Kyrrð og ró…

…sem ríkir í þessu dásamlega barnaherbergi sem ég sá á Apartment Therapy.
Það er lítill gaur sem er svo heppinn að eiga þetta herbergi, en það er hins vegar frekar hlutlaust þannig að það gæti hentað bæði fyrir stelpu og dreng…
…svo fallegar hillur og hver elskar ekki dótakassana á hjólum?
…gömul kommóða sem hefur verið gerð upp og er nýtt sem skiptiborð á meðan krílið er lítið…

…takið líka eftir á öllum myndunum hvernig þau setja inn svona “grófa” fylgihluti, bastkörfur, mottan, trékassarnir á hjólunum og gardínurnar.
Síðan verð ég að benda á þessa geggjuðu kommóðu, og það væri ekki erfitt að gera svona svipaða og nota bara húsnúmer eins og hægt er að fá í Húsó og Byko 🙂
All photos and credit:  Aparment Therapy

9 comments for “Kyrrð og ró…

  1. Anonymous
    17.01.2013 at 08:27

    Dýrð og dásemd, á einmitt von á gauraling í vor og þetta er nú bara til að kveikja í hreiðurgerðinni 😉 Ætla að byrja að sanka að mér svona dúlleríi.

    kv. Svandís

  2. Anonymous
    17.01.2013 at 09:31

    Yndislegt…

  3. Anonymous
    17.01.2013 at 10:04

    Alltaf svo gaman að skoða bloggið þitt

  4. Anonymous
    17.01.2013 at 12:26

    ég væri til í að allt húsið mitt væri svona…kv Eva

  5. 17.01.2013 at 14:35

    ó svo fallegt, sérstaklega hillurnar og trékassarnir á hjólum!

  6. mAs
    17.01.2013 at 17:35

    Yndislega hlýlegt og fallegt…og þessi hugmynd með númerin á kommóðunni er bara snilld 🙂

    Bestu kveðjur
    Margrét

  7. Anonymous
    17.01.2013 at 21:57

    Vááh! Fullkomið..
    Kv. IS

  8. Anonymous
    17.01.2013 at 23:31

    Ó mæ þetta er æði,nú verður farið að leita að kommóðu
    kv
    sjoppfríður

  9. 23.01.2013 at 17:15

    váá ótrúlega flott !

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *