Myndaveggur breytist…

…nokkrar myndir til viðbótar að bætast við, aðrar teknar í burtu og miklar pælingar.
Í stofunni hjá okkur er langur veggur. og við þennan vegg stendur sjónvarpið á lágum skenk.
Sjónvarpið er til margra hlutu “gagnlegt” en kannski ekki það fallegasta stofustáss sem hægt er að finna.  Hins vegar búum við ekki í húsi sem að býður upp á sjónvarpsherbergi, þannig að við eigum ekki annnara kosta völ en að skreyta stofuna með þessum kostagrip.
…þetta er svona þróunarsaga myndaveggjar – nýflutt inn…
…veggurinn vex…
…og þar sem farið var að alla á hlut sonarins í myndafjölda, þá þurfti að bæta við.  Plús að mér finnst fallegt að sjá fleiri myndir í kringum sjónvarpið því að þá er það ekki bara einn stór svartur kassi (hægt er að smella hér til þess að sjá alls konar myndaveggi)…
…en sem sé – fyrst setti ég þessar upp, en ég er ekki sannfærð um hornið þarna vinstra megin uppi.
Finnst eins og það sé of þungt…
…þannig að ég tók myndarammann með mörgu myndunum,
og færði skiltið, og þá var útkoman svona…
…hmmmm, þetta tekur tíma – að þróa vegginn eins og hann á að vera…
…ég hef pínu gaman af þessari mjög svo óreglulegu grúbbu, en er bara að taka minn tíma í þetta.
Láta tímann líða og pæla aðeins í þessu…
…yfir í annað, ef þið munið eftir glerkassakertastjakanum, sem við fengum í jólagjöf,
þá breytti ég aðeins í honum.  Grey hvítin bambinn var fluttur búferlum og
bíbbakrútt fengu að flytja inn í staðinn…
p.s. sjáið t.d. vegginn núna, er þetta ekki pínu skemmtilegt?
…það er sem sé að færast smá vorfílingur í mig, finn að ég er að fækka könglum
(takið eftir, minnka fjölda köngla en ekki taka í burtu)…
…setti litla hreiðrið inn í kassann, og fuglastyttur sem að ég átti fyrir…
…fuglaþema?…
…hvað segið þið um myndavegginn?
Eruð þið farin að “vora” eitthvað inni hjá ykkur?
p.s. kertin brenna, og so far, so good, og allt í góðu standi! 🙂

Þú gætir einnig haft áhuga á:

3 comments for “Myndaveggur breytist…

  1. Anonymous
    07.02.2013 at 10:14

    Hæ hæ frábær síða hjá þér. manstu hvar þú fékkst textann sem er efstur vinstrameginn á veggnum?

  2. Anonymous
    07.02.2013 at 21:11

    Svo flott hjá þér. Er einmitt með einn myndavegg í fæðingu hér;)

    Kv.Hjördís

  3. 07.02.2013 at 22:39

    Myndirnar eru svakalega flott aðferð til að draga athyglina frá stóra svarta kassanum, sniðugt hjá þér! Og yndislegt að sjá glitta í vorið í kassanum þínum, ég er farin að hlakka frekar MIKIÐ til að koma suður og fá örlitla hvíld frá vetrinum sem hefur svo kyrfilega hreiðrað um sig hér norðan heiða 🙂

    kk Kikka

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *