#1 Pælt og planað…

…og það er nú eitt af því skemmtilega við allt svona afmælisferli.  Daman mín var alveg sallaróleg yfir þessu og gerði svo sem engar kröfur, talaði bara um að mamma kynni að skreyta og gera kósý, og lét það nægja sér! Pælið í því 🙂

Þannig að ég var að leita að innblæstri þegar að ég rakst á þessa hérna mynd á netinu:

…ég man ekki hvað þetta hvaðan þetta var, því er nú verr og miður.  En mér fannst þetta svo svakalega brill hugmynd.  Á þessari mynd eru nokkrar blúndudúllu teknar og saumaðar saman, en þar sem að ég á enga saumavél (hint hint my darling) þá tók ég nokkrar saman og klippti upp í rúmlega helming af þeim. Síðan skipti ég blúndunum í tvo hluta og sneri klippunum á móti hvor öðrum og lét þær ganga saman, svona eins og Pacman 🙂
En það er engin spurning að það er einfaldara að gera bara einn saum yfir blúndurnar.  Ég þurfti að líma smá teip á hverja blúndu til þess að festa hana við næstu blúndu við hliðina.  Fjúff hvað þetta hljómar erfitt en er það ekki, trúið mér – saumið bara samt, það er einfaldara 🙂

Þá var innblásturinn kominn, leikandi ljósar blúndukúlur, og hvað gengur betur með blúndu en bleikt?  Því tók ég bara ljósbleikan dúk sem ég keypti fyrir löngu síðan og ákvað að nota hann með.  En þar sem að mér finnst alltaf skemmtilegt að brjóta upp miðjuna, þá setti ég blúndurenning þar.
Hvað svo?
Ég var ekki komin með sérvéttur eða neitt annað!  Síðan fór ég aðeins í Blómaval í Grafarholti, til hennar Betu minnar, og þar rakst ég á svo sætar bleikar og hvítar doppóttar servéttur, og pakkinn kostaði ekki nema 350kr.  Snilld!
…síðan ráfaði ég aðeins lengur um og rak þá augum í þessar litlu fötur (blómapottar) og þá var ég komin með þetta, vííííí 🙂 Sem sé í Blómavali voru það servéttur og tvær fötur, það vory reyndar líka til könnur í stíl.
Ég veit að það hljómar kannski ruglað að kaupa inn svona hluti fyrir afmæli, en þetta er eitthvað sem að nýtist áfram – tjaaaa kannski ekki servétturnar, en föturnar.  Það er hægt að hafa þær inni í stelpuherbergi og svo verða þær æðislegar úti í sumar 🙂  Þetta er líka ekkert mikið dýrara en að kaupa pappadiska, og glös og þess háttar.
Síðan er það svo fyndið að þegar þú ert komin með einhverja hugmynd í hausinn þá var bara eins og ég gæti ekki snúið mér við án þess að rekast á einhvern bleikar hlut með hvítum doppum 🙂
Ég skoppaði aðeins inn í Rúmfó og þá rakst ég á krúttaralegustu gafla sem ég hafði séð lengi, og ég barasta stóðst þá ekki.  Kassinn með 4 göflum kostaði 300kr.  Síðan er hægt að nota þetta í alls konar ammlispartý-um, bollukökuboðum og auðvitað á “pallinum” í sumar. 
Það voru MEIRA AÐ SEGJA DOPPUR á bakgrunninum 🙂
Segið mér að þetta sé ekki dásamlega sætt?
Annar borðbúnaður var síðan notaður frá því í fyrra.  
Best að kíkka bara á þennan hérna póst til þess að lesa meira um það.

..síðan í Bónus duttu síðan þessi bollakökuform ofan í körfuna, og doppótt, eins og ég sagði: ótrúlegt hvað það var allt doppótt sem að ég sá 🙂  199kr pakkinn.
…ég notaði náttúrulega “heimsfræga” 2já hæða bakkann minn úr Rúmfó og þræddi borða á hann…
…í Tiger keypti ég pappírsrör…
…og þar Tiger fann ég þessa ljósaseríu, að vísu eru ljósin Led-perur, en mér fannst skermarnir æði.  Þannig að ég ætla að reyna að setja þetta bara á venjulega seríu…
…og þegar að blúndudúskarnir og serían kom saman á ljósinu þá erum við að tala um þetta:

 …og þegar búið var að leggja á borð, þá leit þetta svona út:

…og þá vantar bara veitingarnar.

8 comments for “#1 Pælt og planað…

  1. 15.02.2013 at 08:47

    æðislegt… pom poms-ið er bara snild 🙂

  2. Anonymous
    15.02.2013 at 09:09

    Snillingur ertu kona góð.
    Kveðja
    Kristín Sig.

  3. Anonymous
    15.02.2013 at 09:35

    Maður lifandi hvað þessi sería er sæææt ! Og gafflarnir eru ÆÐI !
    Kveðja, Sigurborg

  4. Anonymous
    15.02.2013 at 11:39

    snilld, allt svo fallegt ….ég sé nú alveg fyrir mér að gera þessi ljós/bjöllur úr jógúrtdósum ???? mála í fallegum litum og föndra skraut á ……. kv Hugrún

    • 15.02.2013 at 16:28

      Eða bara svona einnota plastglös?
      🙂

  5. 16.02.2013 at 14:09

    Þetta er klárlega krúttlegasta afmælis-boð ever! Elska alla fallegu litina!
    Ég verð að eignast þessa kafla – ég er eiginlega cupcake-óð kella! 😉

  6. Anonymous
    16.02.2013 at 14:51

    Vá alltaf jafn flott hjá þér kona 🙂 snild maður fær geðveikt mikið af hugmyndum bara við að skoða hja þér þessa snildarlegu siðu. Þetta er með því flottara sem eg hef séð. Kv. Finndis

  7. 17.02.2013 at 13:43

    Algjörlega dásamlegt hjá þér kona góð, bleikt og blúndur, doppur og ég veit ekki hvað og hvað og hvað, yndislega fallegt allt saman og kökugafflarnir æði 🙂

Leave a Reply to Gauja Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *