Hitt og þetta…

…er ekki bara tímabært að henda í einn svona kasjúal póst.

Þar sem að ég “ráfa” um og tala um hvað er í gangi…

2014-08-09-212847

…nú er sumarfríi lokið og regla fer að komast á heimilishaldið.

Litli maðurinn fer á leikskólann í dag, þannig að sælan er svo sannarlega búin.
En við kvörtum ekki, enda búin að eiga yndislegt sumarfrí saman, í útilegum og útlöndum – hvað getur verið betra en blanda af þessu báðu.

Þegar við komum loks heim úr útilegu á laugardagskvöldið, þá var það eitthvað svo dásamlegtlegt að vera komin heim og þar að auki skein kvöldsólin svo yndislega inn í borðstofu að ég gat ekki annað en tekið nokkrar myndir…

2014-08-09-212854

…á borðinu er fallegur löber, sem að yndisleg vinkona gaf mér núna um daginn.  Hann fékkst í H&M Home núna fyrr í sumar, og þið sjáið hann hér

2014-08-09-212906

…en fallegur er hann, svo mikið er víst 🙂

2014-08-09-212916

…glöggir sjá kannski að ég plataði húsbandið til þess að hengja upp fyrir mig gardýnustangir fyrir ofan alla gluggana, bæði í borðstofu og í eldhúsi.  Það þykir kannski skrítið að setja upp gardýnustöng í eldhúsi, þar sem að enginn “upphengd” gardýna er, en ég er með plön varðandi þetta – sem skýrast fljótlega…

2014-08-09-212945

…þar til þá hengdi ég upp krans í gluggann, svona til þess að réttlæta þetta fyrir eiginmanninum 😉

2014-08-09-213003

Stangirnar fékk ég í Rúmfó, og ég varð alveg bálskotin í þeim – fannst þær vera alveg sérlega PotteryBarn-ish, og það heillar mig víst alltaf…

2014-08-03-210203

…svo flott áferð á þeim, og fallegir hnúðarnir á endunum…

2014-08-03-210228

…en ég er að fíla að sjá svona svart fyrir ofan gluggann, sem kallast á við svarta kantinn á eldhúsinnréttingunni…

2014-08-09-213016

…sjáið bara sólina hvernig hún festi geisla sína í litlu kristöllunum í ljósakrónunni – stundum eru það bara þessir litlu fallegu hlutir sem að fanga augað…

2014-08-09-213026

…fegurð í litlum grúbbum…

2014-08-09-213048

…og stundum bara í að stilla upp litlum hlutum eins og kaffibollum…

2014-08-09-213104

…eða þessum tveimur bökkum hérna, sem að báðir koma frá þeim Góða og kostuðu vel undir 1000kr stk.  En mér finnst þeir bara svo fallegir…

2014-08-09-213110

…og svo eru það þessir tveir…

2014-08-09-213125

…Mæðradagsdiskar sem að ég keypti á Loppumörkuðum í Danaveldi.  Er að fíla bláa litinn svona með, sem smá svona pikk me up…

2014-08-09-213120

…í glugganum hvíla tveir bakkar saman, og þessir tveir eru líka báðir úr þeim Góða – skemmtilegt!

2014-08-09-213143

…spegillinn góði er kominn upp á vegg, loksins, en hann er búin að standa bara við vegginn allan þennan tíma…

2014-08-09-213147

…eins og þið sjáið þá eru komnar gardínur þarna fyrir borðstofugluggann, og ég er að elska hvernig þær mýkja upp allt rýmið.  Hins vegar er ég enn að finna þessu réttan farveg og set það inn í póst síðar…

2014-08-09-213215

…við endann hangir síðan sería sem að ég fékk upp í Bauhaus, kostaði tæpar 5þús kr, og er í raun svona “útisería”.  Mér finnst reyndar aðeins gulleit birtan af henni, þegar er kveikt á henni, en ég er enn að finna henni réttan stað.  Í versta falli þá fer hún út á “pallinn” þegar og ef, hann fæðist einhvern tímann…

2014-08-09-213324

…þetta var víst pósturinn í dag!

Hvað er annars að frétta af ykkur?  Búnar í sumarfríi?  Búnar að breyta eitthvað?
Allir í stuði? 🙂

2014-08-09-213330

7 comments for “Hitt og þetta…

  1. Margrét Milla
    11.08.2014 at 09:10

    ó hvað það hlýtur að vera yndislegt að koma heim úr fríi í þessa dásemd. Þú ert sérlega vel gift, minn maður segir “hvaða hvaða, ef ég segist ætla að gera eitthvað þá geri ég það, óþarfi að minna mig á það á hálfs árs fresti!” 😉 En hann er reyndar með borvéla fóbíu blessaður.

  2. Ragnhildur
    11.08.2014 at 09:23

    Yndislegt að koma heim eftir frí……alltaf kósý hjá þér….en hvar fekkstu fallegu gardínurnar. Ég er ekki búin að gera neitt…þarf svo að detta í gír losa ut hér og gera eitthvað róttækt….. 🙂

  3. Anna sigga
    11.08.2014 at 09:39

    Ja það málað eitthvað í sumar 🙂 gerði upp eitt herb fyrir mig og málaði einn vegg hjá syninum, notaði glóð-appelsínugulan lit hjá honum 🙂 það var hressilegt!

    En þú ert nú svo heppin að hafa karlinn til að gera bordæmið…það þarf ég að gera alveg sjálf hihihihi og það er nú ýmislegt sem situr á hakanum út af því…þarf alltaf að peppa mig upp sum verkin. En sumt er svo létt að ég geri það með glöðu gleði….þannig ég er er stolt af því sem ég gerði í sumar. Hahaha

    En ég elska að sjá þessar breytingar hjá þér og sumt getur maður leyft sér að gera eins og þú td mála hahaha hengja upp króka og myndir og þessháttar takk fyrir frábær blogg og vera svona innspírandi 😀

    Kv AS

  4. Katrín
    11.08.2014 at 17:42

    Alltaf gaman að lesa bloggið þitt og skoða myndir. Ég keypti fyrir nokkru einmitt tvær svona alveg eins seríur í Bauhaus og er svo ánægð með 🙂 svo yndislegt þegar það er farið að rökkva aftur en mínar eru úti á verönd – dásamlegt að njóta þeirra þegar hægt er að sitja úti frameftir í algjöru logni 🙂

  5. Margrét
    11.08.2014 at 18:01

    Æðislega fallegt hjá þér. Mig langar svo að vita hvar þú fékkst litlu rósa “knúppana” á borðstofuborðinu. Sá svona í Rúmfó en þeir voru minni og ekki eins fallegir. Svo er það náttúrlega flotti veggskápurinn í eldhúsinu þínu. Eins og mig minni að þú hafir sett blogg um hann hér inn en finn ekki. Ef þú mátt vera að einhverntímann þá væri gaman að fá aftur link á það. Takk fyrir öll fallegu bloggin þín – hlakka til að sjá meir 🙂

  6. Margrét Helga
    11.08.2014 at 19:17

    Alltaf gaman að “kíkja í heimsókn” 😉
    Annars brá ég undir mig betri dekkjunum í dag og kíkti í höfuðborgina. Rak nefið inn í Litlu garðbúðina og þvílík önnur eins dásemd 🙂 Bara snilld. Ætlaði í þann góða en gleymdi því bara…. :/

Leave a Reply to Margrét Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *