Í sjálfu sér…

…er póstur dagsins er í sjálfu sér bara ómerkilegur.  En svona er þetta, ég get ekki fundið upp hjólið í hverjum pósti.  En fimm póstar með alls konar afmælisstússi á föstudag ættu að lina mestu þjáningarnar 🙂
Auk þess þakka ég hjartanlega fyrir öll fallegu kommentin ykkar, þið eruð yndi!
Ég var svo heppinn að græða annan hvítann púða í rúmið okkar.  Sem sé þessir öftustu, ég átti bara einn, og á sínum tíma þá keypti mamma sér annan og ákvað svo að sameina þá um daginn……víííííííí 🙂
Þeir voru keyptir í Pier fyrir einhverjum 4 árum síðan…
…ásamt þessum hérna…
…enn uppáhalds er alltaf þessi fremsti sem að heimasætan föndraði þegar að hún var bara lilla í leikskóla…
…á glerhurðina mína uxu vængir, en ég held að það sé bara tímabundið ástand…
…og ég þarf greinilega að fara að uppfæra fjölskyldumyndina í rammanum mínum,
þó litli kallinn sé í litla rammanum….
…standurinn sem að sést þarna tekur síðan við öllum púðunum og rúmteppinu, þannig að það fer lítið sem ekkert fyrir þessu þegar ég tek þetta af rúminu…
….ahhhhhhhhh rúmið mitt!
Nú vantar bara nokkra aukatíma í sólarhringinn svo að ég geti lagt mig oftar 😉
Annars er ég með mini-breytingar planaðar þarna inni, sem að ég er mjög spennt að hrinda í framkvæmd, sem verður vonnadi núna á næstu tveimur vikum.  Svona þegar að afmæli og aðrar skuldbindingar ganga yfir!
Enn og aftur knúsar og takk fyrir kommentin, þið rokkið!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

7 comments for “Í sjálfu sér…

 1. Anonymous
  13.02.2013 at 08:41

  Hvar fékkstu fínu grindina undir rúmteppið og púðana? 🙂

 2. 13.02.2013 at 08:57

  Langat líka að vita með grindina!!þetta er möst!! Maðurinn minn hendir alltaf koddunum á gólfið:-(

  Kv. Erla Kolbrún

 3. 13.02.2013 at 08:57

  vá hvað púðarnir eru flottur *slef*
  ég væri líka til í að vita hvar þú fékkst grindina undir rúmteppið 🙂

 4. Anonymous
  14.02.2013 at 07:44

  vá æði 🙂 hvaðan eru lamparnir?

  kv
  Sisí

 5. 15.02.2013 at 00:44

  Æði æði!

 6. Sigrún
  20.11.2014 at 19:49

  Hvaða litir eru á veggjunum ?

Leave a Reply

Your email address will not be published.