, og fór svo aðeins yfir sumsstaðar með sandpappír…

2014-09-11-181255

…síðan notaði ég vaxið með – hægt er að nota bara þetta hvíta (sem er bara glært) eða brúnt (sem gerir meiri svona antíkáferð)…

2014-09-11-114036

…ég notaði bara þetta glæra á þennan.  Enda fannst mér nóg að gerast á honum þó ég bætti ekki við líka brúnum tónum…

2014-09-11-181259

…en það var nú svo að þó ég hafi verið búin að ákveða að mála rammann.  Þá var ég ekkert ákveðin í hvað hann ætti að eiga heima.

Sniðugt!  Ekki satt?

En þar sem ég sat við eldhúsborðið, þá starði ég beint inn í stofu og la voila…

2014-09-15-151637

…algjörlega án þess að ég vissi – þá útbjó ég einmitt það sem ég vissi ekki að mig vantaði…

2014-09-15-151642

…er það ekki hentugt? 🙂

2014-09-15-151647

…þetta rammar þetta betur inn og gerir þetta bara almennt skemmtilegra…

2014-09-15-151652

…eruð þið ekki bara sammála?

2014-09-15-151657

…og mér finnst hann fremur fagur…

2014-09-15-151702

…ekta verkefni fyrir alls konar ramma sem þið gætuð átt í geymslunni?

2014-09-15-151712

…María var sátt…

2014-09-15-151718

…á morgun ætla ég síðan að sýna ykkur skenkinn frá því í gær, sem hefur nú fengið endanlegt útlit – í bili – og ég er bara nokk kát með…

2014-09-15-151722

…takk fyrir öll kommentin í gær – var ég einhvern tímann búin að segja ykkur hvað það er mikið skemmtilegra þegar þið eruð memm!

Þið rokkið! ❤

2014-09-15-151724

Þú gætir einnig haft áhuga á:

13 comments for “Rammi – DIY…

 1. Margrét Helga
  16.09.2014 at 08:23

  Vá…allt annar (og mikið fegurri) rammi…minns er sko farinn að kaupa sér kalkmálningu í næstu bæjarferð!
  Og ég hló sko þegar þú sagðir að þetta væri svo lítið DIY að þetta væri eiginlega diy 😉 Ekta minn húmor!! Þú ert yndi og það er ekki hægt annað en að vera memm!!

 2. Bryndís
  16.09.2014 at 10:07

  Vá, ramminn kemur rosalega vel út svona 🙂 þarf að prófa þetta 😉

 3. Anna
  16.09.2014 at 10:49

  Alltaf flott hjá þér,takk fyrir spjallið í gær. Langar að vita hvar þú finnur svona stóra störnu.Kveðja Anna

  • Soffia - Skreytum Hús...
   16.09.2014 at 12:32

   Takk sömuleiðis 🙂

   Ég keypti hann í Dönsku dúllubúðinni í sumar:
   http://www.skreytumhus.is/?p=24301

   • Anna
    16.09.2014 at 21:40

    Takk fyrir það ég verð bara að fara í smá ferð til Køben,þetta er ekki hægt,svo margt flott í þessari Dúllubúð sem þú fórst. Manstu nokkuð á hvaða götu hún er.
    Kveðja Anna

 4. Ása
  16.09.2014 at 11:12

  “Rammar þetta betur inn” ha ha..
  Þetta er geðveikt flott og ramminn er æði…

 5. Margrét J.
  16.09.2014 at 12:04

  Mjög flott 🙂 Kemur mjög vel út þessi uppröðun!

 6. Erla
  16.09.2014 at 13:59

  Flottur rammi og mjög flott að breyta honum svona með þessari yndislegu kalkmálningu, er á leiðinni að fá mér svona, fæst hún bara í Föndru?

  • Soffia - Skreytum Hús...
   16.09.2014 at 14:06

   Veit ekki annað! En það má alltaf hringja í þær og fá þær til að senda til þín, síðan eru þær með netverslun! 🙂

  • Erla
   17.09.2014 at 14:38

   Mætti ekki líka breyta þessum ramma í bakka? Botn og handföng………málið dautt……eða hvað ???

   • Soffia - Skreytum Hús...
    17.09.2014 at 18:45

    Það væri sko alveg hægt… 🙂

 7. Arna Ósk
  16.09.2014 at 18:58

  Aha! Þarna gafstu mér góða hugmynd 🙂

 8. Anonymous
  17.09.2014 at 01:44

  Bjútífúll – fer í rammayfirhalningu á næstu dögum…eða tekurðu svona ekki annars að þér (“,)

Leave a Reply

Your email address will not be published.