Nokkrar einfaldar lausnir…

…bara svona að gamni!

Stundum finnst mér ég ekki vera að segja neitt af viti, og tala aftur um sömu hlutina, og jafnvel um hluti sem enginn er að nenna að hlusta á mig segja.  En í dag ákvað ég að vera með lítinn og einfaldann póst, um einfaldar litlar lausnir sem ég hef notað hérna heima undanfarið.

Sumt segir sig sjálft, sumt hafið þið áður séð, sumt kemur kannski á óvart.

En þið takið þessu eins og ykkur hentar og gjössvovel…

Ljós í gardínustöng

Við settum upp ömmustöng yfir eldhúsglugganum.  Hvers vegna kemur betur í ljós síðar.

Síðan fór ég í Litlu Garðbúðina og rak þar augum í þessi hengiljós, og skelliféll fyrir þeim.  Var alls ekki á leðinni að kaupa ljós, en svona er þetta stundum.  En snúrurnar voru vandamál, og ég var búin að prufa að festa þær við og alls konar æfingar.  En allt kom illa út 🙁 boooo!

Þá kom eiginmaðurinn með snilldarlausn – já hann á sín móment þessi elska – og sagði: “hvers vegna ekki bara að bora í stöngina og þræða snúruna inní ?”

Taaadaaaaaa……nánast snúrulaus snilld!

2014-08-31-161213

…gat fyrir snúru fyrir ofan hvort ljós…

2014-09-02-164901

…tvær snúrur koma saman úr hjá endanum….

2014-09-02-164844

…og þar sameinaði húsbandið þær í eina kló, til þess að ekki þyrfti að vera með fjöltengi eða vesen.

Við létum sérstaklega setja innstungur svona efst í alla glugga í alrýminu, þegar fluttum inn, þannig að hægt væri að setja jólaseríur.  Svona er ég jólalegahugsandi…

2014-09-02-164840

…sko, sameinaðar!

Ein pæling samt: Af hverju kunna strákar þetta?

Eru þeir teknir til hliðar í skóla og kennt að skipta um klær eða hvað?

2014-09-02-164849

Feluleikur

Eins og þið eruð kannski farin að fatta, þá er ég ekki hrifin af því að sjá rafmagnssnúrur!

Það er bara eitthvað sem ég þoli ekki.

Þannig að þið getið horft á þessa mynd…

2014-08-31-160815

…og ef þið kíkið aðeins nánar – þá ahhhhh…

2014-08-31-160820

…færum borðana, og la voila! Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað þetta væri nú ljótt að horfa bara á hvítu snúruna lafa þarna niður vegginn.  En með svona feluleik, þá er þetta bara í góðu lagi mín vegna!

Sástu nokkuð snúruna áður?

2014-08-31-160829

Segir sig sjálft…

Þið hafið nú sennilegast fengið að sjá fleiri myndir af eldhúsinu af mér en þið jafnvel viljið, og oftast svona eins og þessa…
2014-08-31-161328

…en ef við skoðum frá öðru sjónarhorni, þá sjáið þið að á eyjunni eru innstungur og þess vegna vill þetta oftar en ekki hleðslustöð heimilisins.  Ipaddar og símar eru afar gjarnir á að leggja sig þarna.

En sjáið hvað þessar krukkur eru sætar þarna á kantinum?..

2014-09-02-164817

…og þær þjóna því einmitt að geyma t.d. alls konar hleðslusnúrur og annað svoleiðis leiðindadót.  Það er nefnilega þannig að þegar að hlutirnir eiga stað, þá eru meiri líkur á að gengið sé frá þeim 🙂

2014-09-02-164826

Ný notkun

Hér sjáið þið afar dramatíska og kornótta mynd af borðinu og stólinum inni í herbergi heimasætunnar.

En hvað kúrir þarna undir borði?…

2014-09-02-162801

…júbb ruslafata!

Þetta er reyndar blómapottur úr Rúmfatalagerinum.  En þar sem vantaði rusl inn til dömunnar og mig langaði ekkert að kaupa Monster High ruslafötu eða þaðan af verra, þá er kjörið að nýta það sem til er 🙂

Svo er hún líka svo falleg!

2014-09-02-162838

Færum útið inn

Þetta er náttúrulega bara fyrir þá alla hörðustu.  Þetta er svo flókið!

Farið út í garð og klippið greinar í fallegum haustlitum, eða með fallegum berjum…

2014-09-02-140937

..svo er bara að njóta þess að sjá haustið í allri sinni litadýrð…

2014-09-02-163159

…og fjölbreytileika…

2014-09-02-163201

Veggskraut

Það er náttúrulega vitað mál að rétt skraut á veggi getur gjörbreytt herbergi.

Þá er bara að finna það rétta til þess að hengja á veggina, ekki satt?

2014-09-02-164932

…í Bauhaus fást þessi upphengi í alls konar stærðum.  Þetta er með sterku lími aftan á og þú festir þetta aftan á þann hlut sem þú villt hengja upp…

2014-09-02-164954

…einfaldlega sísvona…

2014-09-02-165010

…svo má kaupa bakka í Daz Gutez (eins og þessir sem ég er með) eða alls konar diska, eða bara láta hugann ráða.

2014-09-02-165106

Krókur á móti bragði

Gardínurnar sem hengu bara beint niður fóru í ekki rétt í frúnna…

2014-08-11-112127

…því þarf að finna réttu græjurnar til þess að taka þær til hliðar.

Því varð úr að ég fann þessa króka í Rúmfó-inu góða, til nokkrar týpur og litir, og pakkinn með tveimur kostaði, ok hlustið núna, poki með tveimur á 100kr.  Þetta er líka kjörið til þess að festa bara á grófa spýtu, og útbúa þannig upphengi fyrir hálsfestar 🙂

2014-09-02-165348

…síðan notaði ég bara hvítt snæri til þess að binda þær til baka.
Gæti líka verið með litað eða bara hvað sem hentar 🙂

2014-09-02-165356

Þannig er það nú!

Hætt í bili og farin burtu!!

Yfir og út 🙂

ps. er eitthvað sem þú getur nýtt þér af þessu??

Þú gætir einnig haft áhuga á:

6 comments for “Nokkrar einfaldar lausnir…

 1. Margrét Helga
  03.09.2014 at 08:11

  Held svei mér þá að ég geti nýtt mér þetta allt saman!!! Þetta eru svooo einfaldar lausnir að maður á mörg svona “doh-lemjameðflötumlófaáenni” móment….AF HVERJU uppgötvaði maður þetta ekki a) sjálfur og b) fyrr????

  Takk fyrir að opna augu mín/okkar fyrir þessu mín kæra! Þú ert snillingur 🙂

 2. Vala Sig
  03.09.2014 at 09:34

  Snellingur ertu elska, oft er það einfalda ekki svo einfalt þegar maður þekkir ekki lausnirnar. Eins og það er í mínu tilfelli 😉
  Knús
  Vala Sig

 3. Berglind
  03.09.2014 at 10:35

  Þetta er náttúrulega bara SNILLD !!

  ég get sko nýtt mér margt af þessu, er sko á leið í rúmfó í dag 😀

  kv Berglind

 4. Ragnhildur
  03.09.2014 at 16:53

  Frabærar lausnir…húsbandið er qlveg með þetta…og snilldar geymsla fyrir snúrur 🙂 🙂 á pottþétt eftir að nýta mér þetta

 5. Ein forvitin
  04.09.2014 at 10:56

  Sæl, Takk fyrir æðislega síðu. Allt svo fallegt hjá þér.
  Mætti ég forvitnast hvað liturinn heitir á veggjunum í eldhúsinu þínu ?

  • Soffia - Skreytum Hús...
   04.09.2014 at 15:10

   Takk fyrir forvitin 🙂

   Allar upplýsingar um litinn er að finna í hlekkinum, en svo geturu líka farið í Slippfélagið og beðið um Skreytum Hús litinn.

   http://www.skreytumhus.is/?p=2569

Leave a Reply

Your email address will not be published.