Kózý fílingurinn…

….það sem að ég elska við baðherbergi, sem og eldhús, er að ef “beinin” eru góð – þá er svo auðvelt að leika sér með rýmin.

Flísarnar sem að við völdum á baðið okkar eru enn, að mínu mati, jafn góðar.
Þær eru hlýjar og notalegar, og jarðtónarnir eru eitthvað sem láta mér líða vel…

…ég ákvað að breyta aðeins til inni á baðinu, aðallega með uppröðun á hlutum sem ég átti fyrir…

2014-06-21-013329

…setti tröppuna tímabundið inn á baðið.  Til þess að hengja handklæðin á hana.  Sér í lagi núna, af því að við fengum okkur ný handklæði núna um daginn, svona aðeins til þess að uppfæra frá þessum hvítu (rétt upp hönd sem finnst gaman að fá ný handklæði, og ný rúmföt, og ný föt, og )…

2014-06-21-013335

…fannst líka svo flottir þessir gráu tónar sem voru til í Rúmfó, og þeir smellpössuðu inn á baðið.  Í Söstrene fékk ég þessa handsápu og mér fannst hún eitthvað svo dásamlega “apótekaraleg”, ef einhver fattar hvað ég meina…

2014-06-21-013404

…og eins er hillan sem varð til, af því að við byggðum út frá klósettkassanum alveg út að vegg, alger snilld til þess að stilla upp á.  Enda var hún gerð í þeim tilgangi…

2014-06-21-013425

…körfuna fékk ég í Rúmfó í seinustu viku, og kostaði bara um 2000kr, en hins vegar sýndi ég hana inni í Skreytum Hús-hópnum núna um daginn, og held að hún hafi klárast um leið.  Hins vegar er hún væntanleg aftur, eftir því sem ég hef heyrt…

2014-06-21-013444

…svo eru það þessi!!

Dear lord, ég er búin að láta mig dreyma um þessar krukkur í lengri, lengri tíma.  Geggjaðarr, stórar og flottar svona á fæti – og munu svo sannarlega vera notaðar á ýmsum stöðum.  Þessir femgust í Borð fyrir tvo, og fyrir ykkur sem eruð í glerkrukkuleit – þá er rosalega mikið úrval af fallegum krukkum þar…

2014-06-21-013319

…get ekki beðið eftir að skreyta með þessum hér og þar…

2014-06-21-014924

…og svo er það munurinn á engu kertaljósi…

2014-06-21-013516

…og svo kertaljósi.  Þá fyrst kemur kózý stemmingin!

2014-06-21-014656

…þessi hérna gerði alla vitlausa á Facebook síðunni núna á laugardag, og ég þori varla að segja ykkur hvar ég fékk hann.  En það var nú bara í þeim Góða og hann kostaði 3-4 hundrað kalla, sorry elskurnar!

2014-06-21-014720

…þriggja hæða krukkan var lækkuð um eina hæð…

2014-06-21-014836

…því hún passaði betur við hæðina á kertastjakanum þannig…

2014-06-21-014733

…en hann er dásamlega krúttaður…

2014-06-21-014808

…og fullur af litlum smáatriðum, kisa á labbi, mótórhjól og ég veit ekki hvað og hvað…

2014-06-21-014816

…  pokinn er æðislegur, stór og mega flottur, og hægt að loka fyrir hann, ef þú vilt geyma óhreint tau í honum…

2014-06-21-014849

…sé það að ég þarf að  taka myndir í betri birtu, en þá missið þið af þessu kózý…

2014-06-21-014906

♥ uppáhalds ♥

2014-06-21-014913

…uppstilling…

2014-06-21-014928

…og hey – hver er ekki með parket á baðvegginum hjá sér 🙂

2014-06-21-014956

…og þarna sjást öll efnin á baðinu í einni mynd, mósaík flísarnar, brúngráu flísarnar, og parketið…

2014-06-21-015009

…svo er bara að láta renna í froðubað og skella sér ´oní 

2014-06-21-014941

10 comments for “Kózý fílingurinn…

  1. Edda Björk
    23.06.2014 at 08:57

    Spurning um að fá að skella sér í eitt froðubað hjá þér ? 🙂

  2. Margrét Helga
    23.06.2014 at 09:37

    Tek undir með Eddu Björk 😀 En hrikalega kósí baðherbergi hjá þér og algjörlega gjöööööðveikir nýju háu vasarnir með lokinu úr Borð fyrir tvo! Þarf að fylgjast með svona rúmfókörfum…rosalega flottar!

  3. Anna sigga
    23.06.2014 at 10:47

    Hmmm hvenær má ég koma í heimsókn …..til að nota baðherbergið ? Múhahahaha 😉

    Þetta er æði !

  4. Sif
    23.06.2014 at 14:42

    Gullfallegt baðherbergi. Má til með að forvitnast um það hvaðan tröppurnar góðu eru?
    Með þökk, Sif

    • Soffia - Skreytum Hús...
      23.06.2014 at 14:47
      • Sif
        23.06.2014 at 22:36

        Takk fyrir upplýsingarnar 🙂 Var að velta því fyrir mér hvort svona tröppur gætu verið góðar til að hýsa rúmteppi þegar það er ekki í notkun…

  5. Anna
    23.06.2014 at 16:34

    Bara fallegt eins og alltaf 🙂 Ég var að koma úr Rúmfatalagernum og ég get svo svarið það að ég hugsaði til þín allan tímann!! Dossa á svona, og svona og svona…. svo myndi hún gera svona við þetta osfrv. Gaman að versla með þér 🙂

  6. Greta
    23.06.2014 at 20:54

    Æðislega kósý!
    Ég á sko svona tröppur sem ég er með inni á baði. Mér fannst ég svo “meðetta” þegar ég sá eins hjá þér!
    Næst á dagskrá: ný handklæði 🙂

  7. Elisabet maack
    24.06.2014 at 09:20

    langar að vita hvaðan flísarnar eru
    er að hugsa um að endurnýja baðið hjá mer sem er mjög stórt

    🙂 Elísabet

  8. Berglind Ásgeirsdóttir
    11.07.2014 at 23:50

    Frábær póstur 🙂 virkilega fallegt baðherbergi.
    Ég fékk ekkert ósvipaða “húsalengju” í blómastofunni Glitbrá sem er við Hafnargötu í Keflavík og gaf vinkonu minni í útskriftargjöf og hef eiginlega ekki hætt að hugsa um síðan… best að fara og kanna hvort það eru til fleiri! 😉

Leave a Reply to Greta Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *