Eeeeegggggggg, eeeeggggggg, eeeeggggg – DIY…

…koma svo, rétt upp hönd ef þið hugsuðuð um Stellu í Orlofi 😉
Ef svo er, “gemmér fæf” – við erum á sömu blaðsíðu!
En yfir í meira eggjandi mál – ég er búin að leyfa ykkur að sjá glitta í egg hér og þar í póstum undanfarna daga.  Hér eru t.d. eggin í föstudagspóstinum, algerlega hrá og ósoðin óskreytt…
… en af því að ég er krummi og finnst bara endalaust gaman að skreyta þá gat ég ekki séð þau í friði og þau urðu m.a svona:

En byrjum á byrjuninni, ég fékk mér svona líka fínan eggjabakka!  Með sex eðal eggjum.  
Hvar spyrjið þið?
Nú audda í Rúmfó, El Rúmfató, Rl Vöruhúsi.  Hvað skyldu þessi ósköp hafa kostað?
Jújú, heilar 200kr fyrir kassann með 6 eggjum!
Er þetta til núna?
Er ekki viss, það eru sennilegast 3 vikur síðan að ég keypti þau!
Lexían?
Alltaf að vera með augun opin því að stundum finnur maður skemmtilega hluti þegar að maður á síst von á þeim, og betra er að hugsa fram í tímann eins og að kaupa páskaskraut þegar að 2 mánuður eru enn í Páska.
Síðan til þess að skreyta þau þá ákvað ég að nota alls konar góss og gersemar sem að ég átti frá Skrapp og Gaman.  Flest er held ég enn til, og það er afsláttur af öllu þarna núna.  Þannig að það er um gera að birgja sig upp áður en búðin hættir 🙁
Frábæra málningin frá Martha Stewart…
…lítil metal blóm og glimmer steinar…

…blúnduborðar og gúmmístimplar…

…límblúndur með steinum… 

…og útkoman var þessi: 
…ég ákvað sem sé að mála dekkstu eggin í fallega bláa litnum, svona til að hafa þetta í stíl við eggin sem að ég gerði yfir eldhúsborðið í fyrra (sjá hér)…

…og einföld leið til þess að skreyta síðan egg er bara að gera til punkta og mynda þannig blóm,
blá blóm og ljósu eggjunum og hvít blóm á þeim bláu…

…á önnur egg klippti ég út hjörtu, límdi á með Mod Podge og skreytti síðan í kringum þau… 

…ég fann hjörtun einhvern tímann á netinu og vistaði þau á tölvuna mína…

…hér er síðan sú mynd ef þið viljið prufa sjálfar…
…önnur egg voru einfaldlega stimpluð og svo skreytt með smá steinum…
…og þannig fór það nú…

…og á arininn fóru nokkur…

…ég er nýbúin að láta stækka eina uppáhaldsmyndina mína af krökkunum frá því í sumar og litirnir í henni eru svo dásamlegir, minna á sumarið og sólina, og kalla auðvitað fram yndislegar minningar þannig að það var kjörið að stilla nokkrum eggjum upp með henni…

…og það er nú svoldið sætt að stilla þeim upp í litlar grúbbur…

…ég gerði meira að segja heiðarlega tilraun að “páska” aðeins upp hreindýrin með smá borða um hálsinn – er ekki alveg sannfærð um ágæti þess ennþá 😉 

En hvað segið þið, hvernig líkar ykkur eggin?
Sáttar?
Á að fara í eggjaleit? 

Ég skal síðan sýna betri uppstillingar, páskalegri, þegar að nær dregur 🙂

11 comments for “Eeeeegggggggg, eeeeggggggg, eeeeggggg – DIY…

  1. 27.02.2013 at 08:21

    Yndislega falleg! Hef aldrei verið hrifin af páskaskrauti en svei mér þá..þér er að takast að breyta þeirri hugsun hjá mér:-)

    Nú fer ég í eggjaleit!
    Kv. Erla Kolbrún

    heimadekur.blogapot.com

  2. Anonymous
    27.02.2013 at 09:05

    Geggjað, mig langar bara að lauma mér úr vinnunni núna strax og reyna að verða mér úti um svona egg áður en allir hinir landsmennirnir sem lesa bloggið ná þeim….

    Kveðja María

  3. Anonymous
    27.02.2013 at 09:48

    Æðislega fallegt! Er alveg á sömu blaðsíðu og þú og laumaði sætum eggjum í innkaupakörfuna hjá mér fyrir hálfum mánuði… þau bíða reynar afar stillt ofaní skúffu 😉
    kv. Svandís

  4. Anonymous
    27.02.2013 at 10:34

    Takk fyrir frábært blogg og hugmyndir. Gaman að ajá að alltaf fjölgar þeim sem skreyta fyrir páskana:) Nýti þessar hugmyndir svo sannarlega:)
    kv Sigga Rósa

  5. 27.02.2013 at 10:48

    ótrúlega flott!
    alltaf jafn gaman að skoða bloggið hjá þér:)

  6. Anonymous
    27.02.2013 at 11:01

    þú ert náttúrulega alveg óþolandi sniðug ( meint á eins góðan máta og hugsast getur :-). KnúZ Edda ..sem sefur svo ótrúlega vært og fallega þessa dagana

  7. 27.02.2013 at 11:25

    Æðislegt! gaman að það eru fleiri en ég sem detta í stellu gírinn þegar það er verið að tala um egg 🙂

    Ég á pottþétt eftir að fara í eggjaleiðangur

  8. Anonymous
    27.02.2013 at 11:26

    Eggin þín eru bara “krútt” 🙂 og skemmtilegast er að bara þú átt svona 🙂

    kv. Bogga

  9. 27.02.2013 at 13:21

    afar fallegt!

  10. Anonymous
    27.02.2013 at 19:48

    Elsku Dossa mín, þú er algjör krúttsprengja í öllu þínu dúlluverki. Ég er ótrúlega stolt af því að vera mamma þín. Bíð eftir skreytingu hjá mér þegar þú hefur “plenty time” Elska ykkur, knús í hús. <3

  11. 28.02.2013 at 08:44

    Ég elska allt þetta fallega páksaskraut hjá þér – svo fallegt og elegant!

Leave a Reply to Anonymous Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *