Elsku lesandi…

…lífið getur verið svo ótrúlega erfitt og ósanngjarnt stundum.
Það getur tekið sig til og sparkað í rassinn á þér ítrekað, og veigrar sér ekkert við að sparka aftur þó þú liggir niðri.

2014-07-11-193420

Ég veit að það eru margir þarna úti að glíma við alls konar erfiðleika, veikindi og annað sem dregur úr þér þrek, þor og kjark.

Þér líður örugglega oft eins og þú sért kominn að því að gefast upp og þú getir ekki meira.

Ég vildi að maður gæti gert meira til þess að hjálpa öðrum. En það er bara svo oft að erfiðustu barátturnar fara fram fyrir luktum dyrum, og eru jafnvel að eiga sér stað inni í þér sjálfri.

IMG_1959

Ég er búin að vera mjög meðvituð um lífið og hversu viðkvæmt það er þessa viku,  Búin að heyra af ungum konum sem eru að heyja baráttu gegn skaðvaldi sem er erfitt er að hafa undir.  Leikari sem lét mig hlægja og gráta, stundum á sama tíma, háði svo erfiða baráttu við innri djöfla að hann brotnaði undan.  Svo ekki sé minnst á öll hin ósköpin sem eiga sér stað viðs vegar um heiminn.

IMG_0238

Það er á stundum sem þessum sem ég vona að bloggið mitt nái að létta lundina hjá einhverjum.
Nái að minna ykkur á að njóta þess litlu hlutanna, og fallega þess sem stendur okkur oft svo nærri, en við sjáum það ekki alltaf.

2014-07-11-191325
Það getur verið erfitt að sigrast á risastórum hlutum, að jafna sig eftir einhver áföll eða bara komast í réttu stærðina.
En hins vegar er það einfalt og á allra/flestra færi að kveikja á kertum, að horfa á blómin, að skoða allt það fallega sem við eigum sjálf.

IMG_1845

Ég vildi að ég gæti meir.  Ég vildi að ég gæti læknað og bætt.
En þar til, þá vona ég að þú náir að njóta smá að horfa á það fallega og muna eftir því litla og ljúfa sem í kringum okkur er 

IMG_0076

Knúsar til þín, sem þetta lest, þú er mikils virði!

2014-07-08-161341

Þú gætir einnig haft áhuga á:

30 comments for “Elsku lesandi…

 1. Guðrún
  14.08.2014 at 09:54

  Takk Soffía, falleg hugleiðing og sannarlega vildi maður hjálpa öllum en sem því miður er ekki hægt. Við gerum samt það sem við getum og þú veitir gleði og fegurð með þínu framlagi, bestu þakkir fyrir það og gangi þér allt í haginn 🙂

  • Sigrid G. Ingvadottir
   17.08.2014 at 08:56

   Þakka þér kærlega, kæra Soffía….helgin hefur verið erfið, því ég hef verið að glíma við persónuleg vandamál og missi….fallegu hlutirnir þínir og uppsetningar dreifa huganum og kertin verma og lýsa…

   • Soffia - Skreytum Hús...
    19.08.2014 at 12:24

    Knúsar til þín elsku Sigrid ♥

  • Soffia - Skreytum Hús...
   19.08.2014 at 12:26

 2. Margrét Helga
  14.08.2014 at 10:47

  Takk Soffía, fyrir þennan pistil. Þú ert náttúrulega bara yndi og sýnir það enn og aftur með þessum skrifum. Ég hef alveg háð mína baráttu en vann sem betur fer og líður nú mun betur. Sökk virkilega langt niður á tímabili og viðurkenni alveg að ég er á lyfjum sem hjálpa mér að hafa yfirhöndina.
  Bloggið þitt er einmitt frábært að þessu leyti að þú sýnir okkur hvernig á að gleðjast yfir smæstu smáatriðum og sjá fegurðina í því sem er í nágrenninu, náttúrunni og í þessu smáa.
  Þú sýnir okkur einmitt líka að þótt að okkur finnist allt fullkomið og flott hjá þér að þá átt þú líka þínar stundir þar sem þér líður ekki alveg 100% vel og það sýnir okkur bara að þú ert mannleg, eiginleiki sem ekki opinberast oft hjá bloggurum sem vilja flestir sýna fullkomnu hliðina af sér og heimili sínu. Það að sýna á sér þessa mannlegu hlið kemst bara ansi nálægt fullkomnun í mínum bókum.
  Haltu endilega áfram að vera þú, elsku Soffía, það gerir það nefnilega enginn betur!!

  Knús úr sveitinni!

  • Soffia - Skreytum Hús...
   19.08.2014 at 12:26

 3. anna sigga
  14.08.2014 at 14:05

  óhh váhh 🙂 Takk fyrir fallega hugleiðingu… fékk smá kökk í hálsinn… en þú ert sko að hjálpa mörgum í dag, er ég viss um 🙂

  Takk aftur fyrir frábær blogg, jákvæðni og mannlegheit,

  kv AS

  • Soffia - Skreytum Hús...
   19.08.2014 at 12:27

 4. Gauja
  14.08.2014 at 14:36

  *knús* til baka

  • Soffia - Skreytum Hús...
   19.08.2014 at 12:27

 5. Vala Sig
  14.08.2014 at 14:53

  Knús á þig fallega

  • Soffia - Skreytum Hús...
   19.08.2014 at 12:27

 6. Ólína
  14.08.2014 at 16:33

  Knússss <3

  • Soffia - Skreytum Hús...
   19.08.2014 at 12:27

 7. Birgitta
  14.08.2014 at 19:14

  Takk fyrir fallegan og uppbyggilegan texta og enn fallegri myndir…þú ert gersemi…..;)

  • Soffia - Skreytum Hús...
   19.08.2014 at 12:27

 8. Steinunn
  14.08.2014 at 20:19

  Fallegt hjá þèr

  • Soffia - Skreytum Hús...
   19.08.2014 at 12:27

 9. Guðríður
  14.08.2014 at 22:10

  ♥️♥️♥️

  • Soffia - Skreytum Hús...
   19.08.2014 at 12:27

 10. Anonymous
  15.08.2014 at 18:39

  Knús á þig yndislegust <3

  • Soffia - Skreytum Hús...
   19.08.2014 at 12:28

 11. Lilja
  15.08.2014 at 21:40

  Þú ert alveg óendanlega yndisleg

  • Soffia - Skreytum Hús...
   19.08.2014 at 12:29

 12. Gulla
  18.08.2014 at 22:38

  Takk fyrir þessi fallegu orð. Ef við reynum hvert og eitt að sjá það fallega í lífinu og eins að sjá það fallega hvort í öðru þá getur það ekki gert neitt nema hjálpað. Margt smátt gerir eitt stórt 🙂

  • Soffia - Skreytum Hús...
   19.08.2014 at 12:29

 13. Edda Fridriksdottir
  25.08.2014 at 23:16

  Það er bara til ein Dossa….viltu í Guðana bænum fara vel með hana. Hér eru allir hrjòtandi í kringum mig og ég ligg upp ì rùmi að lesa fallega bloggið þitt. Síðasta síðan sem èg skoða fyrir svefninn 🙂 Þessi póstur snerti mínar viðkvæmu taugar og nú eiginlega leka tárin, en æji það er samt stundum gott að gráta.
  Er svo hrikalega upptekin í nýju vinnunni og svo úrvinda þegar ég kem heim að ég hef ekki verið að commenta eins og venjulega. Láttu það samt ekki blekkja þig, þú ert sko ennþá alveg uppáhalds♡
  Góða nótt….Eddan

  • Soffia - Skreytum Hús...
   07.08.2015 at 22:49

   Hef gleymt að setja hjarta hjá þér elsku Eddan mín <3 <3

 14. Erla
  28.09.2014 at 20:40

  Þrjú orð koma upp í hugann við lestur þessa pistils : Takk, fallegt, tár ;
  Knús í hús <3

  • Soffia - Skreytum Hús...
   29.09.2014 at 09:56

   Takk og knús til baka ❤

Leave a Reply

Your email address will not be published.