Hilla í strákaherbergi – DIY…

…er það sem ég ákvað að deila með ykkur núna.

Enda virðast flestir vera spenntir fyrir nánari upplýsingum um kortið og uppruna þess…

2014-06-23-203938

…hillan kom úr Bland í poka-pósti sem ég sýndi núna um daginn.  Ég varð eitthvað svo skotin í laginu á henni, þessum einföldu línum og lokuðu geymslurýminu undir hillunum.  Svona næstum eins og bekkur 🙂

20140517211945_0

…ég var síðan búin að sjá fyrir mér að setja Mod Podge og dásemdar Martha Strewart-kortin úr Föndru í bakið á skápunum, en það hefði þurft svooooo mikið efni til þess að þekja bakið á þeim báðum.  Því myndin/kortið þyrfti að vera 148 cm á hæð og 86cm á breidd inni í hvorum skáp.

10168198_631993613537518_155896871_n

Þá kom Art & Text til bjargar.

En eftir að ræða við hana Guðný þar, þá reddaði hún mér algjörlega um vegglímmiða sem ég gat sett inn í skápinn.  Fékk það í algjörlega réttri stærð, þurfti ekkert að klippa til neitt.

Litirnir voru líka alveg pörfekt inn í herbergið, varð mjöööööög kát þegar að Guðný sendi mér þessa mynd…

10476650_10152081897102382_1349768537_o

…svo þegar að ég sótti kortið, þá varð ég ennþá kátari – HÚRRA 🙂

2014-06-22-163238

…skápurinn var pússaður aðeins til, síðan grunnaður, og að lokum þurfti að lakka hann 2-3 sinnum – skv. ráðleggingum frá Dr. Garðari í Slippfélaginu.  Ég viðurkenni það hinsvegar að ég var að verða gjöööööööðveik á því að lakka skáp#$%#$%#…

…en allt fór vel að lokum og fullmálaðir skápar fóru inn í herbergið.

2014-06-22-163256

…síðan er bara að blanda sápuvatn í brúsa, vera með tilbúin handklæði eða tuskur…

2014-06-22-210629

…pilla kortin af, og úða vel aftan á kortið, sem og á bakið á skápunum.  Síðan notaði ég bara mínar loðnu og karlmannlegu hendur til þess að strjúka allar loftbólur innan úr.  Við settum kreditkort innan í tuskuna, svona til þess að vernda kortið…

2014-06-22-211057

…og svo bara spreyja nú, og þá er hægt að laga þetta til alveg eftir þörfum…

2014-06-22-211122

…filman kominn í annan skápinn…

2014-06-22-212045

…virkar alveg fullkomin…

2014-06-22-212050

…en við föttuðum að ef við lýstum svona upp með  vasaljósi þá sér maður allar loftbólur og getur strokið enn betur úr…

2014-06-22-213046

…síðan var bara sett í báða skápana, og sýnin mín varð að veruleika.  Er búin að ganga með það í hausnum í nokkur ár að gera þetta…

2014-06-22-220446

…og þetta kom sko alveg eins út og ég sá fyrir mér…

2014-06-22-220455

…nema bara aðeins betur…

2014-06-22-220459

…svo var bara að setja hillurnar í…

2014-06-23-015634

…og ég notaði ekki allar hillurnar núna, en á þær málaðar til góða…

2014-06-23-015640

…og svona varð lokaútkoman, en hins vegar á eftir að setja hurðarnar á, en það kemur innan skamms…

2014-06-23-202447

…hillan tekur endalaust af dóti, og neðri hlutinn er lengri, þannig að litli gaur getur auðveldlega staðið þarna við og leikið sér.  Það eru síðan hillur líka innan í neðri skápunum, en þær eru ekki komnar inn í þarna, og verða sennilegast geymdar í einhvern tíma…

2014-06-23-202451

…svo finnst honum sérstaklega skemmtilegt að benda á kortið og sjá hvert hann er að fara næst, á sjóræningjaskipinu sínu…

2014-06-23-202453

…þessa hugmynd má síðan uppfæra á ýmsa vegu.  Á tímabili langaði mig líka að setja svona bláan himinn með skýjum inn í skápana, eða jafnvel bara skógarmynd.  En þessi varð ofan á í þetta sinn…

2014-06-23-202511

…en þið gætuð látið gera þetta í hvaða hillu sem er, í barnaherbergi – eða bara í stofunni, eða… – bara láta hugann reika…

2014-06-23-203017

…hvernig finnst ykkur svona?? 🙂

Ekki bara gaman!

2014-06-23-203758

Uppfært 25.06.2014 – til að setja inn mynd af hillunum með skáphurðum á…

2014-06-25-085044 2014-06-25-085108 2014-06-25-085106

22 comments for “Hilla í strákaherbergi – DIY…

  1. Birna
    24.06.2014 at 15:33

    Þetta er geðveikt!!!!!!! var einmitt strax hrifin af þessum hillum í póstinum sem þú póstaðir 🙂

  2. Anna Sigga
    24.06.2014 at 16:22

    ooohhh já þér tókst það vissulega að koma mér á óvart 🙂

    algjört æði !!!

    Til hamingju með þetta litli Garðar grallari, þú ert heppinn að eiga svona sniðuga mömmu 🙂

    (Bara ein spurning eru allir úti að leika sér núna ? bara ein búin að kommenta 😀 )

    kvAS

  3. Anna Kristín
    24.06.2014 at 18:04

    Omg Soffía þú ert snillingur!

  4. Þórný
    24.06.2014 at 18:07

    Þú ert nú meiri snillingurinn!!! Ég hefði ekki horft tvisvar á þennan ljóta brúna skáp 😉 En þú ert búin að gera hann ÆÐI 🙂

    Kv. Þórný

  5. Sigríður Ingunn
    24.06.2014 at 21:10

    Þetta er truflað flott.

  6. Hjördís
    24.06.2014 at 22:19

    Þú ert algjör snillingur!

  7. Þorbjörg Gunnarsdóttir
    24.06.2014 at 23:03

    Geggjað!

  8. Kristjana Axelsdóttir
    24.06.2014 at 23:19

    Sæll´ettu!!! þvílíkur og annar eins munur á einni mublu!! Ekkert smá sniðug!! Og magnið af dóti sem hún tekur…enn og aftur ertu búin að toppa snilligáfu þína !

  9. Guðrún H
    24.06.2014 at 23:22

    Tær snilld 🙂

  10. steinagud@hive.is
    25.06.2014 at 08:19

    Þetta er með því flottara sem ég hef séð í barnaherbergi. En það kemur mér svosem
    ekkert á óvart þegar þú ert annars vegar.
    Frábært að fylgjast með blogginu þínu.
    Ætli sé hægt að panta sér hugmyndaauðgi eins og þú ert með einhversstaðar.
    Væri alveg til í að fá brot af þínu hugmyndarflugi.

  11. Erla
    25.06.2014 at 09:28

    OMG geðveikt flott, öfunda alveg gaurinn þinn af þessari 🙂

  12. Svala
    25.06.2014 at 09:39

    Bara gargandi snilld, algjörlega!!!!!!!

  13. Ása
    25.06.2014 at 10:02

    Geðveikt flott!!

  14. Kristrún Elsa Harðardóttir
    25.06.2014 at 10:56

    Þetta er ekkert smá flott!

  15. Andrea
    27.06.2014 at 00:34

    Vá! Geggjað!

  16. victorine
    16.10.2014 at 02:39

    Good job! I saw this at Apartment Therapy website.

    May I know the brand of the castle toy you have there? Where is the location of the store? I have been looking for castle toys for my 3 year old. Good to know that there can be one in Iceland. I have a friend who works in Iceland and may just be so kind to ship it for me here. Thank you!

  17. Birna
    09.05.2015 at 13:37

    Hvernig sápu notaðiru? og í hvaða hlutföllum? spreyjaðiru sápuvatninu svo á og hafðir bakhliðina blauta þegar þú límdir límmiðann á?

    bestu kveðjur 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      09.05.2015 at 19:41

      Vorum bara með uppþvottalög blandaðann í vatn, eitthvað svona ca about. Spreyjað á skáphliðina og svo límmiðinn settur á 🙂

      Vona að þetta skiljist!

  18. Birna
    09.05.2015 at 19:53

    Já 🙂 takk fyrir

  19. Gurrý
    14.08.2015 at 11:48

    Víííí hvað þetta er fallegt hjá þér !!
    Nú er bara að fara að leita af rétta skápnum 🙂
    Ekki manstu hvað svona filma kostar, ca?

Leave a Reply to Gurrý Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *