Sykur og blóm…

…ójá, bæði er sætt!

Ég var sko með massapóst í plani dagsins.  Búin að taka fyrir-mynd af “ruslaskápnum” í eldhúsinu, gasalega fínar “myndir á meðan”, og þetta var allt gert á símann minn.

Hvar er síminn, gæti maður spurt sig?

Hann er í húsmæðraorlofi, vegna þess að það heyrist ekkert í mér í honum.
Eina skiptið á 20 árum sem maðurinn kvartar yfir að heyra ekki nóg í mér 🙂

En þess í stað, þá fáið þið bara eftir myndirnar, og hana nú…

2014-06-23-173102

…en innan í þennan skáp setti ég svona sjálflímandi renning sem ég sjoppaði í henni Ammeríku seinasta sumar, ójá – ég er enn að vinna úr góssinu síðan þá.  Svona á að sjoppa.

Þetta er í raun svona hillupappír sem hægt er síðan að pilla frá…

2014-06-23-173119

…í skápinn fór svo gamla matarstellið okkar, því að ég fékk svo fínt stell í jólagjöf.  En þetta gamla og hvíta, það er gasalega fínt að eiga bara og svona til að stilla upp hvítu leirtaui, eins og ég er svo “svag” fyrir…

2014-06-23-173121

…og svo fékk bara hitt og þetta leirtau að stillast upp þarna, stöku kökudiskur á fæti ( fyrir þá sem eru með diskar-á-fæti-blæti), krukkuglös og auðvitað smá rör – bara af því að þau eru sæt…

2014-06-23-173126

…svo voru það þessi tvö.

Svo dásamlega ömmulegar og retró.

Ég uppgvötaði einmitt núna um daginn að ég er farin að safna að mér svona, af því að það vantaði nú helst eitthvað að safna inn á þetta blessaða heimili okkar.

Þannig að þessar tvær fengu að koma með mér heim úr þeim Góða, ein einn daginn og hin hinn…

2014-06-23-173129

…og maður gæti spurt sig: Hvers vegna þarftu tvær Gípa Gleypa?

Nú auðvitað fyrir sykurinn og kanilsykurinn!

Var áður með þetta í litlum krukkum í skúffunni, en þetta er mikið betra finnst mér.  

2014-06-23-173732

Líka um það bil milljón sinnum sætara!

2014-06-23-173738

…hitt og þetta sem leynist þarna í skápnum…

2014-06-23-173147

…og svo var það þessi!

Fékk hana núna um daginn í Tiger á 600kr.  Það sem ég leita eftir núna, er réttur fótur undir hana – og þá verður hún pörfektó!

Ekki satt?

2014-06-23-173816

Eruð þið ekki bara annars í stuði fyrir helgina?

Kannski verðum við heppin og það bara rignir og heldur áfram að vera haustveður?

Þá er afsökun til þess að halda áfram að taka til í skápum 🙂

Hverjar eiga svona sykurkör inni í skáp og ætla að leita þau uppi núna???

*Knúsar til ykkar allra, og eigið yndislega helgi*

2014-06-23-173154

Þú gætir einnig haft áhuga á:

6 comments for “Sykur og blóm…

  1. Guðríður
    27.06.2014 at 08:56

    Allt svo mikið æðiskrútt hjá þér! herbergið hjá stráksa dásamlegt, kofinn, ó mæ kofinn. Hlerarnir, spegillinn, stelpuherbergið, hugmyndirnar, sykurkörin, ómæ ómæ! maðurinn minn sagði um daginn þegar ég var á netinu að leita af kofa. “heyrðu elskan, væri ekki fínt að eiga garð?” kommon það er auka atriði!! annars takk fyrir dásamlegar hugmyndir. Þyrfti kannski að taka myndir hjá mér og sína þér – þú myndir ekkert taka eftir þvi að þú værir ekki heima hjá þér 🙂

  2. Margrét Helga
    27.06.2014 at 09:04

    Gjöðveikur skápur og hrikalega krúttaður! Ótrúlegt hvað maður horfir á hlutina öðruvísi þegar maður er búinn að sjá þá hér á síðunni! 😉

  3. Anna Sigga
    27.06.2014 at 09:14

    Já sniðug ertu ! maður ætti kanski bara taka skáphurðarnar af og gera svona í eldhúsinu þegar maður er orðinn þreyttur á innréttingunum 😀

    smá grín… ég er bara með ljótar diskar og skálar, allt úr sitt hvorum endanum, nema settið sem ég keypti í Ikea fyrir þó nokkur mörgum árum… það er blátt og hvítt með stjörnum/blómum á. Ég var svo svag fyrir þessu að ég keypti viskustykki og stóra könnu í stíl….

    Orðin leið á þessu setti nú langar mig bara í hvítt/rjómahvítt/kremað sett 🙂 🙂

    Annars er þetta alltaf flott hjá þér mín kæra, gaman að kíkja hérna inn ALLTAF gaman 😉

  4. Edda Björk
    27.06.2014 at 09:38

    Ohhh dossa dossa … hvernig í ósköpunum stendur á því að þú ert alltaf svona dugleg !! og svona hugmyndarík og sniðug … langar pínu að vera þú núna 🙂 Koddu í heimsókn og kláraðu forstofuna og herbergið hans Emils fyrir mig. Skal gefa þér nóg af sætabrauði og kaffi á meðan 😉 Lovjú … Eddan

  5. Ása
    27.06.2014 at 09:58

    Já einhverstaðar á ég svona sykurkör…. hmmm hvar skildi það vera??
    Mikið ofboðslega er þetta flott hjá þér, ég er með dragloksskáp í eldhúsinu mínu en hann er bara fullur af drasli, uhh…..

  6. Berglind Ósk
    27.06.2014 at 10:35

    Flott eins og alltaf 🙂 en veistu hvar fæst fallegur hillupappír hér á Íslandi?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *