Danmark – pt1…

…því að málið er að ég verð að skipta þessu eitthvað niður 🙂

Ef ykkur líður eins og þið séuð föst í slide-show-i hjá kolbiluðum nágrana, eða vinkonu, þá bara slökkva á glugganum og rölta á braut.  Ég lofa að fara ekki í fýlu!

IMG_0428

…allir fjölskyldumeðlimir voru spenntir…

IMG_0433

…sumir alveg ofurspenntir…

IMG_0435

….og það var ævintýri líkast fyrir krakkakrílin að fá að fylgjast með út um gluggana á vélinni…

IMG_0451

…þar á eftir þótti þeim það ævintýralega skemmtilegt að fara um borð í lest – þannig að það þarf ekki mikið til þess að kæta þessar elskur…

IMG_0468

…svo var það komið að mömmunni að taka anköf af gleði, þegar farið var inn í verslunarmiðstöð og frúin komst í alla dönsku fegurðina…

IMG_0474

…enda af nógu að taka í þeim málum…

IMG_0475

…meira að segja krökkunum leiddist ekkert að horfa í kringum sig þarna…

IMG_0478

…og í fyrsta, en alls ekki seinsta sinn, í þessari ferð tuðaði móðirin með sjálfri sér yfir takmörkunum á kaupgetu, vegna stærðar á ferðatöskum 😉

IMG_0479

…áður en ég fór út var ég dottin í hvítt og blátt saman (sjá sykurkarið hér) og þarna úti datt ég alveg “í´ðað”.  Dásamlega vintage og klassískt saman…

IMG_0480

…svo voru það allar dásamlega fallegu plastvörurnar frá Rice (fæst m.a. í Snúðum og Snældum hérna heima)…

IMG_0482

…og þessar skálar voru sérstaklega heillandi…

IMG_0483

…við vorum svo heppin að yndisleg vinkona leyfði okkur að gista hjá sér og það var ekki að spyrja að því, þarna leið okkur vel…

IMG_0488

…og þrátt fyrir að vera í rúmlega 30 stiga hita, þá er bara allt í góðu lagi að kveikja á kertum og njóta augnabliksins…

IMG_0490

…og eitt sem að krakkarnir nutu mest öðru fremur, var að fá að hugsa um kisurnar, sem vinkona mín á, og láta eins og þau ættu þær…

IMG_0502

…það er líka svo að í Danaveldi er allt fullt af flottum leikvöllum, með alls konar spennandi rólum og græjum…

IMG_0512

…lestarferðir voru daglegt brauð, en þóttu alltaf jafn spennó!  Þó að ungir menn væru orðnir mjög sjóaðir og kíktu bara í blaðið til þess að láta tímann líða 😉

IMG_0517

…ef maður horfir í kringum sig þá er fegurðin alls staðar…

IMG_0522

…sérstaklega þó hjá blómasalanum við Magasín á Strikinu…

IMG_0524

…þvílík og önnur eins blómstrandi fegurð…

IMG_0525

…það var á þessum tímapunkti sem ég var nánast með hljóðum yfir þessu öllu…

IMG_0526

…þurfti nánast að draga mig í burtu…

IMG_0527

…svo ég myndi ekki bara kasta mér í blómahafið allt saman og láta mig sökkva…

IMG_0528

…sólin skein á okkur allan tímann…

IMG_0533

…og þessi lýstu eins og sólir inni í Disney-búð í sinni fyrstu heimsókn!

IMG_0540

En næst, þá ætla ég að sýna ykkur heimsókn í eina svona 🙂

Til í það?

IMG_0590

Þú gætir einnig haft áhuga á:

5 comments for “Danmark – pt1…

 1. Margrét Helga
  06.08.2014 at 10:04

  Vaaaaaaaáááááááá!! Eiginlega það eina sem maður getur sagt yfir allri þessari fegurð! Fór til Danmerkur fyrir nokkrum árum og fílaði hana ekkert voðalega vel, en þú hefur komið með allt aðra sýn á hana þannig að mann langar bara til að fara aftur einhverra hluta vegna 😉

 2. Anna sigga
  06.08.2014 at 10:49

  ÉG BÍÐ SPENNT !!!!! 🙂

  En annars skemmtilegar myndir 🙂

 3. Greta
  06.08.2014 at 11:08

  Ahh…. dæææs.
  Ég hugsa í hvert sinn sem ég geng framhjá blómasölunum við Magasín að ef ég byggi í Köben myndi ég kaupa mér blóm þarna í hverri viku 🙂
  Ein af mínum uppáhalds “mömmudótabúðum” er Bahne og svo þarf ég alltaf að fara eina skreppu í Notre Dame. Svo er nauðsynlegt að taka einn-tvo rúnta í Illums bolighus.
  Kveðja, hálfdanska Greta.

  P.S. Bíð spennt eftir framhaldinu!

 4. anna
  06.08.2014 at 11:36

  Æði, oh hvað ég er spent að sjá framhaldið! Alltaf jafn gaman að koma til Kaupmannahafnar. Þú þarft að gera búðalista fyrir okkur 🙂

 5. Hera Björk
  10.08.2014 at 16:11

  Jeminn hvað er gaman að sjá þetta – við yrðum semsagt góðar saman þarna og það þyrfti eflaust að tjóðra okkur niður…jafnvel setja okkur fyrir svona hjólavagn og láta okkur hlaupa brjálsemina úr oss;-D En svona var þetta þegar ég bjó þarna á “Kaupmannsstræti”…blómahafið hjá blómasalanum í ILLUM ööööskarði á mig alla morgna (ásamt vanillumúffunum hjá IllumBager) og ég þurfti að beita mig hörðu í hvert skipti sem ég gekk fram hjá…sem var stundum oft á dag…stundum langaði mig bara að sleppa tökunum og henda mér í blómahafið en náði að sýna stillingu og verslaði mér einungis ca. 3-5 vendi á viku…enda álíka dýrt og nammi þannig að það má;-D

Leave a Reply

Your email address will not be published.