Velkomin aftur…

…er það ekki bara við hæfi að segja svoleiðis eftir svona fjarveru?

2014-08-02-193052

Ekki nóg með að frúin hafi brugðið sér í smá sumarfrí, heldur ákvað blessuð tölvan að gefa upp öndina og neita alfarið að snúa aftur.  Því er ég búin að vera gjörsamlega sambandslaus við umheiminn, þið vitið – svona fyrir utan Ipad, síma og allt hitt dótið 😉

2014-08-02-212000

En núna er ég tengd á nýjan leik og hér með hefjast leikar á ný!

2014-08-02-193419

Eins og þið vitið, sem fylgist með á Facebook eða Instagram, þá brá ég mér til Köben og maður minn, það er nú ýmislegt hægt að sýna ykkur þaðan. Svo var auðvitað ferðast innanlands og ekki er það nú verra.

2014-08-02-213131

Smá breytingar framundan, aldrei þessu vant, og auðvitað hin og þessi DIY-verkefni sem bíða þess að fá að sýna sig.

2014-07-24-083636

Ég sé síðan að pósturinn með sigurvegurunum úr Instaprent-leiknum hefur aldrei komið inn, ég kenni gömlu tölvunni um, og ég skal bæta úr því innan skamms.

2014-07-31-162351

En þetta er það helsta sem er að frétta og framundan, hvað segið þið gott?

2014-07-11-171301

Þú gætir einnig haft áhuga á:

7 comments for “Velkomin aftur…

 1. Gauja
  02.08.2014 at 22:13

  velkomin aftur 🙂

 2. Heida
  02.08.2014 at 22:25

  Velkomin til baka, hlakka til að sjá dásemdirnar…

 3. Arna
  02.08.2014 at 22:35

  Gott að fá þig aftur “heim” 🙂

 4. magga milla
  02.08.2014 at 23:10

  Velkomin heim 😀

 5. Þorbjörg Karlsdóttir
  02.08.2014 at 23:34

  gaman að fá þig aftur 🙂

 6. Anna sigga
  03.08.2014 at 09:18

  Aaaahhmmm hún er komin heim 😉

  Velkomin !

  Kv AS

 7. Margrét Helga
  03.08.2014 at 15:22

  Gott að “skjá” þig mín kæra 🙂 Frábært að þú naust þín í Danaveldi og hér á Íslandinu! Hlakka ekkert smá til að sjá allt sem þú hefur verið að bralla og bardúsa!

Leave a Reply

Your email address will not be published.