Vetrartíð…og DIY?…

…en fyrst hvurs konar letiblóð er ég eiginlega!  Ekki einu sinni settur inn morgunpóstur…..fnusssss!
Tökum þetta eins og alvöru íslendingar, tölum bara um veðrið. Jiiiiii, það var svo vont veður í gær 🙂
….en hvað geri ég ekki fyrir ykkur?
Þannig að ég hætti mér út með vélina og smellti af ( eins hratt og ég gat)…
…það höfðu gengið snjóöldurnar yfir húsið, og hér höfðu þær myndað svona skemmtilega gönguleið…
…ekki einn einasti fugl á ferli, þannig að húsræfillinn stóð einn og yfirgefinn,
og örlítið skakkur…

…og greyjið trén sem voru farin að gera heiðarlega tilraun til þess að grænka,
fengu heldur betur skellinn… 

…og bæði trjágreinar og veggir komin í nýjan alklæðnað…

…og í það minnsta, var snjórinn fallega hvítur enn í gær,
annað en í dag – fuss og svei 🙂 

…yfir í smávegis DIY, svona rétt í lokin 🙂
Húrrah?
Ég fékk fallegt hálsmen frá Friis og Company í Kringlunni í jólagjöf,
og það komí þessu svarta boxi.  Ágætis box en ekkert að gleðja mig neitt sérstaklega…

…hvað er þá til ráða?
Jú, blúnduborði, smá Mod Podge og skrapppappír og….
…la voila…
…er þetta ekki bara mikið fallegra? 

…einfalt og kostaði ekki krónu, bara efni sem til var hérna heima 🙂

Síðan að lokum, blómvöndurinn minn frá því á konudaginn…
…stendur bara að hluta til ennþá!  2 vikum síðar 🙂

Abbsakið bloggleysið í morgun, í alvöru – ég sofnaði við það að brjóta saman þvott!
Geri aðrir betur 😉  Tókuð þið nokkuð eftir þessu?
Hafið það nú sem best krúttin mín 

Þú gætir einnig haft áhuga á:

4 comments for “Vetrartíð…og DIY?…

  1. Anonymous
    07.03.2013 at 19:53

    Það ýmislegt sem smá blúnda bætir, ekki satt? :)Takk fyrir yndislegt blogg:)

    Kv Sigga Rósa

  2. Anonymous
    07.03.2013 at 19:57

    Óvænt ánægja svona að kvöldi verð ég að segja 🙂
    Blúndubox verður sett á DYI TO DO listann hjá mér, æðislega flott!

    knús Svandís

  3. Anonymous
    07.03.2013 at 20:53

    mer finnst tu vera snillingur! skoda alltaf siduna:)

    kv jovana sem vann 2 fugla i gjafaleiknum hja ter;)

  4. 11.03.2013 at 12:45

    Hvað heitir hvíta blómið á neðstu myndunum? Keypti mér svona vönd um daginn og fann enganvegin út hvað þetta fallega blóm heitir!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *