Frá lesanda: Herbergisbreyting – fyrir og eftir…

…ég fékk bréf frá lesanda og hún óskaði eftir smá hjálp með breytingar á herbergi fyrir fermingardömu.  Síðan sendi hún mér myndir af útkomunni og var svo elskuleg að leyfa mér að deila þessu með ykkur, enda sérlega vel heppnað!  
 
 
Sæl Soffia,
mig langar að byrja á því að þakka þér fyrir frábært blogg – það er eitthvað sem ég skoða á hverjum degi þó það sé ekki ný færsla…búin að nýta mér fullt af hugmyndum frá þér og finnst ég hafa náð að taka þig til fyrirmyndar með mitt eigið heimili sem ég var alltaf að vandræðast með ( átti erfitt með að gera kósý í kringum mig) en það er allt að koma. 
Vona að þú haldir áfram að blogga og veita okkur hinum innblástur þó við séum kanski ekkert alltof duglegar að commenta….þyrfti helst að vera hægt að ýta á LIKE takkann á blogginu eða gefa stjörnur. :o) 
EN…svo ég komi mér að efninu, yngri dóttir mín er að fermast núna 10 mars og mig langar að gera eins fyrir hana og þá eldri, þeas að gera “makeover” í herberginu hennar….en….málið er að fyrir ári síðan var tekin sú ákvörðun að hún fengi hjónaherbergið sem er stærst og hannað sem slíkt, það er fataherbergi og alles…jubb EKTA gelluherbergi. Vegna stærðarinnar á ég eitthvað svo erfitt með að ákveða hvað skal gera þarna inni, og hvernig eigi að framkvæma það fyrir sem allra minnsta peninginn. Hún er alveg sátt við að húsgögnin séu gömul og uppgerð, þannig að góði hirðirinn verður heimsóttur asap. 

 

Öll húsgögnin munu fara útúr herberginu, hún fær 120cm breitt rúm og svo langar hana í snyrtiborð og mjótt skrifborð (ekki eins djúpt/breitt) og það sem er í því núna. Við erum jafnvel að spá í að fjárfesta í litlum sófa sem yrði inní herberginu.  Langi mjói glugginn er að trufla mig geðveikt og hefur mér dottið í hug að loka fyrir hann með spónaplötu, þannig að þessi veggur yrði heill. Hana langar að hafa myndavegg. Mér datt líka í hug að hafa annaðhvort límmiða með heimskorti eða orð…..veit ekki hvað ég get sagt meir….hún er frekar fullorðinsleg persóna..þannig að það er ekkert allt í bleiku ef þú skilur ;o)
 ...síðan sendi hún mér myndir af herberginu eins og það leit út fyrir og ég ætla að leyfa ykkur að skoða myndirnar, ásamt mínum ráðlegginum samhliða…
Fyrir-myndir og ráðleggingar um breytingar:
Liturinn á herberginu er mjög fallegur og ég held að ég persónulega myndi halda honum áfram.  

Hann og síðan útlitið á hurðunum, gera herbergið alveg kjörið fyrir svona rómantískan, kántrískotinn stíl.  Eins og er svo mikið núna J
 
Ég myndi setja rúmið við vegginn með glugganum, þannig að fótagaflinn kemur á móti hurðinni. 

Þar við hliðina myndi ég setja t.d. fallega kommóðu, sem væri það lág að hún gæti nýst sem náttborð líka.  Síðan er náttúrulega settur fallegur lampi ofan á og einhverjir fallegir hlutir á veggina.  Ef þú vilt losna við gluggann þá er hægt að setja bara svona tréplötu innan í hann, og mála hana í sama lit og vegginn, þá ertu komin með vegghillu, innbyggða. 

Ég held að  ég myndi ekki nota svona vegglímmiða, því að ég held að miðað við útlit herbergisins þá kæmi rómantíkin betur út í því.
Þessi veggur er síðan pörfekt fyrir skemmtilega uppröðun á römmum J
 
Það er alger snilld að hækka aðeins gardínustöngina, þá virkar líka hærra til lofts.  Síðan að setja svona tvöfalda stöng frá Ikea, vera með blúndugardínur fyrir innan og aðrar  utan með.  Á vegginn við hliðina er síðan kjörið að setja t.d. snyrtiborð sem gæti líka verið nýtt sem skrifborð að einhverju leiti 
Fataherbergið: það gæti verið sætt að setja einhverja blúndu gardínu, eða ljósa gardínu, fyrir hurðina.  Síðan gæti þess vegna verið sætt að setja einhverja ljósaseríu innan í skápinn og þá skín birtan dauf í gegn.  Það er frábært að kaupa körfur í hillurnar og raða skemmtilega í þær.  Þannig að skápurinn njóti sín betur, og á móti hurðinni er hægt að setja stórann spegil á gólfið og láta hann halla upp að veggnum. 
Síðan gæti verið kjörið að setja hillur á vegginn og alveg niður að gólfi fyrir kröfur, skó og alls konar dóterí.
 
Varðandi sófann: Það er stundum með svona sófa í krakka-unglinga-herbergjum að það er eiginlega alltaf legið upp í rúmi og kjaftað og svoleiðis, þannig að sófi gæti orðið rosalega mikið svona geymsla fyrir föt og leiðindi 😉 en svo gæti verið kósý að setja svona hægindastól þarna inn, svona við stóra gluggann kannski?
Eftirmáli/myndir:
Sæl Soffía,
 Mig langar að byrja á því að þakka þér fyrir yndislegt blog og æðislega hjálp, þó að þér hafi kanski ekki fyndist þú gera mikið, en bara að koma mér af stað með þínum hugmyndum hjálpaði mér að gera þetta herbergi að veruleika og úr varð þessi líka fína fermingargjöf :o) þú hefur “fyrir” myndirnar sem ég var búin að senda þér svo hér koma eftir myndirnar. Við ákváðum að halda litnum sem var fyrir á veggjunum í herberginu, og kanski gott að nefna það að fermingarbarnið er með hjónaherbergið :o)  Höfðagaflinn keypti ég á bland.is á 4000kr, og lakkaði hvítan. Rúmið,sæng,koddi, teppinn og hvítu og fjólubláu púðarnir er gjöf frá ömmunni og afanum…rúmið keypt líka á bland.isÞað er svartur púði á rúminu sem er frá Lín design, hann keypti ég í Góða hirðinum á 100kr.
Stærsta breytingin að okkar mati eru listarnir í kringum gluggana og gólflistarnir, þetta eru sömu listarnir, þeir eru grófir og kantaðir og fannst okkur þeir koma bara nokkuð vel út.
Ikea stólana fékk ég líka á bland, það fylgdi auka hvítt áklæði með öðrum þeirra sem hentaði vel því hinn var grænn, fyrir þá báða borgaði ég 7þús kr. :O)
Kollurinn á milli þeirra er finnsk hönnun sem ég man ekki nafnið á …alto eitthvað…ég málaði hann til að hressa hann aðeins við.Ég ákvað að fara að þínum ráðum og færa gardínustöngina ofar og vá hvað það gerði mikið!! Gardinurnar fékk ég svo í Bauhaus af öllum stöðum, hehe.
Mig langaði að hafa mottu til að gera þetta enn hlýlegra en mottur kosta hönd, fót og nýra í dag….þannig að ég reddaði mér aftur á bland.is fyrir 4500þús kr.
Skrifborðið fékk ég gefins, stóllinn við það er keyptur í samhjálp við Nethyl og kostaði heilar 800kr ;o)
Ég algjörlega fell fyrir loftljósinu á (enn eina ferðina bland) og fékk það fyrir 2000kr.  Litlu hilluna undir myndinni átti ég.Ég vildi ekki setja neitt fyrir hurðina inní fataherbergið svo ég keypti þessa blúndugardínu á 400kr og setti fyrir skápinn sjálfan.
 Spegillinn var keyptur í Góða hirðinum á 3000, það var svolítið erfitt að mála hann þar sem rammin var úr hálfgerðu plast en það hófst á endanum. Rammana fékk ég líka þar og borgaði ekki mikið fyrir. Evrópu kortið með vegabréfunum er svo scrappsíða sem ég fann hér í búð suður með sjó :o)
 Svo gerðum við smá snyrtiaðstöðu handa skvísunni…… stóllinn er rauður en það passaði ekki inn svo ég tók gamla svarta blúndu gardínu sem ég átti og bólstraði bara stólinn, mín frumraun…. 
  
Spegillinn, borðið og allar hillurnar er allt keypt notað, get eiginlega talið það á annarri hendi hvað var keypt nýtt inní herbergið. Á eitthvað eftir að laga þetta með seríuna í kringum spegilinn…..
 Skartggripatréð var á fæti en var svo vallt að ég lét kallinn saga fótinn af og útbúa kubb til að festa það á vegginn, er bara ansi nokkuð ánægð með útkomuna. 
 
meira að segja eru þessar krútt krukkur úr GH. Elska þessa búð ;o)
  þessi snagi er reyndar keyptur í Bauhaus, en svarta krukkan….júbb GH. 
Þessi finnst mér æði, einhver heimasmíði sem lenti í GH og svo í mínum höndum, stafirnir eru frá Sösterne…. 
  
Þessi skermur var brúnn og er úr basti – það passaði náttla engan veginn svo ég spreyjaði hann svartan, elska birtuna sem kemur frá honum.
 
 Þessi krukka er frá GH og svo skellti ég smá borða á hana til að gera hana fínni.
 
Þar sem ég ákvað að setja engar hillur þá varð ég að fjárfesta í þessum hjá GH… ;o) ég bara pússaði hann aðeins og málaði svo yfir.  
  
Ég stóðst ekki mátið þegar ég sá þetta gler hjarta á 800kr í GH, þó ég hafi ekki vitað þá hvar ég myndi setja það – en það sómir sér vel í glugganum. 
Þessar eru keyptar í Ikea, alger snilld í svona unglingaherbergi (voða virðast þær vera skakkar hjá mér…well)
  Náttborðið er af bland, var pússað og málað og höldurnar frá Bauhaus, Takk Soffía fyrir að benda mér á þær. Lampinn keyptur í Ikea, skálinn frá GH og ramminn líka, en svo brotnaði glerið í honum í látunum hérna en það kom ekki að sök og myndin er teikning eftir heimasætuna.
 
  
Hér sjást púðarnir betur….elsk´etta.  
 Hér sést mottan betur… 
Vita myndina gerði stelpan sjálf árið 2009, fannst þetta tilvalin mynd og staður fyrir hana. 
 Jæja ég er nú ekki eins góður myndasmiður og þú, en ég vona að þú hafir gaman af þessu, því ég hafði svo sannarlega gaman af því að framkvæma þetta. Innblásturinn er klárlega komin frá þér og blogginu góða :o)
TAKK enn og aftur, þú ert yndi. Kveðja Krissa.
Hversu brillijant er nú þetta??
 
Mér finnst þetta vera snilldar vel gert og það að ná að nýta Góða Hirðinn, eigið andafl og hugvit í að framkvæma þetta er bara snilld!  Er nú alveg á því að Krissa og co geti verið vel sátt, og fermingarbarnið í skýjunum með nýju svítuna 🙂
…þegar að myndirnar eru svona hlið við hlið, þá sést það vel hvað það breytir miklu að hækka gardínustöngina.  Það er nefnilega algengur miskilningur að festa stöngina bara rétt fyrir ofan glugggann.  Alltaf að færa stöngina eins nálægt lofti og hægt er 🙂  Eins held ég að það hafi verið hárétt ákvörðun að setja ekki sófasett heldur hægindastóla – húrra!
Gullfalleg breyting, og takk fyrir elsku Krissa að deila þessu með okkur 

Þú gætir einnig haft áhuga á:

17 comments for “Frá lesanda: Herbergisbreyting – fyrir og eftir…

 1. 18.03.2013 at 08:28

  Rosalega fallegt herbergi

 2. Anonymous
  18.03.2013 at 08:40

  Vá en flott og greinilega mikill innblástur af þinni síðu Dossa! 🙂

  En ég hjó eftir einu í ráðleggingum frá þér, þú bendir á að setja tvöfalda stöng frá Ikea… hvernig stöng er það? 🙂

  Kata**

  • 20.03.2013 at 13:19

   Sæl Kata, þá seturu svona tvær festingar í, og síðan tvær stangir.
   Þá er hægt að vera með hliðarvængi og innri gardínur 🙂

   http://www.ikea.is/products/16787

  • Anonymous
   21.03.2013 at 16:07

   Takk kærlega… skoða þetta! 🙂

 3. Anonymous
  18.03.2013 at 08:44

  yndislega fallegt 😉

 4. 18.03.2013 at 09:17

  Æðislega flott! Gaman að sjá að bloggið þitt gagnast fleirum en mér til hvatningar og hugmynda 🙂

 5. 18.03.2013 at 09:23

  vá þessi breyting er æðisleg, takk fyrir að deila henni með okkur 🙂

 6. Anonymous
  18.03.2013 at 09:35

  vá þvílíkur munur – rosa flott 🙂

 7. Anonymous
  18.03.2013 at 09:40

  Ótrúleg breyting! Fermingardaman hlýtur að ´vera í skýjunum með þetta;)
  Takk fyrir að deila þessu með okkur.
  Kv.Hjördís

 8. Anonymous
  18.03.2013 at 09:49

  vá … ég þarf greinilega að fara í Góða Hirðinn !!!! Sjæas mar … rosa flott breyting. Kveðja frá hinni konungsbornu Eddu 😉 Er alveg að fíla þessa kórónu í botn sko ….

 9. Anonymous
  18.03.2013 at 10:41

  Ég er gjörsamlega heilluð af þessu herbergi, frábærlega vel heppnaðar breytingar. Mamman greinilega með svona smekklegar taugar í sér og æðislegt að lesa líka það sem þú ert að ráðleggja Soffía. Gaman þega þú útskýrir af hverju þér finnst eitthvað passa betur en annað. Takk fyrir!
  kv. Svandís

 10. Anonymous
  18.03.2013 at 10:50

  Glæsilegar breytingar og gaman að fá að sjá þær!!
  kveðja Ása

 11. 18.03.2013 at 13:27

  Glæsilegt, mjög vel heppnað!

 12. Anonymous
  18.03.2013 at 14:54

  Flott breyting fyrir lítinn pening!!
  Guðrún

 13. Anonymous
  19.03.2013 at 18:51

  Snillingur hún mágkona mín, hún ætti nú bara að fara að leggja þetta fyrir sig 🙂

 14. Krissa
  25.03.2013 at 23:44

  Takk allar, hún Dossa okkar kemur inná heimilin okkar í einhverri mynd, það er alveg klárt ;o)

Leave a Reply

Your email address will not be published.