Siglt á móti strauminum…

…er kannski ekki rétta orðið.

En þannig líður mér stundum.

2014-09-02-144454

Ég fæ það oft á tilfinninguna, eins fjölbreytileg og við íslendingar eru, að þá séum við á margan hátt hjarðdýr, einsleit, eða í það minnsta – af ginkeypt fyrir því sem er nýjasta nýtt (Guð veit að ég dett í þann pakkann).  Það er eins og tískubylgjurnar séu okkur stundum alveg að drepa, að bera okkur ofurliði.  Allir verða að eignast hitt og þetta.

2014-09-02-162726

Þetta hljómar kannski úr hörðustu átt, frá konunni sem var að fá sér Kahler-vasann 🙂 – en ég held að þið vitið sem lesið bloggið að ég er ekki mikið að sverma fyrir merkjum, heldur er það bara það sem fangar augað í hvert sinn.  Að mestu leyti skiptir það mig engu máli hvort að púðinn, eða vasinn, komi úr Epal, Rúmfó eða Ikea.  Það eina sem ég fer fram á er að mér þyki hluturinn fallegur.

2014-09-02-163233

Ég er alls ekki mínimalísk, það gen gleymdist bara í mig, og ég get bara ekki “minna er meira”.  Held að það sé ítalinn sem í mér býr sem veldur þessu.  Ég er ekki sátt við að bjóða til borðs nema að það svigni nánast undan kræsingunum, og að það sé öruggt að enginn fari svangur heim.

2014-09-02-162736

Það er líka fullt af bloggurum sem eru svo sannarlega með puttann á púlsinum og sýna ykkur allt það nýjasta í merkjavörunum og hönnun, þannig að enginn þarf að missa af neinu. Enda svo margt dásamlegt fallegt sem þar er upp á að bjóða.  Þannig að ég kýs að líta þannig á að ég sé bara að auka fjölbreytnina.  Sýna eitthvað sem þið sjáið kannski ekki á hinum stöðunum 🙂

2014-09-02-144442

Núna er bloggið að verða 4 ára, og er stærra í dag en ég átti nokkru sinni von á.  Mikið þætti mér vænt um að heyra frá ykkur, hvað ykkur finnst um bloggið, hvað stendur upp úr, hvað viljið þið meira af?

Bíð spennt eftir að heyra frá ykkur ❤

 
2014-09-02-163509

Þú gætir einnig haft áhuga á:

28 comments for “Siglt á móti strauminum…

  1. Anna sigga
    08.09.2014 at 08:21

    Mér finnst allt æðislegt sem þú setur á síðuna….bæði nýtt og gamalt en líklega held ég mest upp á það sem þú gerir fyrir hlutina, gerir við þau þeas breytingarnar á þeim hversu smávægilegar þær eru, allt töff, sniðugt eða einfalt.

    Maður þarf að læra stundum að hugsa út fyrir rammann 🙂

    Það er svo gaman að sjá hlutina í öðru ljósi lika þegar maður fattar hvað þarf lítið til að breyta 🙂

    Vertu þú sjálf það gerir það enginn betur en þú sjálf 🙂

    Kærleikskveðjur Anna panna hahaha

  2. Bryndís
    08.09.2014 at 08:32

    Mér finnst þetta æðisleg síða, kíki við á hverjum degi og ég mætti nú alveg kommenta oftar 😉 er hrifin af því að nota gömlu hlutina og gefa því nýjan tilgang og svo er svo gaman að breyta og skreyta 🙂 en ég er eins og þú “more is better” 😉 takk fyrir frábært blogg 🙂

  3. finntor@simnet.is
    08.09.2014 at 08:50

    Takk fyrir að vera þú. Ég bíð alltaf spennt eftir að sjá hvað þú er að fást við. Þú ert alveg með þetta blandar nýju með gömlu og þú hefur gefið mér fullt af hugmyndum að endurnýta það sem ég á.
    Haltu áfram stelpa!
    Kv þórunn

  4. Jóna
    08.09.2014 at 09:26

    Hæ, ég er hinn þögli lesandi sem kíki við á hverjum morgni, les og nýt þess að skoða myndir og fá hugmyndir. Ekki aðeins finnst mér heimili ykkar fallegt heldur skín í gegn hvað þar ríkir góður andi 🙂
    Ég er langt frá þeim Góða og ekki í skreppufæri við RL, svo ég fer meira í að velta fyrir mér endurnýtingu á því sem ég á. Takk fyrir að leyfa okkur að njóta og vonandi heldur þú áfram á sömu braut.
    Kv. Jóna

  5. Berglind
    08.09.2014 at 09:34

    Ég veit ég má alveg vera duglegri að kommenta og ég skal hreinlega reyna að bæta úr því 🙂 vegna þess að ég kýs að koma hingað inn á hverjum einasta degi ( nema eitthvað sérstakt ) og mig langar bara til að þakka þér fyrir þessa frábæru síðu sem hefur umturnað heimilinu mínu svo um munar !! Blogg númer 1,2 og 3 hjá mér :=)
    Mér finnst allt æðislegt sem þú setur inn, þú ert með rosalegan fjölbreytileika, haltu áfram að vera þú ( sem ég veit þú gerir )
    knús, Berglind

  6. Berglind Á (best að aðgreina okkur)
    08.09.2014 at 09:56

    Takk fyrir frábært blogg og til hamingju 🙂
    Ég er einmitt ein af þeim sem hefur fylgst með í langan tíma og úúú-að og aaa-að yfir hinu og þessu og breytingum á síðunni. Ég á það til að “spara” það að koma svo ég fái 2 nýjar færslur það skipti sem ég get sest niður og haft það kósý.
    Þetta er mjög fjölbreytt og mjög gaman t.d. að sjá þegar þú tekur eitthvað gamallt og gott (jafnvel ekkert of gott) og gerir það upp svo það verður frábært. Ég finnst eins æði hvað þú ert mannlegt og lætur líka flakka þegar eitthvað misheppnast 🙂
    Segi eins og nafna mín.. haltu bara áfram að vera þú! Það er partur af því hvað dró okkur hingað inn frá byrjun. Knús í hús.

  7. Diljá
    08.09.2014 at 10:01

    Ég er algjörlega háð blogginu þínu! Það fyrsta sem ég tjékka á þegar ég fer í tölvuna! Meiri seigja á undan Facebook! Þá er mikið sagt… En ég væri til í fleirri DIY! 🙂 Annars er ég rosalega sátt með bloggið eins og það er. Og innilega til hamingju með 4 árin! Megi hin 4 sem framundan eru vera enþá betri! ( já ég er að ætlast t.þ að þú hættir aldrei..)

  8. Margrét Helga
    08.09.2014 at 10:04

    Held að ég þurfi nú ekki að segja hvað mér finnst um þetta blogg en ég geri það nú samt (ég er svo hlýðin, skilurðu, og þú baðst okkur að segja hvað okkur fyndist 😉 ). Þetta blogg er hreint út sagt æði frá upphafi til enda. Mér finnst einmitt frábært hvað þú sýnir lítið af svona “design” dóti sem “allir verða” að eiga vegna þess að mér finnst það yfirleitt ekki henta mínum smekk (sem ég veit reyndar ekki hver er ennþá en hallast mjög að þessu kósí stíl eins og er heima hjá þér!) auk þess sem það er svo dýrt að hin venjulega meðal-Jóna hefur engan veginn efni á því að kaupa sér svoleiðis hluti nema að sæta rannsókn sérstaks saksóknara eftir á.
    Ég tek undir með þeim sem hafa skrifað að ofan, gaman að sjá þegar þú breytir gömlum hlutum í nýja, finnur ný not fyrir gamalt og svoleiðis. Mér finnst líka gaman að sjá innlit í búðir (sérstaklega svona sem senda út á land 😉 ), þar sem þú veist um svo margar sniðugar búðir sem er algjörlega nauðsynlegt að kíkja í.
    En umfram allt finnst mér gaman að sjá allt sem þú sýnir okkur og skrifar um vegna þess að það er svo mikil snilld frá A-Ö…

    Þú ert hreint út sagt algjört yndi!! 🙂

    Knús úr sveitinni!!

  9. Halla
    08.09.2014 at 15:13

    Finnst bloggið þitt rosalega skemmtilegt og er búin að lesa sumar færslur oftar en einu sinni

  10. Gurrý Kristjáns
    08.09.2014 at 16:02

    Sæl
    Mér finnst þetta blogg algjörlega frábært og þú best eins og þú ert , tek hér rúnt á hverjum morgni og kíki svo aftur í rólegheitum á kvöldin , Mér finnst bara yfir höfuð allt mjög flott og skemmtilegt sem þú setur hér inn en held þó mest uppá DIY verkefnin þín .Óska þér innilega til lukku með fjögur árin og vona svo sannarlega að þú haldir ótrauð áfram er mjög þakklát fyrir að fá að fylgjast með bestu kveðjur 🙂

  11. Kristjana Axelsdóttir
    08.09.2014 at 18:13

    Sæll ettu!

    Bloggið þitt er frábært á þann hátt að það höfðar að ég held til svo rosalegra margra, allar þessar hugmyndir eru tær snilld og þegar þú ferð í step by step munar rosalega miklu fyrir þá sem eru ekki vissir hvernig í ósköpunum þú ferð að þessu öllu saman!
    Fyrir og eftir DIY ég elska það…..hef svo gaman að því að sjá sjúskaða og gamla hluti öðlast nýtt og betra líf.
    Litlu tilfærslurnar og þær stóru!! YNdi….. næturbröltið þar sem heilu veggirnir eru málaðir og húsgögn eru færð til …. vá hvað ég get tengt mig við það 🙂

    Litlir og ódýrir hlutir sem þú bendir okkur hinum á sem við erum kanski búnar að labba framhjá 100 sinnum áður en við “föttum” notagildi þeirra heheh…

    Það er bara ALLT við bloggið þitt sem er gott – haltu áfram á þessari braut Dossa mín og við munum fylgja þér <3

  12. Heida
    08.09.2014 at 19:53

    Þú ert svo skemmtileg og einlæg bland í poka kona sem laðar að sér lesendurnar með fjölbreytta namminu og öllum yndislegheitunum…meira af því sama takk.

  13. Berglind
    08.09.2014 at 22:08

    Mér finnst hreinlega allt skemmtilegt við bloggið þitt, ég uppgötvaði það bara fyrir tæpu ári síðan og heimsæki það nánast daglega. Mér finnst þú laus við alla sýndarmennsku og kemur til dyranna eins og þú ert eða það er allavega tilfinningin mín.
    Með hverjum mánuðinum sem líður síðan ég fór að skoða bloggið þitt þá verður heimili mitt alveg óvart fallegra og þar skipar þú stórt hlutverk…svona í fjarlægð 🙂

  14. 08.09.2014 at 22:33

    Sælar,

    Það besta er þinn eigin persónulegi stíll, húmorinn og ástríðan fyrir heimilinu. Lesendur elska þig fyrir hver þú ert, alveg eins og þú ert. Láttu þig litlu varða hvað aðrir gera því það sem þú gerir er frábært.

    Kveðja,
    Anita

  15. Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir
    08.09.2014 at 22:37

    Bloggið þitt er frábært eins og það er. Það er dásamlegt að sjá hvað þú gerir úr hlutum og veitir manni alltaf innblástur. Ég hef aldrei geta fylgt tískustraumum bara afþví það er í tísku. Fylgi þvi sem heillar mig hvort sem það er í tísku eða ekki. Þess vegna finnst mér dásamlegt að skoða bloggið þitt 🙂

  16. Sigga Dóra
    08.09.2014 at 22:44

    Ég einmitt elska svo mikið við bloggið þitt að þú ert ekkert að eltast við það sem er í tísku.Ég er nefnilega ekki spennt fyrir tískunni heldur nema einstaka munum,eins og t.d Kahler vasinn mig langaði mikið í hann,bara eitthvað svo fallegur og klassískur.Þú ert bara með þinn eigin stíl og blandar saman nýju og gömlu sem ég fíla svo vel.Þar að auki ertu mjög skemmtilegur penni og stundum skellihlæ ég að þér 🙂
    Mætti vera duglegri að kommenta ,ég veit,kannski ég fari að gera það oftar
    Kv Sigga Dóra

  17. Fríða
    08.09.2014 at 22:54

    Hrein og klár snilld ! algjörlega ómissandi partur af vafrinu á netinu. Ég skoða allt alveg sama hvort það sé nýtt eða gamalt hjá þér, bara plííís halda áfram 😉

    kv. Fríða

  18. Anonymous
    08.09.2014 at 23:26

    Algjörlega æðislegt hugmyndirnar endurnýting og allt.

  19. Vilborg
    08.09.2014 at 23:35

    Ég elska síðuna þína og fer inn á hana á hverjum degi:) Þú ert svo hugmyndarík og útsjónarsöm. Takk fyrir að deila hugmyndunum þínum. Stíllinn þinn er persónulegur og gaman að sjá hvernig þú blandar gömlum og nýjum hlutum saman.

  20. Hlín
    09.09.2014 at 00:23

    Ástæðan af hverju ég sæki svona mikið í þitt blogg er einmitt að þetta er ekki blogg um “nýjustu tísku” sem ég hef ekki efni á,

    þetta er bara “venjulegt” dót sem þú gerir að þínu og ég get það! ég fæ óteljandi hugmyndir af því að lesa bloggið þitt og ég fæ þá tilfinningu að ég þarf ekki að eiga allt það nýjasta, frá öllum dýrustu merkjunum, ég get keypt fallega hluti ódýrt, gert að mínum eigin og það er flott!!

    þitt blogg lætur mér líða vel með ikea-dótið mitt, góðu kaupin í góða hirðinum og púðann frá rúmfó sem ég fékk á slikk.

    svo ertu skemmtilegur penni og myndirnar þínar segja meira en þúsund orð. Mér finnst líka gaman að skoða heimili sem er með mjög svipaðan stíl og ég hef.

    ég er búin að kaupa skáp til að mála hvítan og setja inní herbergi hjá guttanum, hefði ekki dottið það í hug nema út af þér, og ég hef meira að segja séð hluti hjá þér sem ég sá í góða hirðinum fyrr um daginn og langaði að kaupa!! Er ennþá að bölva lukt sem ég sá þar sem þú síðan keyptir, bíð eftir að hún láti sjá sig á net-bílskúrssölu hjá þér 😉

  21. Greta
    09.09.2014 at 09:53

    Ég skoða allt sem þú setur inn og drekk í mig fróðleik og hugmyndir frá þér.
    Elska hvað þú ert mikill snillingur í að benda á ódýrar hugmyndir sem “venjulega” fólkið getur útfært.
    Þúsund þakkir og hlakka til að lesa áfram.
    P.S. Hef notað nokkrar hugmyndir frá þér, m.a. spreyjað forljótan kertastjaka sem aldrei hefði fengið að flytja inn úr bílskúrnum í upprunalegu ástandi. Núna stendur hann á besta stað á skenknum mínum.

  22. Svandís J
    09.09.2014 at 10:11

    Til hamingju með árin 4 🙂
    Ráðlegg þér að halda áfram á sömu braut, gerðu það sem þú vilt hvernig sem þú vilt. Það er alltaf gaman að skoða færslurnar frá þér. Þegar þú kemur með nýungar hitta þær í mark (sbr. td heimsóknir í Góða og Myndin) og fastir liðir hitta líka í mark. Tek undir með einni hér að ofan, vertu þú sjálf… þú gerir það best 😉
    :*

  23. Jenný
    09.09.2014 at 10:28

    Það er bara svo gaman að fylgjast með blogginu þínu. Þú ert góður penni með frábæran húmor. Og að fá að fylgjast með þessari síðu segi ég bara TAKK

  24. Guðrún
    09.09.2014 at 14:45

    Hvað mér finnst um bloggið þitt: einfalt – það er bara BESTA bloggið 🙂
    Takk endalaust fyrir að gefa þér tíma í það og til hamingju með árin 4 og gangi þér vel næstu 40 😉

  25. Kolbrún
    09.09.2014 at 15:28

    Sæl er líka ein af þeim sem kíki eiginlega daglega ef ég mögulega get og finnst hún alltaf jafn frábær en viðurkenni að ég kommenta ekki nærri nógu oft en haltu áfram á bara nákvæmleg sömu nótunum þú ert ÆÐI. Takk fyrir að nenna að deila þessu með okkur Haustkveðjur PS ekki nema 106 dagar í JÓL………………..

  26. Erla
    09.09.2014 at 19:57

    Hvar er like takkinn, ég myndi vilja læka oft!!!!
    alveg sammála þér með þetta, íslendingar eru merkja fíklar…. allir verða að eiga það nýjasta og flottasta. ég er pínu less is more manneskja en les sam bloggið þitt á hverjum degi því þetta er svona í allra færi síða. mér finnst líka gaman að sjá fréttir af voffunum þínum 😀
    knús í hús og haltu áfram að gleðja okkur hin með skemmtilega blogginu þínu 😀
    ps. ég stal tíramísu brúna litnum þínum í eldhúsið mitt

  27. Þuríður
    19.10.2014 at 15:58

    Sæl. Mér finnst þín skrif skemmtileg og gaman að sjá allar þessar hugmyndir sem þú hefur og nýtast öðrum, ég persónulega myndi vilja sjá meira af hugmyndum þar sem notaðir eru hlutir sem fólk á í fórum sínum, það er fullt af fólki sem á gamla hluti en hefur ekki hugmyndaflug til að búa til eitthvað fallegt úr þeim, myndir þú vilja koma með svoleiðis skrif og myndir, þar sem fólk þarf ekki að versla neitt ?,

    • Soffia - Skreytum Hús...
      19.10.2014 at 21:04

      Sæl Þuríður og takk fyrir hrósið.

      Endilega kíktu hérna til hliðar á það sem heitir endurvinnslan. Það snýst allt um að nýta eitthvað sem til er á mörgum heimilum. Eins og t.d. þetta: http://www.skreytumhus.is/?p=14392

Leave a Reply to Erla Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *