Hústúr – fyrir og eftir –

…hér kemur svona aðeins endurnýjaður hústúr, með svona nýrri myndum.  
 
 
Litlu framkvæmdirnar urðu sem sé aðeins stærri en þær áttu að verða.  Hent var niður veggjum, breyttum öllum loftum, skiptum um gólfefni og hitt og þetta.  Við skoðuðum einu sinni og ég var ekki fyrr kominn inn í húsið en ég vissi nákvæmlega hvað ég vildi gera.  Hvaða veggir áttu að fara niður og sá þetta fyrir mér um leið.  Hér er eldhúsið eins og það var, eins og sést þá var það langt og mjótt – en með þessum stóru flottu gluggum og ég gat ekki beðið eftir að henda niður vegginum með græna ísskápnum, þarna hægra megin…
 
 
En eftir að eldhúsinu var breytt…
 
 
Hér er síðan borðstofan áður, og veggurinn sem sést vinstra meginn er veggurinn inn í eldhúsið – 
sá sem var felldur niður..
 
 
og svo burtu með veggskrattann og ofninn undir glugganum fékk að fjúka líka…
 
 
 
Hér er síðan stofan eins og hún var áður..
 
 
hér var skipt um loftefni og líka um gólfefni..
 
 
Svefnherbergi fyrri eigenda..
 
 
og við vorum ekki alveg eins græn, en þetta er 2010..
 
 
…og í dag…
 
 
 
Herbergi dótturinnar áður en það varð hennar..
 
 
og svo nokkrum lítrum af bleikri málningu síðar – 2010..
 
 
og eftir yfirhalningu í dag:
 
 
 
 
og að lokum baðið okkar áður en við eignuðumst það..
 
 
og jú, jafnvel bláa klósettsetan fékk að fara..
 
Hér er reyndar ekki strákaherbergið eða skrifstofan, því að ég átti ekki sölumyndir af þeim herbergjum 🙂
 
 
 
 

Þú gætir einnig haft áhuga á:

6 comments for “Hústúr – fyrir og eftir –

 1. Anonymous
  19.03.2013 at 10:40

  Allt svo smekklegt hjá þér, fallegir litir og uppröðun. Gaman að fylgjast með.kv Olla

 2. 19.03.2013 at 13:16

  Vá geggjað flott 🙂

 3. Anonymous
  19.03.2013 at 17:33

  Skil bara ekkert í þér að hafa fargað bláu setunni manneskja 😉
  Kv. Svala (S&G)

 4. Lilja
  13.09.2015 at 12:31

  Hvað heitir parketið sem er á gólfunum og hvar fæst það og eins fallegi liturinn ís vefnherberginu?

  • Soffia - Skreytum Hús...
   13.09.2015 at 23:38

   Parketið er hvíttuð eik, Quick Step, frá Harðviðarval. Liturinn er svefnherberginu er SkreytumHús-liturinn og fæst í Slippfélaginu!

 5. Maja
  23.01.2017 at 11:47

  svo fallegt hjá þér og heimilislegt, það er ekki nóg að geta keypt fallega hluti það þarf að kunna að raða vel saman og blanda nyju og gömlu, þú ert með það á hreinu 🙂

  kv Maja sem elskar að skreyta og breita 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.