Herbergi litla mannsins…

…svona nokkurn vegin!

2014-06-24-143123

…en það er enn á smá hreyfingu og verið að finna rétta staði.  Eins og þið sjáið þá er búið að færa kistilinn undan glugganum, og við endann á rúminu,  Kistillinn er pjúra snilld.  Til að byrja með, þegar við tæmdum herbergið – þá tók hann næstum allt dótið sem var í gömlu hillunni hans.  En núna þá er hann fullur af böngsum og búningum.  Eins og áður sagði, snilld…

2014-06-24-143131

…ég fékk þennan í Rúmfó á Korputorgi, og hann kostaði eitthvað rétt rúmlega 5þús – mér finnst líka þetta vera hlutur sem er vel hægt að nota áfram í strákaherbergi og á eftir að eldast með litla gaur…

…kommóðan er komin á sinn “gamla” stað, en við hliðina á henni er síðan snagi þar sem hægt er að hengja töskur og sverð, og auðvitað Batman-grímu, allt sem er nauðsynlegt fyrir næstum alveg 4ra ára gutta…

2014-06-24-143229

…planið er reyndar að finna nýja/gamla kommóðu, og mála hana…

2014-06-24-143242

…eins og áður, þá er fallegi vegglímmiðinn frá Mosa á glerinu á rammanum, sem er sniðugt, því annars hefði ég þurft að taka niður límmiðann áður en við máluðum.  Snaginn er DIY-verkefni sem ég þarf að deila með ykkur…

2014-06-24-143248

…stafirnir eru frá Pottery Barn Kids, og voru pantaðir fyrir 4 árum. Þeir eru með veggfestingum aftan á, sem að renna á skrúfur, þannig að þeir eru alveg pikkfastir á veggnum…

2014-06-24-143336

…hnötturinn fékk nú verkefnið að vera náttljós…

2014-06-24-143447

…og skýjahillurnar fengu að fara upp á vegg fyrir ofan rúmið.  Á þeim standa bara mjög léttir hlutir, þessar myndir eru með plasti fyrir og rammarnir úr plasti.  Eins stendur rúmið alltaf töluvert frá veggnum, þannig að þetta ætti að vera óhætt.  Svo er líka skemmtilegt fyrir hann að setja bækur sem hann vill lesa þarna á…

2014-06-24-143503

…gluggatjöldin finnst mér líka gefa skemmtilegan svip, en þau eru frá Ikea en ég finn þær ekki á síðunni þeirra núna…

2014-06-24-143517

…trjágreinahillan góða var færð neðan á vegginn og á hana setti ég krítartöflu sem  ég fann í Góða Hirðinum, en ég varð einmitt svo hrifin af því að hún er svona viðarlituð, og svona “skólastofuleg”…

2014-06-23-202517
…stafurinn er líka frá Pottery Barn.  En eins og sést aðeins, þá fórum við yfir greinina með sandpappír og gerðum hana aðeins meira rustic…

2014-06-24-143751

…Bangsímon gamli fær að kúra á bresku kistunni, sem er við hæfi, enda á hann rætur að rekja þangað…

2014-06-24-144032

…og skápurinn/hillan er komin með hurðarnar og lýtur núna út alveg eins og ég sá hana fyrir mér…

2014-06-25-085044

…einhver spurði inni á Facebook, hvort að drengurinn fengi ekkert að leika sér?  Sem mér fannst reyndar skondin spurning.  Að sjálfsögðu leikur hann sér þarna inni, alveg eins og hann vill.  Reyndar er þetta lítill snyrtipinni sem að tekur ótrúlega vel til inni hjá sér, og hefur alltaf gert.  En ég held að það sé líka vegna þess að hann er vanur að allt á sinn stað og því er ekki flókið að koma því fyrir.

2014-06-23-203323

Það sem að ég geri inni hjá krökkunum mínum, reyni ég alltaf að hafa fallegt, en hins vegar skiptir það öllu máli að þau geti leikið sér vel inni í herberginu og njóti þess að leika með dótið sitt.  Þetta eru þeirra herbergi, þetta eru barnaherbergi, þetta er leiksvæði…

2014-06-25-085048

…dótið sem hann nær ekki í, réttum við honum bara.  Það er nú ekki flókið.  Síðan skiptir maður út, ef eitthvað á efri hæðum heillar – þá er það flutt neðan og svo öfugt.  Eins og sést t.d. þá eru stafakubbarnir komnir niður, því að honum fannst þeir mjög spennandi…

2014-06-25-085050

..svo eru líka bara bangsar og bækur, sem hann er ekki mikið að leika með núna, kjörið til þess að skreyta hillur…

2014-06-25-085102

…þetta eru upprunalegu höldurnar…

2014-06-25-085106

…og njóta sín mmikið betur á hvítum skápnum…

2014-06-25-085108

…gamli Fisher Price skólabílinn er ekki mikið notaður lengur, en er alveg kjörinn til þess að skreyta hilluna…

2014-06-23-151621

…mikið var spurt um stafakubbana, en þeir fengust bara í Góða og eins og sést, á 300kr…

2014-06-23-152555

…mér fannst bara flottir litirnir í þeim, og keypti þá bara til þess að hafa í hillunum og sömuleiðis gömlu talnagrindina…

2014-06-23-153134

…hillukassarnir eru úr Söstrene, og eru nokkra ára gamlir…

2014-06-23-153209

…liturinn á veggjunum er æðislega fallegur.  En mjög margbreytilegur eftir ljósi og birtu, eins og sést á þessum myndum.  Ég held samt að þessi mynd sýni hann í réttu ljósi…

2014-06-23-154109

…það sem ég geri alltaf í barnaherbergjum er að stilla upp leikföngunum sjálfum, og meira að segja Spiderman, sem ég hef oft talað um að sjá ekki sérlega “fagurt” skraut, finnst mér koma bara vel út þarna…

2014-06-23-154127

…þarna gætir drekinn Batman og Spiderman blaða sem litli gaur elskar mikið þessa dagana…

2014-06-23-154137

…happafundur…

2014-06-23-154155

…smá svona “detail-a” skot í hillur…

2014-06-23-172843

…elska líka litlu pokana úr Söstrene sem standa þarna í hillunni, en þeir vpru til seinasta sumar…

2014-06-23-172846

2014-06-23-203330

…þið sjáið það kannski ekki nógu vel, en eitt auka ský er fest á vegginn þarna á bakvið…

2014-06-23-201631

…rúmið er rúmlega 50 ára erfðagripur, en þau fást núna í Epal að mér skilst…

2014-06-23-202158

…og mér finnst skýjahillurnar koma vel út með.  Gömlu myndurnar fá líka að njóta sín á þeim…

2014-06-23-202537

…snagabretti eru snilld…

2014-06-23-202551

…allt sem að sjórængi kynni að þarfnast…

2014-06-23-202646

…þessi var ekki heima á meðan herbergið var klárað, en þegar að hann kom heim…

2014-06-23-202756

…þá varð hann ansi hissa…

2014-06-23-202757

…og kátur…

2014-06-23-202759

…þurfti að skoða allt, og þið sjáið að það er kjörið að leika sér við hilluna…

2014-06-23-202824

…honum fannst þetta mjög flott allt saman, sérstaklega kortið…

2014-06-23-202827

…og snagabrettið til að geyma góssið á…

2014-06-23-202933

…litlar uppstillingar ofan á kommóðu…

2014-06-23-203306

…og íkornar og sveppir…

2014-06-23-203314

…uglan góða…

2014-06-23-203321
…kubbarnir þóttu merkilegir…

2014-06-23-203442

…sjá þetta krútt…

2014-06-23-203450

…svo þurfa öll herbergi að vera með einn dreka á svepp, það er bara svoleiðis 🙂

2014-06-23-203748

…vinnutaskan hjá litla manninum á nýjum stað…

2014-06-23-203753

…gömlu myndirnar…

2014-06-23-203856

…ásamt gamalli bók frá pabbanum…

2014-06-23-203859

…þessar Bangsímon bækur eru svo dásamlega fallegar…

2014-06-23-203905

…litlu töskurnar geta geymt hitt og þetta…

2014-06-23-203907

…Barbapabbi er sparibaukur…

2014-06-23-203911

…þessir komu úr Disney búð, þegar litli gaur var bara lítið snuð…

2014-06-23-203915
…og þá erum við komin heilan hring…

2014-06-24-143604

…hér eru hins vegar allir mjög sælir með herbergið, sér í lagi litli maðurinn sem finnst hann eiga stóra strákaherbergi!

2014-06-24-143550

Þú gætir einnig haft áhuga á:

23 comments for “Herbergi litla mannsins…

 1. Bryndís
  25.06.2014 at 10:42

  Frábært herbergi, stútfullt af sniðugum lausnum 🙂

 2. Helga
  25.06.2014 at 11:04

  Virkilega fallegt herbergi! Skemmtilega útfært og hugsað út í öll smáatriði 🙂

 3. Kristín
  25.06.2014 at 11:04

  Þetta er guðdómlegt. Vona að ég geti gert svona fínt hjá mínum gaur þegar við flytjum.

 4. Kristín
  25.06.2014 at 11:06

  Hvaða liti ertu með á herberginu?

 5. Margrét Helga
  25.06.2014 at 11:12

  Ekkert smá flott herbergi! Sé alveg fyrir mér að flotti gaurinn geti líka bara staðið upp á skápunum þarna neðst til að ná upp í efri hillurnar 😉

 6. Edda Björk
  25.06.2014 at 11:21

  vá hvað þetta er flott !!!! djí .. öfund öfun frá strákamömmu sem á alltaf eftir að klára herbergið hjá sínum litla gaur …… finnst allt flott en er MEST að elska hilluna með landakortinu. Þú er S N I L L I N G U R .. ég segi það og skrifa 🙂
  Knúz … Eddan

 7. Íris
  25.06.2014 at 12:16

  Svo fallegt 🙂
  Karfan vinstramegin við kommóðuna, er hægt að næla sér í svoleiðis í dag ?

 8. Heiða
  25.06.2014 at 12:32

  Dásemdin ein!

 9. Gulla S
  25.06.2014 at 13:18

  Þvílíkur munur þegar skápahurðirnar eru komnar á! Gordjöss höldurnar 🙂 Heppinn drengur yndis herbergi!

 10. 25.06.2014 at 18:57

  Þetta er æðislega fínt! Mér finnst einmitt kosturinn við barnaherbergin hjá þér að þau eru í alvörunni fyrir börn, með dóti eins og Spiderman og geymslukassa undir rúminu….. Og skápurinn er auðvitað algjör snilld (þú færð plúspunkta hjá mér fyrir að hafa nennt að mála hann, pjúff!)

  • Soffia - Skreytum Hús...
   26.06.2014 at 02:14

   Fjúfff, en hvað það var leiðinlegt að mála hann 🙂

 11. Margrét J.
  25.06.2014 at 20:53

  Þetta er heppinn lítill drengur. 🙂 Sést vel að hann elskar herbergið sitt. Ég er einmitt með nokkrar svona hillur sem fylgdu með húsinu, börn síns tíma, sem mig langar svo að pússa upp og mála. Og líka sjónvarpsskápinn. 🙂 Geturðu sagt mér hvað þú notaðir í þetta? Eða er það kannski í pósti sem fór framhjá mér. 🙂

  Mig langar líka að segja í ljósi einna ummæla hérna sem þú minnist á í póstinum… Mér finnst ekki að í barnaherbergjum þurfi allt að vera í hæð barnanna. Það eru margir fallegir og viðkvæmir hlutir sem þau hafa kannski ekki alveg þroska fyrir ennþá en þjóna þangað til bara skreytingarlegum tilgangi. 🙂 Svo má alltaf biðja mömmu og pabba að skoða þá með sér.

  • Soffia - Skreytum Hús...
   26.06.2014 at 02:14

   Takk fyrir kæra Margrét!

   Á eftir að setja inn varðandi efnin, skal skella í þann póst innan skamms!

 12. Sæunn Elsa
  25.06.2014 at 22:00

  Ævintýra veröld fyrir 4 ára strák 🙂
  Má ég spyrja hvar þú fékkst sveppinn og hnattlíkanið ?

  • Soffia - Skreytum Hús...
   26.06.2014 at 02:15

   Sveppurinn fékkst í blómabúð, endur fyrir löngu. En hnattlíkanið er úr Tiger. Síðan eru líka til flott í Rúmfó.

 13. Fanný
  25.06.2014 at 23:11

  Vá æðislegt herbergi, vildi að ég hefði þetta hugmyndaflug. Verð nú að fara að spíta í lófana þar sem ég á von á mínu fyrsta barni 🙂

 14. Jovana Lilja
  26.06.2014 at 07:00

  Fallegt herbergi ! Hlakka til að heyra meira um snagann 😉

 15. Ingibjörg
  26.06.2014 at 21:17

  Æðislegt herbergi! Hvaða litur er á veggjunum? Hvernig gerðir þú skýin?

 16. Hrefna Björg
  01.07.2014 at 22:03

  Svo dásamlega fallegt eins og allt sem þú gerir! <3

 17. margrét
  02.08.2014 at 12:32

  Hvaðan er rúmteppið ?

  • Soffia - Skreytum Hús...
   02.08.2014 at 21:06

   Rúmteppið er flísteppi úr Söstrene 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.