The Good, the Bad and the…

…er það ekki bara málið!  Að kíkja aðeins með mér í Góða 🙂

Ég verð að viðurkenna að fyrstu fimm myndirnar voru teknar fyrir nokkrum vikum – en það breytir kannski ekki öllu!

Það sem er slæmt við það að vera að smella svona myndum af í gríð og ergð, er að maður fær tækifæri til þess að sjá eftir því sem maður keypti ekki, eins og þessi karafla og staupin – afhverju ekki Soffia?  Af hverju?

IMG_2988

…þessi er ekki lengur til, en þvílík gersemi.  Liturinn fannst mér líka svo fallegur…

IMG_2989

…þessar voru til, þrjár stærðir og eitthvað svo fínar – gammel og fallegar…

IMG_2990

…þessa mynd tók ég fyrir nokkrum vikum – en þessar eru enn til!

Þarf ég að gera allt í þessu sambandi, eruð þið að neyða mig til þess að kaupa þessar kántrí kósý skálar?

IMG_2991

…þessi er líka búin að vera til í nokkrar vikur – ég elsk´ana ❤

IMG_2992

…þessi var svo lítíll og sætur, með bumbu og stór eyru – hver fellur ekki fyrir svoleiðis?

IMG_2993

…bjútífúl diskur…

IMG_2994

…en þessi var þarna í gær – og ó my god, ég stundi og dæsti og sló hendi á ennið í dramakasti yfir að eiga ekki stærra hús?

Þurfum við nokkuð sjónvarp, getum við sett hilluna þar?

Þvílíkt falleg og æpir á meikóver…

IMG_3105

…þetta litla fallega náttborð kostaði bara 2000kr, gæti verið yndislegt líka sem lítið hliðarborð í stofu…

IMG_3106

…og, það er ekki allt fansí í Góða!  Ég verð að segja að þessi hérna féll í þann flokk – mér fannst þetta svo fyndið.

Ég verð að fá mér þennan stól – nýr stíll inn á heimilið…

IMG_3107

…og við stólinn ætla ég að fá mér þetta dress……og hár 🙂

nicki-minaj-grammy-2011-dress

En aftur yfir í þann Góða…

….vá hvað ég sá þennan fyrir mér, búið að rigg´ann smá til og hann væri pörfektó í retró kúl…

IMG_3108

…hey, ég á svona eins, og hún er æði!

Núna sé ég eftir að hafa ekki keypt þessa líka og eiga tvær, þegar að gesti ber að garði.

Demmit Soffia, ekki vera alltaf svona gáfuð eftir á…

IMG_3109

…miðað við manneskju sem drekkur ekki vín, þá hef ég heiftarlegan áhuga á karöflum…

IMG_3111

…þessi var æði, örugglega konan en sérstaklega spegillinn…

IMG_3112

…nú fyrir allar sem þjást af kopar-áhuga, sem eru víst margar núna, þá var þessi geggjuð í eldhúsið…

IMG_3113

…og þessi tveir, jebbs, flottir með!

Ef ekki fyrir sykur og hveiti, þá bara fyrir eldhúsáhöldin…

IMG_3114

…risa fat!  Fallegt og einfalt!

Passar með öllu…

IMG_3115

…lofit  ❤

IMG_3116

…nei sko, ég á svona – húrrah!!

IMG_3117

…og þessar fannst mér æði – ehhhh nei bíddu aðeins, hvað er þetta eiginlega?

Þetta er, nei, sko þetta er….ja – ég veit ekkert hvað þetta er, en þetta er krípí!

Update kl 08:10 – hér voru að berast skilaboð frá áhugasömum lesanda: 
Hausarnir eru notaðir í Iðnskólanum í Hársnyrtideildinni. Svona æfingar áður en þú ferð að klippa lifandi hausa

IMG_3118

…awwww þessir eru líka sætir!  En hvað á að vera í þriðja glasinu, vitið þið það?

IMG_3119

…hvað haldið þið?  Er´etta Iittala?

IMG_3120

…allir svona finnast mér æði!

Alls konar svona á matarborðið, það væri bara fínt, jájá – og núna er ég farin að sjá eftir þessum líka!

IMG_3121

…sko ég sagði það!  Hún er enn hérna!

Ég lofa því, hér og nú – ef ég fer í Góða í dag og sé hana þar enn, þá kaupi ég hana!

Hana nú!!

IMG_3122

…þessir tveir líka!  Jömmí 🙂

Það væri líka hægt að mála/spreyja eða gera þá að sínum…

IMG_3123

…þessi var extra þungur og gammel, hann var skilin eftir líka *snööökt*…

IMG_3124

…að safna saman alls konar litlum kökudiskum er góð skemmtun – mæli með því sem hobbý-i fyrir húsmæður með innkaupablæti…

IMG_3125

…þessi væri t.d. sérlega dúlló í svoleiðis…

IMG_3126

…aftur, þessar eru ennþá hérna!

Farið nú og kaupið þetta fyrir mig, annars verð ég að gera það og húsbandið verður ekki kátur með að ég verði að “bjarga” öllu úr Góða Hirðaranum…

IMG_3127

…ef þessi væri t.d. málaður með fallegri kalkmálningu frá Föndru, þá gæti hann orðið æðislegur með orkídeu í…

IMG_3130

…pínu lítill en risasætur, yndislegur undir eitt stórt kerti – eða bara til þess að týna af sér gullið eftir daginn…

IMG_3131

..svona litlir glærir kaffibollar!

Væri ekki sætt að kaupa alls konar svoleiðis á mismunandi undirskálar?

Spilun eða bilun?

IMG_3132

…ég sé sko alveg fyrir mér smákökur á þessum, bara kjút…

IMG_3133

…gamalt gler og silfur – algjörlega mitt blæti!

Hvað finnst langar ykkur mest í?

Játið það, það eru hausarnir ekki satt?? 🙂

IMG_3134

ps. takk fyrir kommentin í gær, mikið er gaman að fá að lesa svona frá ykkur  ❤

12 comments for “The Good, the Bad and the…

  1. Margrét Helga
    09.09.2014 at 08:22

    Úff…þegar þú setur svona skýringartexta með myndunum (þínar hugmyndir yfir hvað er hægt að gera við þetta) þá langar mann í svoooooo margt! Fer líklega í þann góða 18. sept…er hægt að fá þig sem leiðsögumann??? 😉

  2. Kristjana Axelsdóttir
    09.09.2014 at 08:28

    Góði stendur alltaf fyrir sínu…. en Vá hvað ég hlakka til að sjá þig í dressinu !! hahaha

  3. Fjóla M. Róberts
    09.09.2014 at 10:58

    Allt alveg hrikalega flott 🙂

  4. AnnaSigga
    09.09.2014 at 13:58

    úff margt flott, koparinn og kommóðan með litlu skúffunum er gjeðveik 😀

    Takk fyrir showið 🙂

  5. Arna
    09.09.2014 at 14:07

    Eftir að Góði stækkaði, er miklu skemmtilegra að fara. Auðveldara að finna eitthverja snilld.

  6. Gulla
    09.09.2014 at 17:01

    Það virðist vera miklu meira úrval þegar þú ferð…. 🙂

  7. Guðrún H
    09.09.2014 at 20:33

    Ja hérna, af hverju sé ég ekki þessar gersemar? Ætla passa að setja á mig Dossugleraugun næst.

  8. Gurrý
    10.09.2014 at 08:26

    *DÆS* að búa úti á landi og sjá svona póst er EKKI góð skemmtun…..Hvenær er þessi búð opin eiginlega, svona ef maður “skreppur” yfir heiðarnar?

    • Soffia - Skreytum Hús
      10.09.2014 at 08:32

      Opin 12-18 alla virka daga 🙂

      • Gurrý
        11.09.2014 at 08:56

        Frrrrábært – takk!

  9. Sunna
    13.09.2014 at 00:12

    Æðislega skemmtilegar myndir 🙂 Ertu að segja mér að það hafi ekkert af þessu fengið að fara með þér heim! ?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      13.09.2014 at 00:48

      Jú reyndar!

      Þessi litli sæti með stóru eyrun 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *