Spurt og svarað…

… því núna langar mig að prufa nýtt hérna.

2014-04-15-185339

Að varpa nánast boltanum alfarið yfir til ykkar lesenda og biðja ykkur um að setja í kommentin hérna spurningar sem þið gætuð verið með til mín, eða bara almennar pælingar!

2014-05-19-143217

…þetta gæti verið um hvaðan eitthvað er?

Hvernig eitthvað er gert?

Hvar finn ég póst um?

2014-06-11-104819

Þetta gæti orðið skemmtilegt og spennandi, ekki satt?

2014-06-11-143318

…ég vonast til að heyra frá ykkur sem flestum…

2014-06-23-172938

…og geri mitt besta að svara öllu eins vel og ég get 🙂

2014-06-23-202214

*knúsar*

2014-06-25-085044

Þú gætir einnig haft áhuga á:

13 comments for “Spurt og svarað…

  1. Lilja
    20.08.2014 at 10:39

    alltaf gaman af nýungum. En hvar viltu fá spurningarnar? Við bloggið sem spurningin kviknar eða??
    lúv, Lilja

    • Soffia - Skreytum Hús...
      22.08.2014 at 18:13

      Þetta er hugsað fyrir svona bara einhverjar spurningar sem að brenna á þér 🙂
      En það má líka setja undir hvern póst þegar að spurningar vakna!

      Kær kveðja og knús
      Soffia

  2. Margrét Helga
    20.08.2014 at 11:13

    Frábært!

    Ætlaði einmitt að fara að spyrja hvort þú vissir hver væri munurinn á venjulegri málningu og kalkmálningu. Og hvort það sé betra að nota kalkmálningu í einhverjum tilfellum eða hvort það væri bara upp á “lúkkið” 😉

    Og svo ein hugmynd…gætirðu mögulega búið til “spurt og svarað” hnapp þarna í efstu línunni? Þar sem eru fyrir flýtileiðir á DIY, herbergisbreytingar og svoleiðis…þá er svo þægilegt að leita 😉

    Kv. Margrét Helga

  3. þórunn Gunnarsdóttir
    20.08.2014 at 19:41

    Min kæra Soffia, ég er óttalegur klaufi að spreya hluti. Gætir þú ekki kennt okkur það ? Ég hef reynt að láta hlutin standa á dagblöðum en allt límist saman.
    Kv þórunn

    • Soffia - Skreytum Hús...
      22.08.2014 at 18:15

      Ég þarf að gera einn sprey-póst, var búin að lofa því fyrir löngu og skulda ykkur 🙂

      Kv. Soffia

  4. Anna Sigga
    20.08.2014 at 19:41

    Hvar finn ég svona fálmara eins og þú ert með og finnur gull og gersemar hér og þar 😀 😉

    Til hamingju með fallegu stólanna enn og aftur 😀

    Nei annars ég fagna öllum breytingum …. en núna er ég reyndar með gamlan trébakka sem ég þarf að flikka upp á hvað heldurðu að væri sniðugast að gera… þessi bakki er frá múttu og hún vill fá hann aftur og nota undir mat 🙂
    Eins er ég með brúnan kertastjaka sem hefur verið húðaður með einhverskonar vaxi, þannig eg veit ekki hvort hann er úr timbri eða bara plasti 🙁 er til eitthvað efni sem leysir fljótt upp slíkt vax ?? veistu eitthvað um það ?

    bestu kveðjur AS

    • Soffia - Skreytum Hús...
      22.08.2014 at 18:16

      Fálmaranir koma með DNA frá mömmu og pabba, og ég er nokk viss um að þau eru hætt að deila því út! Settu inn á Skreytum Hús hópinn, eða sendu mér póst, með myndum af bakka og kertastjaka og þá er hægt að ráðleggja betur 🙂

      Kv.Soffia

      • Anna Sigga
        26.08.2014 at 15:07

        já hvar er þessi Skreytum hús hópur ?? fésinu ? 🙂

        Ég ætla þá að taka myndir af þessum krúttum 🙂

        Takk fyrir fram 🙂

  5. Svala
    20.08.2014 at 21:28

    Ég keypti gullfallegan kökudisk á fæti úr Ikea sem er með loki en ekki er ég að baka á hverjum degi og því væri ég mikið til í frábærar hugmyndir um hvernig ég get nýtt þennan fallega kökudisk á meðan hann er ekki í notkun 🙂 helst fallega haustskreytingu! 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      22.08.2014 at 15:45

      Ég er búin að vera að skreyta svona kúpla í öll árin sem bloggið hefur verið 🙂 þannig að ef þú flettir til baka þá ættir þú að finna nóg af myndum. En hins vegar er kjörið að setja bara köngla og ber í þá, fyrst að haustið er svona á næsta leiti. Svo er hægt að setja gerviepli, eða alvöru. Setja snæri og flotta hnykla, eða blúndu kefli er líka fallegt. Svo er hægt að setja gömul smákökuform.

      Vona að þetta hjálpi þér!

      kv.Soffia

  6. Berglind Ásgeirsdóttir
    25.08.2014 at 12:59

    mér finnst mjög gamna að renna í gegnum listan hér til hliðar og lesa bloggin sem þú ert að lesa. það væri kannski gaman að sjá frá þér kynningar á þínum uppáhalds bloggum 🙂

  7. Arna Ósk Harðardóttir
    25.08.2014 at 16:04

    Sæl og takk fyrir allar fallegu og skemmtilegu bloggfærslurnar 🙂 Nú er ég með eina spurningu. Hvar fæ ég fallegar myndir/skrapp til þess að setja í bakið á glerskáp í eldhúsinu mínu?

Leave a Reply to Arna Ósk Harðardóttir Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *