Oui oui Paris…

…hvernig var þetta aftur með Múhameð og fjallið, að ef  Múhameð vill ekki fara til fjallsins verður fjallið að koma til Múhameðs.  Þannig er það með mig og París.  Langar endalaust að komast til borgarinnar, og þarf að vinna markvisst að því að láta þann draum rætast og er með sérstakt dálæti á Eiffelturninum…

2014-06-10-160811

…það var þess vegna sem ég ákvað að panta mér þennan litla sæta á Ebay núna í vor.  Það sem meira er, þá pantaði ég þrjú stykki, aðeins fyrir elsku tengdó og svona – en minn er þessi stæðsti…

Fullscreen capture 2.7.2014 094213

…svo var bara málið að stilla þessu upp á hliðarborðið mitt sívinsæla…

2014-06-10-160709

…og setti þetta undir glerkúpulinn sem ég fékk í Litlu Garðbúðinni, og diskurinn á fætinum er frá sama stað…

2014-06-10-160714

…og allt hvílir þetta á bókum, af því að við erum svo mikil gáfumenni sem búum hérna…

2014-06-10-160718

…en fallegur er hann, turninn minn smái – og ekki var hann dýr…

2014-06-10-160722

…litlu uglukrúttin eru kerti sem að Deco Chick gaf mér, og ég tími bara ekki að kveikja á…

2014-06-10-160724

…annað er bara samansafn af eldri munum, einhverju sem ég hef átt lengi – og eins og mér hættir til, ber taugar til…

2014-06-10-160727

…kerti og gamlir penslar saman í krukku og alls staðar skarthrúgur eftir krummann mig…

2014-06-10-160744

…svo, eins og svo oft áður, þá er ég með snæri uppstillt, enda um að gera að nýta þessa nytjahluti sem skraut…

2014-06-10-160736

…bakkinn var hins vegar DIY verkefni (sjá hér)…

2014-06-10-160733

…gömlu töskurnar þykja mér afskaplega fallegar, en þær eru líka nytsamlegar og geyma alls konar föndur og blöð og bækur, jafnvel gætu leynst 2-3 púðar þarna í…

2014-06-10-160741

…svona var pósturinn um Eiffel turninn minn, ef þið viljið kaupa ykkur svona – þá er hér hlekkur á seljandann:

Seljandi á Ebay!


2014-06-10-160802

Þú gætir einnig haft áhuga á:

4 comments for “Oui oui Paris…

 1. Margrét Helga
  14.07.2014 at 12:55

  Jæja, greinilega allir í sumarfríi nema ég…engin komment komin enn 😛 En…hrikalega flottur Eiffel turn (allir þrír) og skemmtilega raðað hjá þér (eins og þín er von og vísa).

  Skil vel að þú tímir ekki að kveikja á uglukertunum…þá yrðu þetta bara kerti!! 😉 Og veistu…uglur eru líka tákn um gáfur!! 😉

 2. 14.07.2014 at 19:10

  Fallegt eins og alltaf, finnst bækurnar gera sérlega mikið fyrir uppstillinguna 🙂

 3. 14.07.2014 at 21:43

  Mjög fallegt eins og allt hér á síðunni þinni 🙂 Alltaf svo gaman að lesa bloggið þitt. Ég ætlaði að gerast bloggari fyrir ári síðan og byrjaði..og endaði á færslu um ást mína á Eiffelturninum (sjá f.ofan). Ég skellti honum einmitt á svalardyrnar mínar þar sem hann lætur fara vel um sig! Hugsa oft um að endurvekja bloggið við lesturinn á síðunni þinni. Aldrei að vita nema maður spýti í lófana fljótlega! En síðan þín er og verður í uppáhaldi 😉 Takk takk!

 4. Elva
  15.07.2014 at 17:30

  Dásemdin ein eins og allt sem þú kemst í snertingu við – takk fyrir að vera svona yndisleg og deila þessu með okkur hinum 🙂

  kv. ET

Leave a Reply

Your email address will not be published.