Danskur loppumarkaður og Genbrug…

…eitt af því sem ég hlakkaði hvað mest til að gera í hinu danska landi var að fara á loppumarkaði, og svo í allar Genbrug-búðirnar (sem eru svona eins og Góði).

Á laugardögum er gósentíð og alls konar markaðir skjóta upp kollinum, og ef þið eruð að fara út þá er best að kanna bara hvað er að gerast í nágreni við ykkur.
Ég var í Fredriksberg og fór því að á markað sem var þar…

IMG_0788

…og bara “oh my god!” – það er sko um nóg að velja á þessum mörkuðuðm…

IMG_0789

…þessar hérna fóru alveg með mig!

Eeeeeeeldgamlar jólakúlur, örsmáar og fínlegar og ég gat varla staðist þær.
En þær voru litlar, kannski eins og golfkúlur, og kostuðu 200DKR – það sem að það verður að ca 4500ISK þá bara týmdi ég því ekki.
En trúið mér, ég er enn að hugsa um þær…

IMG_0790

…þessi gamli hérna fannst mér líka dásamlegur.  Sá hann alveg fyrir mér í barnaherbergishillu…

IMG_0791

…alls konar gamlar blúndur og dúllerí…

IMG_0794

…og svo voru það þessir…

IMG_0796

…þeir svoleiðis kölluðu á mig þegar að ég gekk fram hjá borðinu…

IMG_0798

…og það voru fleiri dásemdar bollar, sem voru hver öðrum fallegri…

IMG_0799

…nú og nóg var til af marmarahlutum, eins og kertastjökum…

IMG_0800

…og bökkum og fleira…

IMG_0801

…oh my lundby – allir þessir litlu smáhlutir!
Fagurt 🙂

IMG_0802

…gamlir bangsar…

IMG_0815

..endalaust af gömlum gullum sem þurftu nýtt heimili…

IMG_0816

…veggdiskar…

IMG_0817

…og eins og sést á þessum, þá var hitinn svakalegur…

IMG_0818

…í þessum steikjandi hita, á meðan mamman rölti um markaðinn, þá sátu þessi og biðu eftir mér…

IMG_0803

…en ekki var hægt að kvarta yfir útsýninu og umhverfinu!

IMG_0804

 

…og þessir – þeir fengu að koma með mér heim, því ég stóðst þá ekki!

IMG_0814

 

Svo var farið í svona Genbrug-búð, og herre gud – hvað mig langaði í þennan ruggustól…

IMG_1119

…og svo margt annað þarna inni…

IMG_1120

…styttur og skálar og kertastjakafjöld…

IMG_1121

…dásemdarbekkur…

IMG_1122

…og þessi gamli, lemstraði vinur…

IMG_1123

…allt á borðinu 10DKR – “afsakið, fæ ég magnafslátt?”

IMG_1124

…þessum langaði með heim, en passaði ekki ofan í veskið mitt…

IMG_1127

…ég fékk mér nokkra Mors Dag-diska…

IMG_1128

…sjáið þið kristalana þarna?  Þetta voru svona tappar í flöskur, mig langaði í svoleiðis…

IMG_1129

…sem sé, allt fullt af gersemum!

Annars vil ég bara þakka fyrir dásemdar komment sem ég fékk í gær, mikið þykir mér vænt um þau 

IMG_1130

Góða helgi elskurnar mínar!!

10 comments for “Danskur loppumarkaður og Genbrug…

  1. Margrét Helga
    15.08.2014 at 11:44

    Úúúúúúúú…bara flott! Verst að maður getur ekki tekið með sér heim neitt af þessum stóru hluti með sér heim þegar maður býr svona í öðru landi (t.d. ruggustólinn, skápinn og hinn aldraða stólinn…já og bekkinn!!). Hef farið á loppumarkaði í Noregi þegar ég bjó þar og það var bara snilld…það var reyndar löngu áður en ég uppgötvaði svona blogg og endurnýtingu á gömlum húsgögnum, hefði örugglega litið markaðina öðrum augum ef ég hefði haft hugmynd um svona sniðugheit. 🙂

  2. Eygló Har
    15.08.2014 at 13:40

    Nordurgata 19

    Ekki spurning ég skal koma með þér reddum okkur bara 20 feta gám og fyllum hann og ég get lofað þér verð ekki lengi að fylla hann af svona líka fallegu gulli .

  3. Greta
    15.08.2014 at 15:15

    Dæææs….. Hvað getur maður sagt um svona skemmtilega færslu?
    Elska svona loppumarkaði 🙂

  4. 15.08.2014 at 15:59

    Herre Gud, þú ert svo skemmtilegur penni, líka með dönskuslettum!

    • Soffia - Skreytum Hús...
      19.08.2014 at 12:30

  5. anna
    15.08.2014 at 18:27

    Gaman að kíkja á markað með þér! Takk kærlega fyrir að sjéra þessu með okkur. Sá þarna nokkra veggplatta sem kölluðu til mín!

  6. Ása
    15.08.2014 at 20:11

    Dásemdin ein sem gaman væri að komast í… takk fyrir að deila!

  7. Anna Rún
    16.08.2014 at 09:43

    Yndislegt blogg… Langar svooo “heim” eftir þetta dásemdar innlit.

  8. Svala
    18.08.2014 at 12:21

    ÓNEI………………….. þarna er bekkurinn MINN!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

    • Soffia - Skreytum Hús...
      19.08.2014 at 12:24

      Demmit….mér fannst ég kannast við hann 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *