DIY – Framboð umfram eftirspurn…

…lúxusvandamál í gangi.  Ekki hægt að kvarta yfir því, eða hvað…….?
Þannig er mál með vexti að maður sér svo margt fallegt, sem að maður getur vel hugsað sér til skreytinga.  T.d. myndir á veggi.  Þegar að ég keypti fiðrildamyndina góðu í Ikea, fyrir skrifstofuframkvæmdirnar, þá sá ég líka þessa hérna:
…það er náttúrulega bara ósanngjarnt af Ikea að gera manni þetta.  Setja á sömu mynd skriferí og fugla.  Hvurnig í jesssú nafni á kvinna að standast svona freistingar?
En svo gerðist ekkert meira.  Hvers vegna?
Vegna þess að það var ekkert veggpláss fyrir þessa fegurð 🙁 búúúúúúhúúú
Því þannig er mál með vexti að ég set alltaf frekar upp myndir af krökkunum mínum en allt annað.
Anyways – þá leið og beið og herbergi breyttust.  Hlutir endurröðuðust og blogg hlóðust inn.
Síðan fékk ég smá hugljómun og ákvað að nota bara tré blaðakassa frá Ikea til þess að geta notið myndarinnar minnar.  Eruð þið að fylgja mér?
Hvað þurfið þið?
Blaðakassa
Mod Podge
og fyrir Lötu-Jónu (systir Lata-Jóns) svamp
 
..lagði sem sé kassann ofan á blaðið og sneið þannig að ég hefði ca 2cm auka til hliðanna…

 
…og þá ertu komin með svona snitterý, þar að auki þá strikaði ég með blýanti, meðfram kassanum á meðan hann lá á blaðinu, og þá var komið svona “brot” í pappírinn sem að auðveldaði að brjóta niður brúnirnar á réttum stöðum…
 
…og þá ertu komin með svona “hettu” á endann, sem þú mátar við og svo er bara að bleyta vel með Mod Podge og festa síðan vel á, gæti að losna við loftbólurnar og leiðindi 🙂

 
…og þá ertu komin með svona skemmtilegan blaðakassa…

 
…svo er bara að setja hann upp í hillu og fylla af góssi 🙂
 
…og svo er hægt að L-E-S-A…

 
…og eru kassarnir ekki bara sætir?

 
Barnaafmæli um helgina, þannig að það er nóg um að vera.
Munið að þið getið lesið um afmæli, með því að smella á “afmæli” á leitarstikunni hérna hægra megin 🙂
 
Góða helgi krúttin mín!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

5 comments for “DIY – Framboð umfram eftirspurn…

 1. Anonymous
  08.02.2013 at 08:36

  Snilldarflott, en ekki hvað!!!! Á ég að kenna þér ennþá einfaldari leið til að ModPodga (er þetta orð????) á slétta fleti?
  Kveðja, Svala (S&G)

  • 08.02.2013 at 08:38

   Skjóttu Svala mín, skjóttu 🙂

 2. Anonymous
  08.02.2013 at 09:14

  Þú berð Mod Podge á flötinn, lætur þorna. Þegar jukkið er þornað leggur þú pappírinn á flötinn sem þú vilt þekja, setur straujárnið þitt í samband og stillir á silki eða ca. þannig hita. Leggur síðan smjörpappír yfir fína flotta pappírinn þinn og rennir strauboltanum yfir eins og þú sért að strauja spariskyrtu húsbandsins. Tekur síðan smjöpappírinn af og VOILA allt fast saman og ENGAR loftbólur og ekkert sull.
  Með Mod Podge og strauboltakveðju, Svala

 3. 08.02.2013 at 12:25

  þetta er æðislegt

 4. 08.02.2013 at 13:07

  Kemur mjög vel út!

Leave a Reply

Your email address will not be published.