Fancy guest…

…eða glæsigestur, er mættur á svæðið.  
Það er nefnilega þannig að ég á minn innri óskalista, svona hlutir sem að mig langar að eignast einn góðan veðurdag.  Ætli það séu ekki flestir sem að eiga svoleiðis?  
Mig hefur sem sé alltaf langað að eignast Bourgie lampann frá Kartell…
…þið getið því rétt ímyndað ykkur hvað mér varð um þegar að ég fékk einn slíkan að gjöf um daginn, og þetta var svona “afþvíbaraogafþvíþúertþú”-gjöf 🙂  Ótrúlega fallegt og skemmtilegt.
Hann er svo ofsalega fallegur og glæsilegur að ég held að ég þurfi að flytja í nýtt hús 🙂

…ég varð bara vandræðaleg að reyna að finna honum rétt pláss – en ég held að hann eigi bara ágætlega heima á hliðarborðinu góða til að byrja með…
…að sama skapi þá einfaldaði ég annað á borðinu, setti bara tvo bókastafla og stillti aðeins upp fallegu kertastjökunum mínum og auðvitað Bamba litla…

…en hann er svo fallegur og flott birtan sem að frá honum kemur…

…en eigum við að prufa smá nýtt?
Taka smá hring með myndavélina?
Ég sneri mér við þar sem að ég stóð og myndaði og tók eina mynd í átt að eldhúsinu…

…það var eitthvað svo friðsælt að sjá gamla hundinn minn sofandi á gólfinu…

…síðan leit ég inn í stofu, og þar sést í lítinn mann sitja í sófanum… 


…ég færði mig því aðeins nær, og fékk að launum þetta líka sæta bros 🙂 

…maður getur reynt að fela sjónvarpið, en strumparnir verða víst seint hluti af myndavegginum…
…litli gaur búin að teygja úr sér og hefur það bara kosý…

…síðan færði ég mig fyrir framan gamla hundinn minn, sem er orðinn alveg heyrnalaus og vaknar ekki fyrr en maður strýkur honum um hausinn… 

..þá varð litli kall forvitinn og kom röltandi til mömmu sinnar…

…sem lá á gólfi, klappaði gamla Raffa og tók myndir með hinni hendinni… 
…og hann settist og hallaði sér að mömmu sín, og gaf að launum blautann koss á kinn #bestíheimi.is# 

…nú er ég smá vandræðaleg, því að ég birti næstum aldrei myndir af mér – en prufa í þetta sinn að leyfa þessu að fylgja með 🙂
Eruð þið ekkert skotnar í nýja, glæsilega heimilisvininum?

…og gömlu töskurnar standa alltaf fyrir sínu!
 
…hvernig fílið þið svona 360° snúning með vélinni?

P.S. Öllum spurningum varðandi eggin góðu verður svarað í yfirvofandi eggjapósti 🙂

16 comments for “Fancy guest…

  1. Anonymous
    26.02.2013 at 08:27

    Gaman að sjá eigandan á bak við þetta skemmtilega blogg 🙂 Hafði líka gaman af 360°snúning 🙂
    kv Guðbjörg

  2. 26.02.2013 at 09:07

    úff þessi lambi er auðvitað bara draumur og á mínum óskalista líka 🙂
    gaman að sjá 360°snúning 🙂

  3. Anonymous
    26.02.2013 at 09:17

    Lampinn er fallegur en mér finnst nú þið mæðgin ekkert síðri, og dásamlegt brosið frá guttanum 🙂 hlakka mikið til að sjá eggjapóstinn
    kv Gurrý

  4. Anonymous
    26.02.2013 at 09:19

    Þessi lampi sómir sér vel á heimilinu þínu. Flott að sjá allan sjóndeildarhringinn.
    Þið eruð flott mæðgin.
    Kveðja
    Kristín Sig.

  5. Anonymous
    26.02.2013 at 09:23

    Þessi lampi er æði! Ég á einn svona sem ég er búin að eiga frá 2006 minnir mig og ég elska hann enn jafn mikið. Gaman að sjá þig og eins 360 gráðurnar;)

    Kv.Hjördís

  6. Anonymous
    26.02.2013 at 09:31

    Ég á svona lampa og hann er algjört æði 🙂 Gaman að fá svona 360° snúning 🙂

    Systa

  7. Anonymous
    26.02.2013 at 09:44

    Lampinn er sko ofarlega á mínum óskalista (og búinn að vera lengi 😉 Gaman að sjá ykkur mæðgin og 360 gráðurnar (manni finnst maður bara vera kominn í kaffi til þín 😉
    kv.
    Halla

  8. 26.02.2013 at 10:11

    Þetta er æði!
    lampinn er einmitt á langtímaóskalistanum hjá mér. Býst þó við að eignast hann á næstunni. Hann er gordjöss! til hamingju

  9. 26.02.2013 at 10:15

    ohh þessi lampi er mjög ofarlega á mínum óskalista 😉 En mikið er nú gaman að fá svona 360 snúning með vélina og sjá ykkur mæðgin live! 😉 hlakka alltaf til póstanna þinna á hverjum degi. kv G.

  10. 26.02.2013 at 12:19

    Ég á svona Kartell lampa og finnst hann svo ofsalega fallegur. Líka í eina skiptið sem ég fór eiginlega að grenja þegar ég fékk hann í gjöf 🙂

  11. 26.02.2013 at 12:24

    Ég ætla mér að eignast svona lampa einn daginn og ghost chair…. !!

  12. Anonymous
    26.02.2013 at 17:11

    skemtilegar myndir af fallegu og heimilislegu heimili og fólki 🙂 lampinn auðvitað æði, á einmitt einn svona

    kv maja

  13. Anonymous
    26.02.2013 at 19:13

    Þú lítur vel út Soffía mín, heimilið þitt er undurfagurt og kósý, drengurinn þinn algjört krútt og hundurinn virðist ljúfur sem lamb. Það sem er svo fallegast við þitt fagurskreytta heimili er auðvitað fjölskyldan sem býr í því 🙂 Takk fyrir að deila þessu með okkur.
    kv. Svandís

  14. 26.02.2013 at 21:06

    En thu heppin skvisa! Thetta var svo skemmtileg faersla….
    Kv. Brynja

  15. 26.02.2013 at 22:43

    fallegur snúningur sys 😉
    luvS

  16. Anonymous
    27.02.2013 at 17:14

    Ég get endalaust hrósað þér fyrir fallegt heimili…..jimundur eini hvað ég væri til í að þetta væri svona hjá mér….. en það kemur hægt og rólega….hehe….voða er hundurinn orðinn gamall og þreyttur, þið eigið tvo er það ekki?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *