Tvöfalt DIY…

…er á boðstólum í dag.
Annars vegar bakki og hins vegar kerti, og saman verður útkoman svona:
Kíkjum á þetta nánar og byrjum á bakkanum,
keyptur í þeim Góða á tvöhundruð spesíur.  Fyrir þær sem að þrá svona bakka þá er þetta hins vegar Ikea bakki sem heitir Romantisk.
Hann var mjög rauður….
…þannig að ég greip spreybrúsann á lofti og úðaði svörtu eins og ég ætti lífið að leysa…

…þar sem að hann var svo rauður, þá þurfti nokkrar spreyumferðir til þess að þekja hann allann…
…grínlaust, þá var þetta í október – sko október á seinasta ári, 2012!
Bakka ræfillinn stóð bara kolsvartur og leiður úti í bílskúr og enginn vildi not´ann.
Eiginmaðurinn hótaði að henda honum, hann gleymdist um jólinn og var bara almennt mjög leiður.
Grey bakkinn…
…hvað skal þá gjöra?
Mér varð hugsað til blúndubekksins sem að ég spreyjaði hérna um árið (sjá hér),
gróf því upp sömu blúnduna (ekta krabbi og hendi ekki neinu) og lagði hana yfir bakkann.
Þess vegna er hún svona krumpuð og skrítinn, því að hún er svo stíf eftir að ég spreyjaði hana hérna um árið – en hansíkoti, prufum þetta samt.
Svo var bara spreyjað og eftir smá stund, lyfti ég og kíkti smá á……..
….æææææji þetta var ekki alveg eins og ég vildi.
Ég hefði átt að spreyja allan bakkann svona grábeis, og spreyja síðan yfir blúnduna með svörtu.
En það breytir ekki miklu, maður rífur bara upp spreybrúsann á nýjan leik…
…síðan gerðist það þegar ég var að klára að grábrúnspreyja bakkann að ég snarstoppaði.
Stoppaði, starði, og svo bara brosti ég smá 😉
Er ég biluð eða er þetta bara smá skemmtilegt svona?
Í bili er ég alveg að fíla þetta, smá svona blúnda en ekkert um of….
Segið mér nú, spilun eða bilun?
Hann er sem sé svartur á köntunum, en
…bara svona nett blúndukrútt að innan.
Lán í óláni?
Happ í óhappi?
Klikkuð kona?
…og þið sjáið bara hvað þetta er síðan skemmtilegt þegar að kertastjakarnir eru komnir á bakkann, ef ekkert annnað,  þá er þetta svoldið svona öðruvísi!
…Síðan eru það víst kertin 🙂
Eins og allir hinir, þá gerir maður kerti, en ekki hvað?
Til þess að útbúa svona kerti þarftu:
Kerzen Potch – ég notað það því að það er sérstaklega gert fyrir kerti, keypt í Föndru.
Síðan nota ég alltaf svona svampa til þess að bera þetta á kertin, því að það tekur svo afskaplega stuttan tíma og ég er ungfrú óþolinmóð.is/eða .com, eftir því hvernig við lítum á það.
Það næsta sem þarf er mynd, finna mynd af netinu, laga stærðina á þeim til inni í t.d. World,
prenta út á venjulegan A4 pappír og ég reif svona nett af köntunum til þess að þetta væri ekki of klippt og skorið…
…síðan dýfir þú svampinum ofan í efnið og þekur vel kertið einu sinni allan hringinn,
ferð svo aðra umferð eftir smá og þekur vel allan hringinn.
Leggur myndina á kertið og reynir að passa að krumpa ekki og rífa ekki,
þekur svo aftur allan hringinn og la voila…
… til lukku með myndakertin þín mín 🙂
Gæti ekki verið mikið einfaldara!
…nú og svo sameinuðust allir í eldhúsinu og úr urðu miklir fagnaðarfundir!
…ekki bara gaman?
Svo þegar tekur að rökkva, og veðrið verður svona eins og það var í gær.
Rok og snjóbylur, þá var ekki amalegt að kveikja á kertunum…
…einu og einu í senn….
…þar til búið að kveikja á öllum flotanum, og þá er bara gaman að njóta þess að sjá hvernig ljós og skuggi leika sér saman í rólegheitum,…
…og á meðan er kuldabolinn að missa sig fyrir utan gluggana…
..áttuð þið ekki bara góða helgi annars?
Allir hressir?
Hvað segið þið með blúndubakkann, er ég að missa mig í vitleysu eða er hann bara smá sætur?

22 comments for “Tvöfalt DIY…

  1. Anonymous
    04.02.2013 at 08:18

    yndi, hvernig tegund af spreyji er þetta og hvar fæst það?

  2. 04.02.2013 at 08:20

    Þetta sprey er úr Múrbúðinni, en svo keypti ég líka svipað í Exodus á Hverfisgötunni.
    Bara venjulegt sprey 🙂

  3. 04.02.2013 at 08:34

    Úllalla! Blúndubakkinn er náttúrulega bara mjög frumlegur og flottur hjá þér, einstakur og engum líkur – þetta er sko heldur betur engin klikkun mín kæra 😉

  4. Anonymous
    04.02.2013 at 08:51

    Bakkinn og bara allt er algjörlega geggjað!

  5. 04.02.2013 at 08:54

    blúndubakkinn er bara æði, hann er auðvitað bara lán í óláni hjá klikkaðri konu :-þ
    Æðislegur bakki og kertin geggjuð 🙂

  6. Anonymous
    04.02.2013 at 08:55

    ómæ, geðveikt flott, myndir þú vilja setja inn myndirnar sem þú setur á kertin, á 2 kerti sem ég er búin að ætla líma á mtndir en finn ekki á netinu, en mér lýst voða vel á kertin þín 🙂

  7. 04.02.2013 at 09:00

    Bakkinn er mjög skemmtilegur og kertin guðdómleg 🙂

  8. 04.02.2013 at 10:20

    Frábær póstur 🙂
    Ekki gæturu sagt mér hvað þú googlar til að fá þessar myndir ég næ ekki að finna svona finar engla myndir

  9. Anonymous
    04.02.2013 at 10:26

    Flottur Bakki.is og kertin líka..
    Ása

  10. Anonymous
    04.02.2013 at 11:40

    Æði eins og alltaf! 🙂

    Er blúndan gardínuefni úr Ikea? Veistu hvað hún heitir?

    Kata**

  11. 04.02.2013 at 11:40

    Flott kerti og æðis hugmynd með bakkann =)

    ertu að google-a “vintage” þegar þú fannst þessar myndir?

  12. Anonymous
    04.02.2013 at 13:34

    hvernig er að þvo bakkann þegar þú ert búin að spreyja hann ?
    Margrét

  13. Anonymous
    04.02.2013 at 13:42

    Kveiknar ekki í myndunum þegar kertin brenna niður? Hef heyrt ljótar brunasögur útaf þessari aðferð 🙁 En bakkinn er algjör gullmoli sko.

  14. Anonymous
    04.02.2013 at 16:27

    Finnst bakkinn koma VEL út….

    • Anonymous
      04.02.2013 at 16:27

      kv.Krissa :/

  15. 04.02.2013 at 16:49

    góðar hugmyndir Dossa, bakkinn mjög vel heppnaður hjá þér já og kertin þín líka 🙂
    kveðja til þín
    auður

  16. 04.02.2013 at 16:54

    Allt bara meiriháttar
    Kveðja Sigga :9

  17. Anonymous
    04.02.2013 at 17:33

    Jú jú Modge podge brennur ( hef reynslu) en kertalímið úr Föndru er ok….flottar myndir t.d á The Graphics Fairy og svo auðvitað pinterest.com
    Flottur bakki og kerti !
    Kv
    Dóra

  18. 04.02.2013 at 18:12

    Flott hjá þér alltaf gaman að skoða síðuna þína og fá hugmyndir,svo er bara að koma sér af stað og framkvæma og dúlla sér.Takk fyrir að leyfa mér að fylgjast með. Kveðja frá Eyjum

  19. 04.02.2013 at 22:43

    Bakkinn er æði, langar helst að breyta mínum núna og gera svona grey-ish..;) Kertin eru líka gordjöss en ekki hvað, allt svo fallegt og flott hjá þér:)

  20. Sigrún
    16.04.2013 at 19:03

    Þú ert bara snillingur , takk fyrir að deila þessu með okkur sófakartöflunum 🙂

  21. Anna S. Garðarsdóttir
    01.02.2014 at 21:32

    SCHNILLD !!!

Leave a Reply to Kristín S. Bjarnadóttir Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *