Rigningardagur…

…eða í raun, rigningar og rokdagur, eins og í gær!

Var hann ekki dásamlegur?

Ég elska svona daga, með svona ógeðisveðri, EF – og þetta er stóra EF-ið – ég þarf ekkert að fara út úr húsi 🙂

2014-08-31-161202

…þetta var’ einn allsherjar letidagur, þar sem ekki var farið út náttbuxunum og almenn kósýheit réðu ríkjum.

Ég ætla reyndar að hlífa ykkur við myndum af náttbuxnafólkinu, en þess í stað get ég sýnt ykkur hin letidýrin, þessi loðnu…

2014-08-31-160900

…það var sem sé almenn leti upp um alla veggi.  Eða sófa, eins og þessi Stormur sýnir.  Þessi hundur virðist vera liðamótalaus og liggur eins og undin tuska…

2014-08-31-160855

…eins og ég sagði, hvernig getur þetta verið annað en kósý! 2014-08-31-161339

Þetta snýst líka allt um að njóta litlu augnablikana, eins og þetta móment sem sést hér á myndinni, á milli þeirra systkina úti í Danmörku núna í sumar.  Uppáhalds í símanum mínum er Instagram, og ég nýt þess mynda allar þessar litlu stundir.  Þær verða líka enn skemmtilegri þegar að maður lætur prenta þær út, ótrúlega flottar og á möttum pappír (þessar koma frá Prentagram)..

2014-08-31-161457

…nú og þegar maður hangir svona heima í almennti leti, þá er eins gott að henda í smá bollakökur…

2014-08-31-161554

…enda er fátt eitt betra en súkkulaðikökur og ísköld mjólk, ekki sammála?

2014-08-31-163237

…og gömlu kökudiskarnir, sem ég fann í þeim Góða á sínum tíma, er sérlega fallegir með kökunum á…

2014-08-31-163350

…og ef ykkur langar í svona girnilega köku þá er uppskriftin hér– bwahahaha…

2014-08-31-163405

…jebbs, líkurnar á að þetta verði matarblogg eru ekki góðar…

2014-08-31-163411

…en þetta look-ar vel, og bragðaðist enn betur…

2014-08-31-163423 …í það minnsta þá varð það einróma dómur gagnrýnenda…

2014-08-31-163725_1

…sem þáðu veitingar með bros á vör…

2014-08-31-163549

…og sumir með súkkulaðiskegg 🙂

2014-08-31-163559

“Vilt þú fá eina?”

2014-08-31-163718

…síðan var dásemd að enda daginn á ljúfum Doritos-kjúklingi, og kertaljósið var algjörlega nauðsynlegt með…

2014-08-31-200341

…á morgun ætla ég að segja ykkur frá nýja vasanum mínum, dásamlega vasanum mínum, sem ég lagði í langferð fyrir…

2014-08-29-171751

ps. eftir mikla og strangar æfingar þá er like-takkinn hættur að bíta, og ykkur er óhætt að ýta á hann!

Einnig má skilja eftir komment, því að ég er líka hætt að bíta 🙂

Þú gætir einnig haft áhuga á:

5 comments for “Rigningardagur…

 1. Margrét Helga
  01.09.2014 at 08:06

  Yndislegir svona óveðursdagar EF (auðvitað) maður þarf ekki að fara út úr húsi. Hlakka til vetursins þar sem ég er komin í 100% heimavinnu og þarf því ekki að fara neitt nema ég nauðsynlega þurfi!
  Og já takk, ég þigg eina bollaköku 😉

 2. Svandís J
  02.09.2014 at 11:05

  Sakna oft þessara rok og rigningardaga þar sem það er svo sannarlega löggild afsökun fyrir hreinræktaðri leti 😉

 3. Dúna
  08.09.2014 at 20:56

  Sæl. Mig langar að forvitnast hvar þú fékkst glösin á fætinum sem mjólkin er í?

Leave a Reply

Your email address will not be published.