Innlit: til Sigrúnar og hennar handlagna eiginmanns…

…því eins og þið vitið þá óskaði ég eftir myndum frá ykkur af hinu og þessu sem að þið hafið ýtt í framkvæmdir.  Jeminn eini, mér varð svoleiðis að ósk minni.

Hún Sigrún sendi mér myndir af heimilinu sínu og ég verð að biðja ykkur um að vera svo vænar að ýta frá ykkur lyklaborðinu, svo að þið slefið ekki ofan í og skemmið 😉

 Þetta er bara nett viðvörun sko!  Yfir í dýrðina og munið að kíkja líka á síðuna hennar Sigrúnar www.austfjardapukar.blogspot.com ..

Sæl og blessuð:)

 Ég heiti Sigrún og bý úti á landi en var áður á Álftanesinu fagra. Var að hugsa um að taka áskorun þinni um framkvæmdir þó ég eigi nú ekki beint heiðurinn heldur frekar bóndinn. Erum í framkvæmdum í húsi sem við keyptum í sumar og er frá 1975. Síðan þín hefur einmitt verið mikil hvatning og hugmyndirnar oh boy…á í dag ýmislegt smádót og “óþarfa” glingur þökk sé þér;)

Fyrir:

Hérna eru myndir af eldhúsinu okkar sem við breyttum án þess að henda út innréttingu og kostaði ekki mikla aura;)  Ég er nú alltaf að breyta í á heimilinu og eldhúsinu en enn vantar gardínur þar og mála svo gluggana/rammana hvíta. Þetta er upprunalega innréttinginn, ekkert tekið af henni, bara bætt við s.s. fegrunaraðgerð þar sem notast var við spýtur, lista, málningu og sköpunargleði bóndans. Sama með hurðirnar á ganginum, málaðar hvítar og settir rammar í kring. 

Eftir:


Innréttingin var öll máluð hvít, svo voru settir hvítir fulningalistar á skápahurðir, nýjar höldur og svo smíðað svona skrauthillur efst og settir listar. Einnig smíðaði bóndinn svona yfir viftuna því hún er gömul og ljót. Borðplatan var svona brúngræn en er í dag svört/háglans og notast við trukkalakk. Myndum ekki mæla með því heldur kaupa bara nýja borðplötu, lakkið var svolítið dýrt og tók margar umferðir og þarf alltaf að vera með tuskuna á því;)

Markmiðið var að fá svona hvítt-french-swedish-country eitthvað lúkk;) Ætlum að mála eldhúsveggina líka, of hvítt svona með hvíta innréttingu og voða svag fyrir tiramisú litnum þínum en liggur ekkert á:)

 Kostnaður ca. 70.000 kr. plús mínus eitthvað…amk. undir 100.000 kr. Parketið er ekki með í þeirri tölu, keyptum nýtt;)

 Hann smíðaði líka eldhúsborðið og bekk, á eftir að klæða dýnu sem ég keypti á bekkinn. 

Svo smíðaði bóndinn líka kertaarinn fyrir mig, hvítur og ofsa flottur, tókum tv-room í gegn, wc og svo er skrifstofa fyrir mig á to-do listanum og verður alveg pottþétt innsperuð af þinni geggjuð skrifstofu:)Tvær nýlegustu eldhúsmyndirnar eru teknar á síma þar sem ég finn ekki myndavélina sama hvað ég leita..oh well.

 Síðan er smá ganga make over sem var inspired af flottum Pinterest myndum;)  Voru bara ósköp venjulegar ljósbrúnar hurðir með hefðbundnum gereftum. Bóndinn græjaði hinsvegar nýja ramma í kringum hurðarnar, máluðum svo hurðarnar hvítar og bætt við fulningarlistum og komin nýr gangur;)

Fyrir: 
Eftir:

Fyrir:

Eftir:

Þú ræður svo bara hvort þú teljir þetta birtingarhæft, amk. erum við voða ánægð með þetta og allt heimagert;)

 Takk aftur fyrir að halda úti svona skemmtilegri síðu:) 

Kær kveðja Sigrún.

 ….svona í alvöru talað!  Getum við reynt að klappa, hver í sínu horni fyrir, henni Sigrúnu og bóndanum hennar.  Þetta er þvílíkt vel heppnað að það hálfa væri nú mikið meira en nóg.  Innréttingin gæti bara ekki verið flottari og hurðarnar og gangurinn, HALLÓ!! 🙂
Nú treysti ég á ykkur að láta í ykkur heyra, ef ekki til annars en að hvetja bóndann hennar Sigrúnar áfram og kannski sendir hún okkur mynd af kertarininum og hinum breytingunum líka!!!!  *græðgi.is*
1000 þakkir elsku Sigrún fyrir að senda mér þetta!  Þetta er svooooooo glæsilegt 🙂
Allir saman nú: þrefalt húrrahróp….
Húrra!
Húrra!!
Húrra!!!

43 comments for “Innlit: til Sigrúnar og hennar handlagna eiginmanns…

  1. Anonymous
    28.01.2013 at 08:27

    Mjög flott 🙂

  2. Anonymous
    28.01.2013 at 08:37

    Er hægt að fá þennan mann lánaðan í ca. 1-2 vikur. Þeinkjúverrímöds 🙂
    Kv. Svala (S&G)

  3. Anonymous
    28.01.2013 at 08:41

    Ekkert smá flott! DIY er málið 🙂

  4. Anonymous
    28.01.2013 at 08:47

    Vá!! Þetta er ekkert smá flott hjá þeim – frábært að sjá hvernig fólk gerir hlutina án þess að hlaupa til og kaupa allt nýtt!! Finnst breytingin á innréttingunni geggjuð, er varla að trúa að þetta sé sú sama. Svona fyrir/eftir er bara gaman að sjá.

    kveðja Krissa

  5. 28.01.2013 at 08:48

    jjjii maður er bara orðlaus!
    þetta er æðislegt

  6. Anonymous
    28.01.2013 at 08:54

    Ótrúlega flott breyting!

    Kv.Hjördís

  7. Anonymous
    28.01.2013 at 09:11

    Frábært svo gaman að sjá svona myndir og síðan þín Dossa er himnasendingin mín 🙂 Kv.Ingunn

  8. Anonymous
    28.01.2013 at 09:14

    Vá svakalega er þetta flott hjá þeim. Frábært að fá að sjá svona frá framkævmdum fólks 🙂

  9. Anonymous
    28.01.2013 at 09:18

    Glæsilegt!! hvar létuð þið lakka innréttinguna? Kveðja Hrefna

  10. Anonymous
    28.01.2013 at 09:18

    Frábært hjá þér Sigrún! Verð að nefna það líka að það er þvílík búbót að eiga handlaginn mann! Þetta er allt svo smekklegt og flott hjá ykkur! Vil endilega sjá mynd af heimasmíðaða kertaarininum.
    Kveðja
    Kristín Sig.

  11. Anonymous
    28.01.2013 at 09:25

    Vá! ! ekkert smá flott breyting og gaman væri að fá að sjá kertaarininn:-):-)
    Kv Guðrún

  12. Anonymous
    28.01.2013 at 09:36

    rosa vel heppnað hjá þeim ;)væri meira en til í að sjá fleira 😉

  13. Anonymous
    28.01.2013 at 09:50

    Mikið svakalega er þetta flott 😀 Þvílík breyting og þarf ekki að kosta handlegg og nýra 🙂 Til lukku með þetta!

    Kv. Þóra Björk

  14. Anonymous
    28.01.2013 at 09:53

    jedúdda mía … maður bara skammast sín !! mér fannst við hjónin hafa verið gjöðveikt dugleg um helgina … bóndinn lagði tengil fram á gang og þar var settur lampi á kommóðuna, síðan var límdur ” heima er bezt” límmiði á einn veggin og 3 myndir hengdar upp.

    Sé núna eftir að hafa lesið póstinn þinn að annað fólk hefur verið mun duglegra að breyta og bæta heima hjá sér 🙂 Shjæs mar hvað þetta er rosalega flott og vel heppnuð breyting !!! úff … ´

    ég fór því miður ekki að þínum ráðum og slefaði smá á lyklaborðið.

    Kveðja Edda

  15. Anonymous
    28.01.2013 at 10:03

    Ekkert smá fallegt! Þau fá klapp frá mér 🙂
    Anna Björg

  16. 28.01.2013 at 10:17

    Vá kærar þakkir fyrir falleg ummæli og Soffía fyrir svona flotta uppsetningu af myndunum, þú ert algjör snillingur:)

    Bóndinn er til láns eftir hentugleika, semjum bara um kaup og kjör;)

    Hann málaði innréttinguna sjálfur, hún var ekki sprautulökkuð. Bílskúrinn breytist í tímabundið verkstæði:)

    Kær kveðja Sigrún og bóndinn:)

    http://www.austfjardapukar.blogspot.com

  17. Anonymous
    28.01.2013 at 11:00

    Hef sjaldan séð jafn flotta og vel heppnaða breytingu á eldhúsi (og er ég nú fastagestur á betterafter.blogspot.com).

    Væri svo ekki verra að sjá mynd af kertaarininum 🙂

    Frábært alveg hreint 🙂

    Kv. Bergþóra

  18. mAs
    28.01.2013 at 11:04

    Ekkert smá flott! Það er ekki laust við smá öfund hérna megin…hafði þó vit á því að vera aðeins frá lyklaborðinu, annars hefði farið illa 😉
    Takk fyrir að deila með okkur!
    Margrét

  19. Anonymous
    28.01.2013 at 11:11

    Hrikalega flott og slef slef langar að sjá kertaarininn líka 😉
    Þyrfti að fá svona handy-man lánaðann (minn er bara ekki svona viljugur 😉
    kveðja,
    Halla

  20. Anonymous
    28.01.2013 at 11:13

    Þvílík snild! Dugnaður og smekklegheit í magni! Takk fyrir að deila þessu!
    Kveðja, Hanna

  21. Anonymous
    28.01.2013 at 11:28

    VÁ! Duglega fólk segi ég nú bara og alveg æðislega vel heppnaðar breytingar.
    Pant sjá kerta arininn líka 😉

    kv. Svandís

  22. Anonymous
    28.01.2013 at 12:15

    Váááááá….. Þetta er flott, Til í að sjá meira..

    Kveðja Ása

  23. Anonymous
    28.01.2013 at 12:39

    Geggjað hjá ykkur, ekkert smá mikil breyting og ekki hefði mér dottið í hug að líma bara svona lista á eldhúsinnréttinguna og mála. Kennir manni að það þarf ekki alltaf að fara og kaupa nýtt.
    kv. Kristbjörg

  24. 28.01.2013 at 12:51

    Thad er alveg merkilegt hvad svona litlir deteilar gera mikid….Einnig er eg mjog hrifin af ollum loft listunum sem gera veggina lengri. Frabaert hja theim hjonum og greinilegt ad bondinn er fagurkeri og mikill listamadur!
    Eg er MJOG spennt ad sja arininn….

  25. Anonymous
    28.01.2013 at 13:21

    Flottasta DIY sem ég hef séð…
    Hurðarnar eru svo dásamlega fallegar!! 🙂

    Væri til í meiri details á þeim! 🙂

    Kata**

  26. Anonymous
    28.01.2013 at 13:47

    Rosalega flott hjá Sigrúnu og handlagna eiginmanninum. Finnst allt flott ! Hvað heitir liturinn í ganginum ?
    Vil endilega sjá kertaarininn, sjónvarpsherbergið og wc
    Til hamingju með þetta 🙂

  27. Anonymous
    28.01.2013 at 15:44

    Vá,tek undir með þér Dossa húrra húra. Þetta eru frábærar breytingar hjá þeim. Hugmyndaflugið!!! Vil gjarnan sjá allt takk:)
    Kv Heiða

  28. Anonymous
    28.01.2013 at 17:38

    Vá þetta er geggjað flott, ég á einmitt eitt svona gamalt og þreytt eldhús sem ég hef verið að velta fyrir mér hvað ég get gert við, kannski ég skelli mér í þetta verkefni.
    Takk fyrir að leyfa okkur að sjá.
    Kv Svava

  29. Anonymous
    28.01.2013 at 17:39

    Æðislega flott og kósý!! Finnst liturinn á ganginum alveg sjúkur, og verð því að spyrja – Hvaða heitir liturinn og hvar fæst hann?

    Innilega til hamingju með breytingarnar Sigrún og húsband…glæsilegt! 🙂

    Kv. Björg

  30. Anonymous
    28.01.2013 at 18:05

    Vá hvað þetta er flott!!
    Skildi hún vera viljug að lána bóndann út? 🙂
    kveðja Ragna

  31. 28.01.2013 at 18:52

    klapp klapp klappp og slef slef !

    Geggjaðar breytingar !!

    Kristín

  32. 28.01.2013 at 21:08

    Algjörlega truflað flott!!! Eldhúsið náttúrlega bara ekki sama eldhúsið og gangurinn breyttist líka alveg ótrúlega mikið, þetta er frábært sýnidæmi um það hve mikið er hægt breyta þegar hugmyndaflugið fær lausan tauminn 🙂 Til hamingju!

    Kær kveðja,
    Kikka

  33. 28.01.2013 at 21:51

    Æðisleg breyting í eldhúsinu og gangurinn fallegur líka.

    Hvað notuðu þið til að mála flísarnar í eldhúsinu eða skiptuð þið um flísar?

  34. Anonymous
    28.01.2013 at 22:23

    Váá, þetta er alveg æðislegt ! Og bóndinn ekkert smá handlaginn :o)
    Kv, Sigurborg

  35. Anonymous
    28.01.2013 at 22:25

    alveg geggjað 🙂 kv María

  36. Anonymous
    28.01.2013 at 22:44

    Stórkostlega flott 🙂

  37. Anonymous
    29.01.2013 at 00:05

    Ótrúlega flott breyting, langar síðan að sjá mynd af arninum 🙂

  38. Anonymous
    29.01.2013 at 09:04

    Þetta er hrikalega flott, algjört æði!

    Kv. Helga

  39. 29.01.2013 at 11:00

    Ég ekki til orð. Til hamingju með þessar breytingar og Sigrún má þakka fyrir að hafa í lífi sínu svona handlagin eiginmann. Það er nú ekki alltaf gefið mál að þeir nenni svona framkvæmdum, jafnvel þó að þeir séu smiðir að mennt. Ég ætla að kíkja á bloggið hennar Sigrúnar. Takk fyrir þig Dossa og þín skrif hérna.

  40. Anonymous
    29.01.2013 at 14:06

    Vá! Og dugnaðurinn í fólki!! Hef látið mig dreyma um svona breytingar á eldhúsinu mínu… spurning um að fara að vakna og framkvæma 🙂

    Kv. IS

  41. Anonymous
    29.01.2013 at 15:18

    Æðislega vel heppnuð breyting í alla staði! Ég þarf alla vega að sýna mínum manni myndirnar af hrðunum!

    Berglind

  42. 29.01.2013 at 19:09

    Kærar þakkir enn og aftur:)

    Þarf að taka saman “uppskriftina” og skella á bloggið mitt ef einhver vill breyta hurð eða innréttingu;)

    Kær kveðja Sigrún.

    http://www.austfjardapukar.blogspot.com

  43. 05.02.2013 at 21:23

    Glæsilegt hjá ykkur Sigrún- Væri svo til í að fá ykkur hjónin í vinnu til mín að laga og bæta hjá mér.
    kv, Guðrún Elva fyrrverandi skólasystir ;

Leave a Reply to Anonymous Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *