Innlit til lesanda: kósý horn hjá kríli…

…ég er búin að sjá að ég er sennilegast með yndislegustu, “bestustu” og krúttaralegustu lesendur í heimi!
Ég fékk svo æðislegt bréf frá henni Kolbrúnu sem að hún gaf mér leyfi fyrir að deila með ykkur:

Ég hafði samband við þig vegna ungbarnaplássins í hjónaherberginu.. Við erum að leigja og því ekki mikið í boði að mála veggi hér í íbúðinni okkar en mér fannst vanta þennann hlýleika í ungbarnasvefnplássið þar sem allt er HVÍTT HVÍTT OG AFTUR HVÍTT !! 

Svo ég fór að þínum ráðum og fann mér pínu hlýrri lit með öllu þessu hvíta.. en hér var ekkert málað heldur voru keyptar Vivan drapp/brúnar gardínur og settar á blómapottastöng og ofan á þessar brúnu voru settar Alvine blúndugardínur yfir og varð útkoman eins og er á fyrstu myndinni =) 

 Ég setti svo pínu skraut inní gardínurnar eða Mexican Bola meðgönguhálsmenið mitt =) 

Svo ofan í þessari undurfallegu vöggu sefur 20 marka sonurinn virkilega vært <3 

Einnig ertu alltaf með svona kertastjaka og dóta þyrpingar útum allt og bakka sem ég heillast alltaf svo mikið að!
Ég er mjög ánægð með bakkana mína en þarf að finna fleira “stöff” til að setja á bakkana 

Þetta innblástur frá þér á mínu heimili.. og ég er nú hvergi hætt =D 

Takk fyrir yndislegt blogg elsku Soffía!
Kveðjur úr eyjum!
Kolbrún
 

Ég er farin að hallast að því að ég þurfi að fara í skoðunarferð til Eyja 🙂
Hjartans þakkir elsku Kolbrún og til hamingju með gullfallega soninn, og kósý hornið hans!

5 comments for “Innlit til lesanda: kósý horn hjá kríli…

  1. 05.02.2013 at 20:29

    Æðislegt horn handa yndislegum dreng

  2. Anonymous
    05.02.2013 at 21:11

    Svo krúttleg og yndislegt fyrir lítinn gutta !
    kv.
    Halla

  3. 05.02.2013 at 23:12

    Kemur mjög vel út!

  4. Anonymous
    06.02.2013 at 09:07

    Bráðsniðugt að hafa dökkt undir og ljósa blúndu yfir. Þvílíkt dúllerí sem það gerir.
    Kveðja
    Kristín Sig.

  5. 06.02.2013 at 09:12

    Takk fyrir að leyfa mér að vera partur af blogginu þínu =)
    Ég er sko hvergi hætt að leita til þessarar síðu í leit að hugmyndum fyrir heimilið mitt til þess að fegra það enn betur =)

Leave a Reply to Anonymous Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *