Sælureitur…

…getur verið svoldið bara það pláss sem þú átt til.
Það þarf ekki að vera pallur, það er bara það svæði þar sem þú skapar stemmingu sem þér líður vel í…

1

…svo er það alveg víst að þessi gula þarna uppi, og þá á ég við sólina, en ekki drykkjardúnkinn, hjálpar til við að gera allt fallegra…

2014-08-12-131451

…það var drukkið úti í gær, enda verðið hrein dásemd, en lítið tekið af myndum í sólinni, enda var frúin svo bussý að reita og klippa og draga risa greinar, og tré í kerru…

2014-08-12-131455

…en maður gefur sér tíma fyrir smá nasl…

2014-08-12-131505

…og dóttirin og vinkonur hennar nutu þess í botn að leika í dúkkukofanum allan daginn…

2014-08-12-131539

…síðan þegar komið var inn seinnipartinn, þá þarf að tappa af stóra dúnkinum í minni ílát…

2014-08-12-192007

…og sáuð þið þessa?

2014-08-12-192028

…um kvöldið ákvað ég síðan að setta ljósaseríuna úr Bauhaus út og leika mér aðeins…

2014-08-12-201531

…krúttaralega kannan úr Litlu Garðbúðinni

2014-08-12-201432

…setti líka litlu fallegu bollana út, sem ég keypti á loppumarkaði úti í Köben, og auðvitað gamla hitabrúsann líka…

2014-08-12-201511

…nei sko, sjáið þið hann “Wilson”, nágrana minn þarna?…

2014-08-12-201546

…nú og þar sem garðvinnan var í aðalhlutverki fyrr um daginn, þá var nú viðeigandi að stígvélin væru við bekki, og karfa með “nýtýndum” rósum…

2014-08-12-203045

…ekki satt?

2014-08-12-203107

…bakkinn þarna undir er spegill sem ég fann í Góða fyrr í sumar, og þarna í baksýn sést í nýja púða úr H&M Home…

2014-08-12-203134

…þetta er bara spurning um stemmingu eins og áður sagði…

2014-08-12-220550

…speglar geta verið snilldar bakkar, eruð þið ekki sammála því?

2014-08-12-220649

…fékk mér einn eina fánalengjuna í Pier, því að hin fór inn í dúkkukofann…

2014-08-12-220710

…og hún er líka í svo mildum og fallegum litum…

2014-08-12-220714

…en ég er alveg að fíla þetta saman…

2014-08-12-220717 2014-08-12-220721

…það er líka kósý að kveikja á kertum, og taka út aðeins hlýrri teppi…

2014-08-12-220800

…síðan er ég líka með þetta hérna teppi úr Rúmfó, það er grátt með blómum á annarri hliðinni, og svo svona “bútasaums” á hinni hliðinni.  Ég elska þessi teppi frá þeim, og á held ég 4 stk núna.  Hægt að nota sem rúmteppi, en líka nógu þunn til þess að hægt er að hafa þau bara svona úti og til skrauts…

2014-08-12-220807

…körfur eru líka klassískar…

2014-08-12-220843

…og dönsku stígvélin mín eru alveg að gera sig…

2014-08-12-220850

…aðeins meira rökkur og kósýstemmingin magnast enn meira…

2014-08-12-223810

…svo yndisleg svona sumarkvöld…

2014-08-12-223816

…það er sko ekkert að þessu…

2014-08-12-223907

…og fánalengjur og ljós eru einföld leið til þess að skreyta útifyrir…

2014-08-12-224031

…svo fínir púðarnir mínir…

2014-08-12-224047

…og líka þessi hér…

2014-08-12-224122

…inni í eldhúsi bættust við ljós…

2014-08-12-225326

..sem heilluðu mig upp úr skónum, og ég skal segja betur frá þeim síðar…

2014-08-12-225344

…og segja ykkur aðeins meira frá nýjustu krukkunni minni…

2014-08-12-225411

…sem er pjúra dásemd og fæst núna í Rúmfó

2014-08-12-233733

…og geymir borða og kefli…

2014-08-12-233735

…bara fallegt, ekki satt?

2014-08-12-233800

15 comments for “Sælureitur…

  1. Þorbjörg Gunnarsdóttir
    13.08.2014 at 10:53

    Jedúddamía, hvað þetta er fallegt! Litlu bollarnir í uppáhaldi og drykkjarkrúsirnar frábærar fyrir litlar hendur. Púðarnir, stígvélin, krukkurnar… Gæti talið allt upp!
    Kveðja, Þorbjörg.

  2. Anna sigga
    13.08.2014 at 11:01

    Ahhh næs!
    Þetta er allt mjög fallegt 😉

    Kv as

  3. þórný
    13.08.2014 at 11:21

    Sæl hvar færðu svona fallegar kertaluktir….allt svo fallegt hjá þér
    kv.orný

    • Soffia - Skreytum Hús...
      14.08.2014 at 09:23

      Sæl Þórný,

      Stóra luktin er úr Góða Hirðinum, en sú minni á borðinu – er úr Rúmfó 🙂

      Kær kveðja
      Soffia

  4. Margrét Helga
    13.08.2014 at 12:27

    Hrein og klár dásemd 🙂

  5. Vilborg
    13.08.2014 at 18:05

    Ótrúlega kósý og fallegt hjá þér. Æðisleg ljósaserían -falleg í kvöldbirtunni. Fór og keypti mér hvítu fuglaluktina í dag. Sá hana fyrst hjá þér og hef ekki hætt að hugsa um hana:) Alltaf gaman að skoða síðuna þína.

  6. 13.08.2014 at 22:17

    Það verður varla sumarlegra en þetta, svo notalegt og fallegt hjá þér!

  7. Ása
    13.08.2014 at 23:21

    Yndis….

  8. Dögg
    14.08.2014 at 09:17

    Hvar fær maður svona fínar drykkjarkönnur með loki undir límonaði? 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      14.08.2014 at 09:21

      Sæl Dögg,
      þessar voru keyptar úti í Danaveldi, því miður!
      Hef ekki séð þær hérna heima :/

      kær kveðja
      Soffia

      • Anna
        14.08.2014 at 10:07

        Ég er nokkuð viss um að hafa séð svoleiðis í House Doctor búðinni á laugaveginum um daginn 🙂

        • Dögg
          14.08.2014 at 14:00

          Keyptar í útlöndum – auðvitað! 😉

      • Sigga
        15.08.2014 at 20:43

        Hvar í danaveldi, hm home ? gætiru mælt með skemmtilegum búðum í dk, er á leiðinni þangað 🙂

        • Soffia - Skreytum Hús...
          19.08.2014 at 12:25

          H&M Home er snilld, Bahne, Imerco og svo bara horfa í kringum sig.
          Allt fullt af skemmtilegu þarna 🙂

  9. Erla
    19.08.2014 at 21:50

    tíhí, ég rölti um rúmfó síðustu helgi, sá þessa krukku með 1,2,3 númerum og hugsaði ,,þetta er nú soldið ,,skreytum hús´´ legt 😉

Leave a Reply to Vilborg Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *