Júlímánuður…

…og þetta er nú alltaf mánuðurinn minn.

Ég á afmæli sjálf, og síðan eignaðist ég litla gaurinn minn í lok júlí 2010.

Júlí þýðir líka sumarfrí.

2014-06-28-210028

Ég var komin með lista með rúmlega 20 bloggum sem ég ætlaði að setja inn áður en ég færi í sumarfrí.  En það þýðir líka að stresskast til þess að koma inn þessum rúmlega 20 póstum, að mynda þá, skrifa og gera DIY-verkin sem bíða.  Ég held hins vegar að það yrði ekki eins skemmtilegir póstar og ég vildi hafa þá – því að það þýðir bara stresspóstar sem eru gerðir undir pressu.

Ég er því að hugsa um að gefa sjálfri mér frí í júlí, svona að mestu leyti.

2014-06-28-210031

Það detta inn póstar, hér og þar, en aðalverkefnið er að hlaða batterýin og njóta þess að vera með famelíunni minni.

Ég vona að þið skiljið þessa ákvörðun mína, enda er þetta blogg þó nokkuð að halda úti alla virka daga, svona alein 🙂

Ég er með margt skemmtilegt á döfinni og sem ég hlakka til að deila með ykkur.

En ég er ekki búin að gleyma ykkur, gleyma mér eða blogginu – og ég vona að þið hafið þolinmæði með mér á meðan ég nýt þess að sumarfríast ♥ 

2014-06-28-210035

Eigið þið góða helgi krúttin mín!

2014-06-28-210042

 

19 comments for “Júlímánuður…

  1. Margrét Helga
    04.07.2014 at 10:31

    Njóttu þín í sumarfríinu mín kæra, að fjölskyldast út í eitt og njóta lífsins 😀 Fjölskyldan er nú einu sinni það mikilvægasta sem maður á og maður verður að gefa henni þann tíma sem hún þarf. 🙂
    Á eftir að sakna þess að sjá ekki reglulega bloggfærslur frá þér, en hey…einu sinni var aldrei sjónvarp í júlí og maður lifði það af!! Maður hlýtur að lifa þetta af líka 😉 Hlakka svo til að lesa öll þessi blogg sem þú ert búin að plana fyrir okkur ásamt sumafríssögum!!

  2. Gurrý
    04.07.2014 at 11:08

    Mínar bestu óskir um ánægjulegt sumarfrí í faðmi fjölskyldunnar , vonum bara að veðrið fari eitthvað aðeins að skána , við bíðum sallarólegar á kantinum og látum okkur hlakka til að sjá bloggfærslur á ný ” sólarkveðjur ” 🙂

  3. Vala Sig
    04.07.2014 at 11:38

    Hafðu það gott í fríinu þínu krúttið mitt, verður gaman að sjá hvað þú ert að bauka þegar þú kemur aftur.
    Kveðja
    Vala

  4. Edda Björk
    04.07.2014 at 11:40

    Gleðilegt sumarfrí mín kæra … það þurfa allir á fríi að halda – líka þú 🙂

  5. Svala
    04.07.2014 at 12:22

    Hafðu það best í fríinu krútta mín 🙂

  6. Hugrún
    04.07.2014 at 12:40

    Gleðilegt sumarfrí.. en ég mun sakna póstana þinna og bíð eftir ágúst 😉

  7. Svandís J
    04.07.2014 at 12:48

    Þín verður saknað en þeim mun skemmtilegra að fá þig aftur til leiks í ágúst. Njóttu þess að nota tímann fyrir þig og þína, við hin skrollum bara í gegnum gamla pósta á meðan…. af nægu er að taka mín kæra 😉

  8. 04.07.2014 at 12:50

    Njóttu þín elskan!

  9. Anna Sigga
    04.07.2014 at 13:04

    Anda inn anda út anda inn anda út …Njóttu frísins í botn kæra soffia og ekki vera stressa þig á blogginu… það verður samt mjög gaman að lesa/sjá sumarfrísblogg og fleiri verkefni þegar að því kemur 🙂 🙂

    Við erum “langflest” í fríi og ættum að gera eins og þú hlaða batteríin og njóta samverunnar með famelíunni okkar 🙂

    sumarkveðjur að norðan *kann ekki setja sólikon* hahaahaha

  10. Guðríður Guðnadóttir
    04.07.2014 at 14:01

    góð ákvörðun! kemur bara sterkari inn fyrir vikið! góða helgi og velkomin í sumarfrí. Njótið samverustundanna og njóttu þess að vera í fríi… 😉

  11. Guðrún
    04.07.2014 at 15:58

    Hafðu það gott í sumarfríinu þínu, hlakka til að sjá bloggið í ágúst.

  12. Gulla S
    04.07.2014 at 16:01

    Hafðu það gott í sumarfríinu og njóttu þín. Hlakka til að fylgjast með þér áfram fílefldri búin að endurhlaða rafhlöðuna… þó hún virðist alltaf vera fullhlaðin þarna hinumegin hjá þér 😉 Allir verða að fá sitt frí! (þó ég fái aldrei nóg af póstunum þínum 🙂

  13. Lilja
    04.07.2014 at 16:35

    Hárrétt forgangsröðun hjá þér! Held að margir aðrir séu nú líka í fríi og hættan á að lesa yfir flotta pósta á hundavaði eykst um leið og þar með líkurnar á að einhver snilldin fari forgörðum. Þú kemur tvíelfd til baka 🙂
    Gleðilegt sumarfrí.

  14. Heiða
    04.07.2014 at 18:17

    Njóttu vel gæska.

  15. Hrafnhildur
    04.07.2014 at 18:59

    Gleymdu okkur í bili og bara njóttu þess að vera í fríi!

  16. Ása
    04.07.2014 at 22:07

    Megið þið eiga gott og gleðilegt sumarfrí!!
    i

  17. RakelDögg
    05.07.2014 at 21:39

    Halló þú með þessa FRÁBÆRU síðu! ég er nú hreinlega miður mín að hafa ekki kynnst henni fyrr, frétti af henni í vikunni og get barasta ekki beðið eftir “dauðum tíma” til að kíkka inn;)
    Allavega, keep it going, þú ert alveg á réttri hillu hérna og takk fyrir að deila með okkur hinum:)

    sumarfrískveðja,
    RakelDögg

  18. Sigurborg
    06.07.2014 at 16:38

    Gleðilegt sumarfrí, vonandi nærðu að hlaða batteríin í fríinu 🙂

  19. Berglind
    06.07.2014 at 19:15

    Eigiði yndislegt sumarfrí ! hlakka til að sjá hvað er í bígerð :*

    kveðja Berglind

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *