Lang í…

…endalaust og botnlaust.

Eitt af því sem stríðir manni endalaust er langarinn.  Í Köben var langarinn næstum fastur í overdrive-i og mér fannst sko ekkert leiðinlegt þegar að “vikubæklingarnir” duttu inn.  Þá var nú gott að rífa upp símann og smella af nokkrum myndum, svona af því sem kitlaði mest…

IMG_0926

…Netto er ágætisbyrjunarreitur, og sýnir líka að það er hægt að finna gersemar hvar sem er.

Netto er sem sé nokkurs konar Bónus í Danaveldi.

Þarna sá ég alls konar sneddí fyrir kökuskreytingar og bollakökugerð – og hver hefur ekki gaman af því?

IMG_0927

IMG_0930

…mér fannst skálarnar þarna alveg yndislegar – hefði veriðmeira en til í sett af þeim…

IMG_0929

…alls konar skemmtilegt harðplastdóterí, skemmtilegt í eldhúsið en ennþá skemmtilegra í fellihýsið eða bara útileguna…

IMG_0931

…það var því úr að ég smellti líka af nokkrum myndum þegar ég hljóp inn í Netto að sækja vistir fyrir famelíuna.

Þar voru þessir diskar og skálar, og ég þekki sko dásamlegar blúndukonur hérna heima sem myndu svo gjarna vilja eiga svona góss…

IMG_1545

…nú og fyrst að diskarnir eru komnar, þá er ekki úr vegi að eignast glös í stíl…

IMG_1546

…og auðvitað vatnsflöskur…

IMG_1547

…og skálar!  En nú hættir þú!! 😉

IMG_1548

…þessi er nánast eins og krukkan sem ég á úr Rúmfó, en ég er agalega svag fyrir þessum.  Sjáið síðan kökudiskinn á fætinum sem liggur þarna í hrúgum…

IMG_1549

…meira blúndu og blómakruð…

IMG_1550

…og kannski fannst mér þessar krukkur yndi…

IMG_1551

…flöskur í stíl!

Þegar ég horfi á allt þetta góss sem ég keypti ekki, þá finnst mér ég hafa sýnt fádæma stillingu,

Húrra fyrir mér!

IMG_1552

…skálasett í dásamlegum litum, var bara svo klikkaðslega þungt…


IMG_1554

…snagabretti…

IMG_1556

…og allir þessir pastellöberar – *stuuuuuna*…

IMG_1557

…ilmandi fínt…

IMG_1558

…og gasalega krúttuleg gestadýna.  Þessi fannst mér svo sæt, t.d. bara í leshorn í barnaherbergi og þá ertu með dýnu ef vinir gista…

IMG_1559

…svo í öðru blaði frá Fakta, þá rakst ég á þetta…

IMG_0933

…það þýddi bara eitt – ég varð að gera mér sérferð í búðina, takk fyrir sælir…

IMG_0934

…ég vildi helst kaupa allar púðagerðirnar, en sýndi fádæma sjálfsstjórn *hóst*.

Um Fakta, þetta er væntanlega ekki til lengur því að þetta er svona búð sem kemur með vikuleg tilboð. Teppin kostuðu 139DKr stk og púðinn að mig minnir 50 DKr eða 70. Ég held að það sé ekki hægt að panta hjá þeim.

IMG_0935

…svo langaði mig í þessa hillu, og handklæðin, en fékk mér ekki.

Aftur, þvílík og önnur eins sjálfsstjórn, maður minn!

IMG_0936

…en þetta kom heim með oss…

2014-08-02-212259

…reyndar apinn líka, úr H&M Home…

2014-08-02-212819

…en ég er alveg alsæl með þetta rúmteppi inn í herbergið…

2014-08-02-213023

…finnst það vera svo mikilvægt að ná vissri “ró” inni í barnaherbergum, sérstaklega þar sem það er svo mikið af alls konar leikföngum sem eru þarna inni að staðaldri.  Þá er kyrrðin góð með…

2014-08-02-213111

…svo má snúa teppinu við og hafa það röndótt, og ekki er það nú verra…

2014-08-02-213143

…stóðst heldur ekki mátið og keypti líka teppið með stóru stjörnunum, og er líka að nota það bara úti eða frammi í stofu – svona þegar það er ekki búið um hjá litla manninum…

2014-08-02-213153

…svo er ég líka afar ánægð með bláa litinn í gardínunum – þær brjóta þetta aðeins upp og gefa skemmtilegan svip…

2014-08-02-213221

…loks komin með rúmteppi og meððí sem litli maðurinn ætti að geta notað um langa hríð.

Þetta er á stórt rúm en ég brýt það bara til þannig að það passi, enda er það langsniðugasta lausnin.

Hvernig lýst ykkur á?

2014-08-02-213054

 

Þú gætir einnig haft áhuga á:

4 comments for “Lang í…

  1. Hjördís
    26.08.2014 at 09:00

    Algjört æði væri til í svona handa mínum 😉

  2. Bryndís Erla
    26.08.2014 at 09:07

    Svakalega fallegt herbergi! En má ég spyrja hvaða flotti litur þetta er sem þú ert með á veggjunum?

  3. Margrét Helga
    26.08.2014 at 09:44

    Vá hvað ég dáist að þér fyrir að hafa sett “láta-undan-langaranum-stillinguna” í hlutlausan! Það hlýtur að hafa verið rosalega erfitt og þú varst ofboðslega dugleg! “Klappábak”…en þetta rúmteppi er hrikalega flott, vantar einmitt svona langtímarúmteppi á rúm gauranna minna tveggja…ætti maður að skella sér til Köben?? 😉

  4. Hafdís
    27.08.2014 at 21:53

    Takk fyrir frábært blogg 🙂

    Netto er svo sannarlega frábær 🙂 Elska að fara og kíkja á spot vörurnar þeirra í hverri viku, það getur sko reint á að vera námsmaður með Netto í næstu götu 😉

Leave a Reply to Hjördís Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *