Páskast meira…

…og meira, meira í gær en í dag!
Nú er búið að skoða gluggann aðeins, eigum við þá að kíkka á hliðarborðið mitt kalkaða?…
…ég er alltaf að segja það, þetta er ekkert ákveðið fyrirfram og þegar að ég byrjaði þá var borðið svona…
…en ég var ekki alveg sátt, og því breytist það jafnt og þétt í gegnum þennan póst.
Ég sótti meira að segja gamla samovar-inn (rússneskur teketill) hans pabba í geymsluna…
..og fallega kertaglasið mitt frá henni Öddu, sem er með Heima-bloggið, er svo ofsalega fallegt og mér þykir bara vænt um að hafa það fyrir augunum dagsdaglega…
…síðan notaði ég gömlu egg og setti í glerkrukkur…
…síðan ákvað ég að gera smá páskakrans, og fyrst notaði ég bara þessi litlu hjörtu…
…þetta gæti nú vel verið heilsárskrans með svona hjörtum, eða það finnst mér…
…því ákvað ég að setja eitt spjaldið úr Litlu Garðbúðinni í kransinn líka…
..og þá varð hann strax meira páskó…
…og svo vantaði bara smá meira, til að páska þetta alla leið.
Sjáið þið muninn?…
…júbb, aðeins af eggjum með – svona til að hressa bæta og kæta.
Þar sem að þessi egg eru með gati í botninn, þá stakk ég bara tannstöngul
inn í þau og þá var auðvelt að festa þau í kransinum…
…og svo af því að ég get aldrei alveg hætt.
Bætti ég við kertastandinum litla, beygði bara endann á honum og þá var ég orðin sátt (þar til næst)…
…þið sjáið aðeins í beygða endann þarna undir, en hann lítur bara út eins og grein,
af því að hann er svona grár á litinn…
…síðan setti ég aftur stóra stjakana mína á borðið og leið aðeins betur með það svona,
en vitiði hvað fór með þessa uppstillingu?
…það var appelsínuguli liturinn!  Bara fílaði´etta ekki…
…reddum því, og allt er gott á nýjan leik…
…þessi litatónar róa mig, það er bara svoleiðis…
…litlu sætu eggin mín sem ég fékk í Söstrene í fyrra…
…samovarinn er svoldið mikið uppáhalds.  Mér finnst hann svo flottur!
Ef þið takið eftir diskinum á fætinum, þá er þetta neðri hlutinn af Chocolate-diskinum mínum,
og litli kúpullinn frá Rúmó, settir saman.  Tveir vinir sameinaðir…
…og þannig var það nú!
Fréttir bárust um héruð af hjörðum kvenna í Blómavali á kanínuveiðum!
Jafn mikill ótti hefur ekki gert vart við sig hjá kanínuþjóðinni síðan að Glenn Close sauð ræfilinn í Fatal Attraction hérna um árið 🙂
Kannast einhver við svoleiðis ástand í Blómaval, huhhhh? 🙂
Eins heyrðist af umferðarteppu við Stórhöfða!
Bueller?  Bueller?
…en hvað, eru allir búnir að páska yfir sig nú þegar?
Búnar að fá nóg eða viljið þið meira?
Á ég kannski bara að skella mér í snemmbúið páskafrí, búin að skreyta og svona 😉
*knúsíbomm*

6 comments for “Páskast meira…

  1. Anonymous
    13.03.2013 at 09:15

    Alltaf svo flott hjá þér …. og gaman að skoða bloggið þitt …en hvar fékkstu löberinn á hliðarborðinu..

    Kveðja
    Solla

  2. Anonymous
    13.03.2013 at 09:39

    Meira pásk manneskja, miklu meira pásk!!!!!!
    Kveðja, Svala páskakanína (S&G)

  3. 13.03.2013 at 17:08

    Auðvitað viljum við meira páskó! Við fáum seint nóg! 😉

  4. 13.03.2013 at 19:48

    Djísús mín kæra – þú ert snillingur and then some!
    Elska kransinn þinn, og bara allt saman as usual! 😀

  5. 13.03.2013 at 21:10

    Yndislegt hjá þér eins og alltaf Dossa snillingur og neðsta samsetning klárlega sú besta. Gaman að sjá hvað Bambi er í góðum felagskap

  6. 26.03.2013 at 22:57

    æðislegt! er svo hrifin af þessum bláa og gula lit!!

Leave a Reply to Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *