Innlit í Púkó & Smart…

 …þetta átti sko alls ekkert að vera innlit.

Ég fór þarna einfaldlega í lítinn leiðangur, þurfti bara nauðsynlega að kanna eitt.

Síðan þegar heim kom fór ég að skoða myndirnar og ákvað bara að ég væri ekkert skemmtileg ef ég myndi ekki deila þeim með ykkur, að einhverju leyti.

Þannig að, fyrstur var þessi hérna!

Ég veit að þið eruð margar með hjartað í skónum að eignast svona drykkjardúnk, en hérna fæst í það minnsta einn svona líka ansi sætur…

IMG_2910

…og allar þessar litlu glasaflísar, ferlega skemmtilegar.

Ég sé þetta alveg fyrir mér í svona litlar vinkonugjafir – eða þið vitið svona “mér-finnst-leiðinlegt-að-elda-og-takk-fyrir-að-bjóða-mér-í-mat”…

IMG_2911

…svona krúttaralegar skeiðar, það er eitthvað sem mér finnst bara fallegt.  Hnífapörin hjá mér eru sko samansafn af alls konar svona “blúnduhnífapörum”…

IMG_2912

…segi bara eins og hún Silvía Nótt: töff, töff, töff…

IMG_2913

…1, 2 og 3, og hillan finnst mér æðisleg…

IMG_2914

…ég á mikilli innri baráttu við sjálfa mig – ég VIL þessa kertastjaka/luktir.  Þær eru svo æðislegar!  Ég hef ekkert pláss, og ég þarf ekkert á þeim að halda, en herregud, langarinn er að drepa mig…

IMG_2915

…búið að skella Maríu undir gler – til öryggis.  Hún hefur nefnilega orðið ófrísk án þess að koma nærri manni, þannig að það veitir ekki af alls konar öryggisaðferðum…

IMG_2916

…svo fallega uppstillt í búðinni, og svo falleg húsgögnin.  Sjáið bara hvað ramminn er t.d. fallegur þarna ofan á skápnum…

IMG_2917

…önnur dásemdar María, sem þurfti ekki að vera undir öryggisgleri 😉

IMG_2918

…það er bara endalaust gaman að mynda þarna inni, maður sér alltaf eitthvað nýtt.  En ég á sérlega erfitt með luktir, sjáið t.d. þessa – hún er eitthvað svo hrá og gordjöss…

IMG_2919

…snagar og höldur, og nóg af þeim…

IMG_2920 IMG_2921

…greinilega nóg til af glerkúplum, og diskum á fæti. Sem er gott þvi að ég er ekkert veik fyrir svoleiðis…

IMG_2922

…þessir finnst mér líka æðislegir…

IMG_2923

…fallega útsölu”skilti” sem ég hef séð…

IMG_2924

…svo margt sem mér líkar þarna: dúkurinn “minn”, Home Magazine og bekkur fullur af púðum…

IMG_2926

…ok – þessir eru uppáhalds!

Þetta eru litlir, svona líka dásamlegir rammar með segli aftan á!

IMG_2927

…hversu kjút eru þessir á ísskápinn?

IMG_2928

…láta draumana rætast – það hentar mér.  Hins vegar er ég alltaf sallaróleg þrátt fyrir algjört víndrykkjuleysi…

IMG_2930

…öll þessi talnabönd, þau eru svo endalaust fín – og nei sko, sjáið viktina þarna á bakvið…

IMG_2931

…nærmynd af talnabandi…

IMG_2935

…alls konar fínerí…

IMG_2932

…jamm, ég gat ekki staðist að smella af nokkrum myndum…

IMG_2934

…enda er þetta svona búð þar sem að allir finna eitthvað fallegt ❤

IMG_2933

Smelltu hérna fyrir heimasíðu Púkó & Smart.
Smelltu hér fyrir Púkó & Smart á Facebook.

5 comments for “Innlit í Púkó & Smart…

  1. Margrét Helga
    11.09.2014 at 09:56

    Það þyrfti eiginlega að vera hægt að kommenta undir myndirnar í blogginu. Mér dettur nefnilega ýmislegt (sem mér finnst fyndið) í hug þegar ég sé allt þetta sniðuga sem þú skrifar undir myndirnar, og er löngu búin að gleyma því þegar ég er búin að skoða bloggið 😉
    En þetta er bara dásemdarbúð, hef alveg misst mig þarna inni!!!

  2. Greta
    11.09.2014 at 23:12

    Haha, María undir gleri!
    Æðisleg búð! Mig “vantar” stundum hluti þarna.

  3. Anna Kristín
    16.09.2014 at 15:03

    Haha hlò upphàtt, María undir öryggisgleri! Soffía þú ert frábær 😉

  4. Vala Kristín
    18.09.2014 at 23:56

    Veistu hvort hvíta hillan undir númeruðu krukkunum sé til sölu? P.s. takk fyrir yndislega heimasíðu.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      19.09.2014 at 00:02

      Ég held það sko, en man því miður ekki verðið á henni.
      En bara hringja í P&S á morgun og spyrja þær á morgun 🙂

      Takk fyrir falleg orð!

Leave a Reply to Anna Kristín Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *