Afrakstur helgarinnar…

…er hér í nokkrum myndum.
Reyndar vantar garðmyndirnar, en þær koma kannski síðar…

2014-08-17-133130

…gardínumálin kláruðust loksins, og ég verð að segja að ég er einstaklega happy með útkomuna.
Þetta er alveg að gera sig fyrir rómantíkusinn í mér – nánari útlistun á þessu síðar, hvaða gardínur þetta eru og þess háttar…

2014-08-17-133142

…breytti aðeins í eldhúsinu, setti inn svona dekkri hluti og fékk smá svona meira “haust” inn…

2014-08-17-133154

…og fyrst ég var farin að snúast og breyta, þá sneri ég smá meira við…

2014-08-17-133320

…og það er svo gaman að sjá hvernig hlutirnir fá nýtt líf við að komast á nýja staði…

2014-08-17-133412

…og smá fifferí innan í skápnum átti sér stað…

2014-08-17-133450

…rómantík í gardínumálum, það er alveg mitt mottó núna…

2014-08-17-133546

…fleiri myndir væntanlegar og nánari útlistanir.

Vona að þið hafið átt yndislega helgi og notið þess að vera með fólkinu ykkar!

Það gerði ég í það minnsta 

2014-08-17-201510

Þú gætir einnig haft áhuga á:

7 comments for “Afrakstur helgarinnar…

 1. Margrét Helga
  18.08.2014 at 13:38

  Snilld! Hlakka til að fá nánari útlistun!!

 2. Inga Rós
  18.08.2014 at 13:52

  Ótrúlega kósý hjá þér eins og alltaf! Mig langar að forvitnast, hvar fást greinarnar sem þú ert með í borðstofuljósinu? Og hvar gæti ég fundið aðrar skrautlengur?

  • Soffia - Skreytum Hús...
   19.08.2014 at 12:21

   Sæl Inga Rós,
   greinarnar heita Coryllus-greinar og fást í flestum blómabúðum, og Ikea, í kringum jólin.
   Skrautlengjur ættir þú að finna t.d í Blómaval og Garðheimum, sérstaklega í kringum jól!

   Kær kveðja
   Soffia

 3. Ása
  18.08.2014 at 15:06

  Flott, eins og alltaf…

 4. Anna sigga
  18.08.2014 at 19:24

  Jermías….mig vantar stærri íbúð 😀

  Nei nei þetta er glæsilegt að vanda, gaman að sjá hvað allt breytist mikið að setja látlausar gardínur 😉

 5. Gurrý
  21.08.2014 at 11:47

  Má ég vera svo frek og fá nærmynd af gardínum og hvernig þú hengdir upp – langar að breyta í stofunni minni og er að leita af svona sætu. Hvar fékkstu annars gardínurnar?

Leave a Reply

Your email address will not be published.