Shhhhhhhmánudagur…

…og það er allt svo hljótt!  
Eða í það minnsta á þessum myndum – hér heima er bara skarkali eins og venjulega 🙂  
…arinhillan hefur verið afjóluð (og þetta orðskrípi þarf að vera tekið inn hjá Orðabók Háskólans)…
…en hún er ekki afvetruð – þarna eru enn hreindýr (það má), og birkipotturinn minn með litlu greni í (ÞAÐ MÁ ALVEG LÍKA ;)…

…annars er ég eitthvað batterýslaus þessa dagana, held að ég sé utan þjónustusvæðis eða bara allar rásir uppteknar, þannig að ef póstarnir eru óbærilega leiðinlegir eða óinnspíraðir, þá bara verðið þið að fyrirgefa 🙂

…hvað langar ykkur að sjá, gefið mér smá hugmyndir?  Prettí plís 🙂
*knúsíbomm* 

6 comments for “Shhhhhhhmánudagur…

  1. 21.01.2013 at 08:46

    æðislegar myndir, og vlott að hafa vetralega arinhillu.

  2. Anonymous
    21.01.2013 at 09:29

    Heimilið þitt er svooo fallegt! En ég var að velta fyrir mér arninum. Það er verið að selja svona kertaarna á blandinu en ég hef áhyggjur af því að sótin eigi eftir að lita hann, er hægt að kaupa svona inn í arininn eins og þú ert með einhvers staðar?

  3. Anonymous
    21.01.2013 at 10:11

    Svo fallegt hjá þér, mig dreymir um kertaarinn en veggplássið er ekki alveg fyrir hendi 🙂 (þarf bara að sannfæra karlinn um að henda einhverju út fyrst 😉
    bestu kveðjur,
    Halla

  4. Anonymous
    21.01.2013 at 10:31

    Ef þér leiðist þá ertu alltaf velkomin heim til mín 🙂 Edda

  5. 21.01.2013 at 17:02

    Hreindýr, könglar og smá greinar eru sko vetrarskraut og alltaf leyfilegt! 😉
    Svo fallegt hjá þér að vanda!
    kv. Helga Lind

  6. 22.01.2013 at 08:14

    Takk stelpur mínar!

    Ég veit ekki til þess að það sé hægt að kaupa svona innan i kertaarna, en hins vegar er væntanlega hægt að láta sníða einhverskonar blikk/álplötur innan í. Eða mér dettur það helst í hug 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *