7. ára afmæli…

…var haldið hátíðlegt í gær en afmælisdagurinn sjálfur er í dag.
Það sem manni finnst kannski öllu merkilegra er það hvernig tíminn flýgur áfram og hvernig þessi hérna litla…
er allt í einu orðin að dömu í dag 🙂
En svona er þetta víst, tíminn æðir áfram yfir andlitið á manni hvort sem að þér líkar betur eða verr.
En yfir í afmælispartý, húrrah!
Fyrst af öllu, biðin eftir gestunum er skeeeeeelfilega löng, tekur alveg óratíma 🙂
…þemað í ár var svo sem ekkert “þema”.  Við vorum bara með mikið í bleiku og hvítu, svona sem blúndó og r(j)ómó…
…alls konar detail-ar, spurning hvort að þið viljið vita nánar um það á morgun?

..enn einn skreytingarmöguleikinn á bakkann góða, einfaldlega að þræða fallegan borða og binda slaufu…

…Bósi Ljósár mætti líka, fékk meira að segja pakka… 

…nóg var að snæða, á eyjunni…. 

…og á barnaborði…

…að sjálfsögðu var afmælisterta…. 

…sem svo var bara etin… 

…pakkar opnaðir….

…og bara almenn gleði, viljið þið meira um alla detail-a á morgun, DIY og jafnvel mun fleiri myndir?

…er svo stolt af þessari yndislegu stelpu minni, hún hafði svo miklar áhyggjur fyrir þennan dag að bróðir hennar myndi ekki fá neinn pakka.  Hún fékk því að gefa honum grímubúninginn, sem hann fór ekki úr allan daginn 🙂
Til hamingju með daginn þinn yndislegasta Valdís Anna mín!  Fyrir 7 árum síðan komst þú í þennan heim og gerðir mig að ríkustu mömmu í heimi!
Þannig að ég ætla að gera díl við ykkur, ef við förum yfir 10 komment í dag þá verður 1 póstur á föstudag, 20 komment = 2 póstar, 30 komment = 3 póstar!  Ég er ekki enn búin að sýna frá vinkonuafmælinu, nokkur afmælistrix og nokkur einföld DIY fyrir afmælisboð!

Koma svo, látum reyna á þetta! 🙂

52 comments for “7. ára afmæli…

  1. Anonymous
    11.02.2013 at 08:23

    Krúttlegt afmæli og afmælisstelpa 🙂
    Kv. Helga

  2. Anonymous
    11.02.2013 at 08:31

    Ótrúlega flott hjá þér eins og alltaf

    Kv,
    Kolla

  3. Anonymous
    11.02.2013 at 08:33

    Til hamingju með þetta ofurkrútt elskan.
    Kveðja, Svala (S&G)

  4. 11.02.2013 at 08:38

    Innilega til hamingju með skvísuna

  5. Anonymous
    11.02.2013 at 08:48

    Jesús minn þetta er svo fallegt, eeeeeeelska að skoða hjá þér og afmælisprinsessan alveg yndisleg:-) Elska svona r(j)ómó stemmingu:-) Til hamingju með dóttur þína í dag:-)

  6. Anonymous
    11.02.2013 at 08:52

    já flott 🙂

  7. Anonymous
    11.02.2013 at 08:53

    Svo flott að vanda 🙂 <3

  8. 11.02.2013 at 08:56

    rosa fallegt, alltaf gaman að skoða afmælishugmyndir 🙂

  9. Anonymous
    11.02.2013 at 09:09

    Svo fínt og flott hjá þér – eins og alltaf! Of til hamingju með afmælisbarnið!

  10. Anonymous
    11.02.2013 at 09:09

    Til hamingju með dömuna þína 🙂 og já takk vil endilega fá
    “díteila” úr afmælinu 😉
    kveðja,
    Halla

  11. Anonymous
    11.02.2013 at 09:23

    Til hamingju með fallegu stúlkuna þína. Allt alveg ofsalega fallegt að venju.
    kveðja, Þorbjörg.

  12. Anonymous
    11.02.2013 at 09:28

    Til hamingju með stúlkuna, það er alltaf svo gaman að skoða afmælispóstana frá þér og ég er sko alveg til í að sjá meira svona.

    Kveðja María

  13. 11.02.2013 at 09:30

    æði

  14. Anonymous
    11.02.2013 at 09:37

    Svo flott hjá þér og til hamingju með afmælisstelpuna!

    Kv.Hjördís

  15. Anonymous
    11.02.2013 at 09:39

    Til hamingju með afmælisstelpuna yndislegu og fallegu. Sé þú hefur komið petshop bömbum að með blúndu-ekki-þemanu 😉
    Knús Auður

  16. Anonymous
    11.02.2013 at 09:39

    Dásamlega fallegt!

  17. Anonymous
    11.02.2013 at 09:42

    Æðislegt 🙂 til hamingju með stelpur

  18. Anonymous
    11.02.2013 at 09:43

    stelpuna átti að standa 🙂

    Kv.Birna

  19. Anonymous
    11.02.2013 at 09:45

    æðislegt 🙂

  20. Anonymous
    11.02.2013 at 09:48

    Innilega til hamingju með stelpuna þína!!!

    • Anonymous
      11.02.2013 at 09:51

      kv Ása

  21. Anonymous
    11.02.2013 at 09:52

    Til hamingju með stelpuna þína ! Ótrúlega gaman að sjá og fá hugmyndir hjá þér, en ég er einmitt að fara að halda fyrsta barnaafmælið bráðum 🙂
    Kveðja, Sigurborg

  22. Anonymous
    11.02.2013 at 10:03

    Æðislega flott hjá þér eins og allt annað. Ég er alltaf svo hrifin af bakkanum þínum góða (þeim sem þú settir borðana og slaufurnar á núna). Hvar fékkstu hann?
    Kveðja, Kristín

  23. Anonymous
    11.02.2013 at 10:19

    Til hamingju með prinsessuna! Skreytingarnar yndislega fallegar hjá þér eins og alltaf, svo ótrúlega gaman að fylgjast með síðunni þinni 🙂
    Kveðja Gyða.

  24. Anonymous
    11.02.2013 at 10:23

    Mjög flott afmælisveisla hjá þér og afmæliskakan sæt. Hvernig ferðu annars að því að gera svona skýjamynstur í bláa hluta kökunnar?
    kv,
    Anna

  25. Anonymous
    11.02.2013 at 10:39

    Til hamingju með dömuna!

    Þú veist ekki hvað þú ert að koma þér í núna…múhahaha!
    Það verða örugglega 50 comment..(eru það ekki 5 póstar?)

    kv. Eybjörg.

  26. Anonymous
    11.02.2013 at 11:17

    Innilega til hamingju með dömuna. Svakalega flott skreytt hjá þér og ekkert lítið girnilegar kræsingarnar.
    kv. Valdís

  27. 11.02.2013 at 11:25

    Endilega meira. Til hamingju með dótturina. Var að spá í diskinn hvíta sem er með bleiku doppunum, sem er undir annari fötunni. Hvar fékkstu hann? Kv. Ásta

  28. Anonymous
    11.02.2013 at 12:04

    Til hamingju með stelpuna! 🙂 Falleg veisla, endilega til í fleiri myndir 🙂

    Kata**

  29. Anonymous
    11.02.2013 at 12:05

    ohh þú ert svooo mikill skreytisnillingur! hlakka til að fá 3 pósta 😉 kv G.

  30. Anonymous
    11.02.2013 at 12:26

    Lukku ….. bleiku doppurnar eru æði 😉

  31. 11.02.2013 at 13:08

    Vá þetta er svo æðislega flott, gaman væri að sjá fleiri myndir 🙂

  32. 11.02.2013 at 13:49

    Ferlega flottar myndir, hlakka til að sjá fleiri smáatriði frá þer

  33. Guðríður Kristjánsd
    11.02.2013 at 13:50

    Til hamingju mð fallegu stelpuna þína,ekkert smá fínt og huggulegt afmælisboð og allt svo skemmtilega skreytt eins og alltaf, hlakka til að sjá meira
    bk Guðríður

  34. Anonymous
    11.02.2013 at 15:07

    Hjartanlega til hamingju með stúlkuna þína! Yndislega myndir! Ég vil svo sannarlega fá fleiri pósta frá þér.

    Bestu kveðjur,
    Hugborg

  35. Anonymous
    11.02.2013 at 15:20

    Vááá… þú ert æði 🙂 Til lukku með dömuna… farin að telja niður í 7 ára afmælið hjá minni 🙂

  36. Anonymous
    11.02.2013 at 15:29

    Innilega til hamingju með flottu afmælisdömuna þína 🙂
    kv. Elva T

  37. Anonymous
    11.02.2013 at 16:59

    Til hamingju með fallegu stelpuna þína:)

    Gordjöss hjá þér, eins og alltaf.

    Er ekki nógu dugleg að kommenta en það fyrsta sem ég geri þegar ég kveiki á tölvunni er að kíkja í “heimsókn” til þín og er alltaf jafn spennt fyrir þeim hluta dagsins hjá mér 😉
    Takk fyrir æðislegt blogg og ég fyllist alltaf innblæstri þegar ég kíki hérna á þig 🙂

    Kveðja, Guðbjörg Valdís

  38. Anonymous
    11.02.2013 at 17:57

    úúu lítur út fyrir 4 blogg 😉 innilega til lukku með prinsesss…

  39. Anonymous
    11.02.2013 at 17:58

    Undurfagurt eins og öll þín afmælisborð. Bleiku föturnar sætar og sniðugar doppurnar á könnunum. En fegurst er afmælisstúlkan, dásamleg ungbarnamyndin hennar 🙂

    Kv. IS

  40. Anonymous
    11.02.2013 at 18:55

    Yndislegt í alla staði!
    kv.Krissa

  41. 11.02.2013 at 21:50

    Myndarskapurinn Dossa min…ekki ertu adal Deco skvisan a landinu heldur lika urvals bakari!
    Til Hamingju med Prinsessuna
    Brynja

  42. Anonymous
    12.02.2013 at 08:58

    Yndislegt!

  43. Anonymous
    12.02.2013 at 10:24

    Til hamingju með prinsessuna þína. Hlakka til að sjá 4 pósta á föstudaginn!!
    😉
    Kveðja
    Kristín Sig.

  44. Anonymous
    12.02.2013 at 10:38

    Rosa flott allt hjá þér. Ég var að kaupa svona hvítan tveggja hæða bakka í Rúmfó um daginn og er að reyna að finna út hvernig er best að nýta hann. Ég mun líka prófa að skrúfa hann saman öfugann einhvern daginn.

    Kveðja María

  45. Anonymous
    12.02.2013 at 14:03

    Til hamingju með dömuna, spurning um að setja á þig 5 blogga pressu, erum alveg að komast í það 😉

    kveðja
    Kristín S

  46. Anonymous
    12.02.2013 at 18:33

    Til hamingju með skvísuna þína, afmælisdúlleríið auðvitað æðislega fallegt að vanda 🙂
    kv. Svandís

  47. Anonymous
    12.02.2013 at 18:33

    Mig langar að vita meira um súkkulaðikökuna með hvítu blóminum. Hvernig krem er þetta sem heldur sér svona vel?

    kv, Anna

  48. Anonymous
    12.02.2013 at 21:32

    Takk fyrir frábæra síðu

    Kv maría

  49. Anonymous
    12.02.2013 at 23:02

    mig langar í fleiri myndir og detaila –
    eeelska að skoða þessa síðu hjá þér, þú ert algjör snilli
    Kv, Lilja

  50. Ragga
    12.02.2014 at 22:08

    Til hamingju með dömuna…glæsilegt afmæli og væri sko til í að fa að vita hvaðan hlutirnir eru…er sjalf með 7 ára skvisu afmæli bráðum…..þú ert alger snillingur og eg tala nú ekki um veisluborðið…..

  51. Anonymous
    13.02.2014 at 09:58

    Frábær Síða hjá þér! Ótrúlega gaman að Skoða alltaf 🙂
    Kv. Íris

Leave a Reply to Anonymous Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *