Ekki stór…

…en góðir hlutir þurfa ekki alltaf að koma í stóru pökkunum, ekki satt?

2014-06-17-185333

Þannig að er pósturinn í dag, mér finnst einhvern veginn eins og ég sé búin að vera að sýna svo “mikið” undanfarið að mig langaði bara aðeins að draga saman, og krúttast bara pínu hérna inni hjá mér.

2014-06-17-185343

Þið vitið, svona hitt og þetta póstur.

2014-06-17-185352

Það sem ég hef reynt, á þessari síðu, er að vera jákvæð, og miðla áfram til ykkar því sem mér finnst fallegt.  Það hefur alltaf verið móttó-ið mitt að það sé ekki verðmiðinn sem skiptir máli, heldur sé það hluturinn og hvernig hann kemur til með að passa fyrir mig/ eða fyrir ykkur.

2014-06-17-185404

Ég vona að það sé að skila sér – að þið séuð að fá eitthvað jákvætt inn í líf ykkar við að lesa/skoða bullið í mér.

Ég veit ósköp vel að þetta eru ekki heilaskurðlækningar, eða eitthvað sem breytir heiminum, en hins vegar vonast ég til að fleiri finni fegurðina í litlu hlutunum í kringum sig.  Finni að með því að gera fallegt í kringum sig, þá stundum líður manni bara betur.

Að útbúa hlutinn sjálfur, getur gefið þér gleði og stolt yfir verkinu, yfir litla listaverkinu þínu!

2014-06-17-185420

Stundum er t.d. nóg að finna lítið bambaskott í Góða Hirðinum og skella honum á bakka með kertum, og allt í einu finnst þér eins og lífið sé dulítið dúllulegra.

2014-06-17-185434

Svo ekki sé minnst á lúpínuna fallegu, sem vex út um allt.  Prufaðu að stoppa á leiðinni heim, týna þér nokkrar, skella í vasa þegar heim er komið og kveikja á kertum.  Segðu mér svo að þér hlýni ekki pínu svona inni í hjartanu.

2014-06-17-185449

Því falleg er hún, og á allra færi að eignast stóran vönd af þessum.

2014-06-17-185501

Ég veit vel að ég er ekki allra, enda er það enginn, og ég reyni ekki að vera það.  En hins vegar er enginn neyddur til þess að slá inn slóðina og koma hingað inn.  Því vona ég að þið sem það gerið, vitið – að ég kann að meta ykkur, kann að meta að heyra frá ykkur, finna vináttuna og hlýjuna sem ég les úr kommentunum ykkar.  Þegar að ég á slæma daga, þá er það ótrúlegur kraftur sem ég get fundið frá ykkur – og ég er þakklát fyrir það.

Þegar að ég hef gengið í gegnum erfiða kafla (eins og við gerum öll) þá varð bloggið, og þið,  á vissan hátt líflínan mín, reipi sem ég gat haldið mér í, og það er ómetanlegt.

2014-06-17-185515

Það er líka enginn smá kraftur sem hægt er að finna úr næstum 10.000 kommentum sem hafa verið skrifuð hingað inn ♥ 

2014-06-17-185517

Ég kýs að láta gott af mér leiða,
vil ekki særa,
vil ekki meiða.

Orðin þau skera,
beitt eins og blað,
verið því varkár,
hvað sett er á það.

Sinnum því góða,
og gætum vel að,
því lífið það verður allt
betra við það.

2014-06-17-185525

Júbb, geri mér grein fyrir að þetta er svona mússí mússí væminn póstur, en suma daga – þá má maður vera mússí mússí væmin!

2014-06-17-185536

Því ef maður er þakklátur, þá á væmnin algjörlega rétt á sér.

2014-06-17-185543

Enda finnst mér ótrúlega margt að vera þákklát fyrir ♥ 

2014-06-17-185548

Í það minnsta, hér með lýkur þessu sýrópsflóði dagsins.

2014-06-17-185629

Ég vona að þið eigið yndislegan dag, burtséð frá veðri og vindum, og njótið þess bara að vera til!

2014-06-17-185707

♥  Knúsar til þín sem þetta lest ♥ 

2014-06-17-185726

Þú gætir einnig haft áhuga á:

64 comments for “Ekki stór…

  1. Margrét Helga
    19.06.2014 at 09:38

    Þú átt nú líka svo krúttlegt og fallegt heimili að það er sko bara gaman að skoða öll krúttlegheitin þar 🙂
    Þessi póstur hljómar nú svolítið eins og það sé ekki góður dagur hjá þér í dag og mögulega að einhver hafi viljað draga þig niður í sinn gráa heim. Vil því bara nota tækifærið og þakka þér fyrir að deila öllum kósíheitunum, krúttleikanum, fegurðinni og ekki síst jákvæðninni með okkur hinum. A.m.k. í mínu tilfelli þá finnst mér alltaf gaman að kíkja hingað inn og breiði út fagnaðarerindið til hvers sem heyra vill (og jafnvel þeirra sem ekki vilja 😉 Þeir hætta þá bara að hlusta). Mér finnst einmitt svo frábært að þú ert einmitt ekki að hugsa bara um hvaða hönnuður gerði þetta eða að þetta kosti svo og svo mikið þannig að manni finnist þetta mögulega flott (en þó líklega ekki) en hins vegar þyrfti maður að selja úr sér eitt eða fleiri líffæri til að hafa efni á þessum flottheitum. Þín flottheit eru miklu meira ekta. Einmitt að sjá fegurðina í þessu smáa, gefa gömlum hlutum nýtt líf og nýjan tilgang og þú ert líka svo yndisleg að deila þessu öllu með okkur hinum og leyfa okkur að njóta, þannig að við þurfum ekki að finna upp hjólið heldur getum nýtt okkur þína reynslu og fengið leiðbeiningar frá þér (og Garðari í Litalandi 😉 ) um hvernig á að gera þetta.
    Haltu áfram að vera svona yndisleg dúllan mín og að vera þú sjálf…það gerir það nefnilega enginn betur!!
    Knús úr sveitinni!

    • Soffia - Skreytum Hús...
      20.06.2014 at 02:51

      Hjartans þakkir kæra Margrét Helga, og takk fyrir að vera svona yndisleg ötul að skrifa alltaf komment, kann svo vel að meta það ♥

  2. Vala Sig
    19.06.2014 at 10:28

    Takk fyrir allt fallega mín

    • Soffia - Skreytum Hús...
      20.06.2014 at 02:51

  3. Ása
    19.06.2014 at 10:35

    Yndislegt alltaf að kíkja hér við, þetta er mitt uppáhalds blogg og ég kíkji við á hverjum degi ef ég er nettengd. Þú hefur gefið mér mikinn innblástur svo endilega haltu áfram að vera eins mikið yndi og þú ert.

    Stundum á maður erfiða daga og þá er gott að “pússta” og ef ég segi fyrir mitt leiti þá er ég tilbúinn að hlusta/lesa. Ég átti sjálf einn svoleiðis dag í gær og og þá fannst mér ótrúlega gott að muna eftir að þakka fyrir það sem mér hefur verið gefið – svo þessi póstur þinn í dag hittir mig í hjartastað.. Kær kveðja og knús til þín, takk fyrir mig.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      20.06.2014 at 02:51

      Knúsar til baka og vona að dagurinn í dag hafi verið betri ♥

  4. Sæunn
    19.06.2014 at 10:51

    Sæl og blessuð,

    ég er ein þessara sem kíki oft á bloggið þitt þó ég skilji ekki oft eftir ummæli. Ég hef bæði gagn og gaman af hugmyndum þínum hér. Haltu því endilega áfram sem lengst.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      20.06.2014 at 02:52

  5. Hildigunnur
    19.06.2014 at 10:57

    Þú ert yndisleg 🙂 uppáhalds bloggið mitt 😀

    • Soffia - Skreytum Hús...
      20.06.2014 at 02:52

      Takk fyrir ♥

  6. Svala
    19.06.2014 at 10:59

    Elsku Dossa mín. Það er víst nóg af einhverju ljótu og leiðinlegu þarna úti í boði sem treður sé inn í líf manns algjörlega óumbeðið svo liti sæti Skreytum hús heimurinn bjargar oft algjörlega deginum. Þvílík óhamingja fyrir þá sem ekki eru búinir að fatta það. Krúttaðu bara yfir þig alla daga, við kunnum sko að meta það. KNÚSAR

    • Soffia - Skreytum Hús...
      20.06.2014 at 02:52

      Maður kann sko meta þig líka beint til baka Svala mín ♥

  7. Gauja
    19.06.2014 at 11:00

    *knús* til þín mín kæra
    Alltaf svo gaman að kíkja á yndislega bloggið þitt og skoða síðuna á fb.

    Vonandi verður dagurinn góður hjá þér og þínum

    • Soffia - Skreytum Hús...
      20.06.2014 at 02:53

      Takk Gauja mín ♥

  8. Osk
    19.06.2014 at 11:08

    Ég les bloggið þitt og finnst gaman að fylgjast með þér ert góður penni og alveg afspyrnu smekkleg svo ekki sé Meira sagt ;-))

    • Soffia - Skreytum Hús...
      20.06.2014 at 02:53

      Takk fyrir það 🙂

  9. Heiða
    19.06.2014 at 11:11

    Sammála öllu ofansögðu,þú ert barasta yndi 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      20.06.2014 at 02:53

  10. Gurrý
    19.06.2014 at 11:32

    Sæl vertu, þú ert nú bara yndisleg nákvæmlega eins og þú ert , og allt þetta fíneri sem þú okkur sýnir er bara dásamlegt litlu ódýru hlutirnir og hugmyndirnar er eitthvað sem er endalaust gaman að skoða og nýta sér hugmyndirnar þínar. og verð líka að minnast á fallegu börnin þín alltaf gaman að sjá myndir af þeim, og síðast en ekki sýst fjórfætlingana þína þeir eru æði, svo endilega halt þú áfram á sömu braut bestu kveðjur

    • Soffia - Skreytum Hús...
      20.06.2014 at 02:54

      Æji gaman að heyra það, er alltaf hrædd um að öllum “leiðist” þegar maður er að blasta famelíu myndunum hérna inn ♥

  11. Anna sigga
    19.06.2014 at 11:39

    Ó vá hvað ég skil þig…en elsku besta, þú hefur gert svooo margt gott fyrir okkur sem lesum, og myndirnar þínar eru yndislegar (eg er með ljosmyndaáhuga og skoða oft myndirnar þannig 😉 ) , hugmyndirnar þínar þrusugóðar! Ef það er ekki jákvætt þá veit ég ekki hvað 🙂

    Haltu áfram að vera þú, góður penni, innspírandi og krúttleg.

    Takk fyrir mig AS, diggur lesandi .

    • Soffia - Skreytum Hús...
      20.06.2014 at 02:54

      Takk fyrir að vera dyggur lesandi AS 🙂

  12. Bryndís
    19.06.2014 at 11:42

    Mér finnst þetta alveg yndisleg síða, kíki á hverjum degi til að sjá öll flottheitin

    • Soffia - Skreytum Hús...
      20.06.2014 at 02:55

  13. Edda Björk
    19.06.2014 at 11:42

    Áfram Dossa !!!!! love you
    Knúz í þitt fallega hús

    • Soffia - Skreytum Hús...
      20.06.2014 at 02:55

      Takk Eddan mín ♥

  14. Hilda
    19.06.2014 at 11:46

    Sæl Dossa. Við eigum sameiginlega vinkonu sem benti mér á vefinn þinn. Það má segja að ég hafi lesið hann á hverjum degi síðan. Og í hvert sinn dáist ég jafn mikið að dugnaði þínum og hugsa með mér að þú hljótir að vera ofurkona, þú getur alltaf verið að breyta og bæta og gera eitthvað fallegt og svo leggurðu líka á þig að taka myndir af öllu saman og deila með okkur.
    Takk fyrir að vera frábær.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      20.06.2014 at 02:56

      Özzzzz – það er ekkert til sem heitir Ofurkona, mér finnst t.d. hundleiðinlegt að elda í staðinn 🙂 en takk fyrir!

  15. Anna
    19.06.2014 at 12:01

    Sæl. Ég er ein af þeim sem kíki oft hér inn en hef aldrei skilið eftir komment fyrr. Þessi póstur varð svo sá sem braut ísinn fyrir mig og ég bara mátti til að skilja eftir nokkur orð. Það er einmitt þetta sem þú talar um og ekki síður Margrét Helga í fyrsta kommentinu, þetta með hönnuðina vs. gömlu hlutina sem hittir mig í hjartastað og gerir bloggið þitt svo frábært. Mér finnst aðalatriðið að hlutirnir séu fallegir og þjóni sínu hlutverki (hvort sem hlutverk þeirra er að fegra eða hafa notagildi) heldur en að þeir hafi eitthvað fancy nafn eða uppruna. Mér blöskrar oft merkjasnobbið og neysluhyggjan í samfélaginu okkar og finnst alltaf gott að sjá að ég er ekki ein á þessari skoðun.
    Takk fyrir yndislegt blogg, haltu endilega áfram á sömu braut 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      20.06.2014 at 02:56

      Takk fyrir að koma úr leynum Anna, og gaman að “hitta” þig ♥

  16. Áslaug
    19.06.2014 at 12:12

    Þetta er uppáhaldsbloggið mitt og þetta er það fyrsta sem ég gái að þegar ég opna tölvuna á morgnana.

    Hvar fást trékeflin með blúndunni á….

    Eigðu góðan og ljúfan dag.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      20.06.2014 at 02:57

      Það er gaman að heyra!

      Keflin fást hér og þar, t.d. í Litlu Garðbúðinni og svo líka í Púkó og Smart. Síðan fengust í Ilva fyrir jólin 🙂

  17. Lilja
    19.06.2014 at 12:34

    Þú lýsir upp heiminn minn og ég kíki við daglega. Þú ert að gera skemmtilega hluti sem við getum leyft okkur að kópera af því að þeir kosta ekki hönd og fót og hvítuna úr báðum augum. Ég sit og horfi á búnt af bóndarósum sem ég keypti af því að ég hafði séð þær hjá þér og er bara alsæl með sumarið inni hjá mér þó það sé ekki sól. Njóttu fallegu litlu hlutanna áfram og endilega deildu þeim með okkur. Við kunnum að meta það elsku þú.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      20.06.2014 at 02:58

      Æji takk fyrir, en dásamlegt að heyra svona! ♥

  18. Unnur Magna
    19.06.2014 at 12:41

    það er ekki að ástæðulausu að orðabók fagurkerans innihaldi orðið Dossulegt um ýmsa hluti ……..það geta ekki allir verið allra en fyrir sum okkar ( örugglega flest okkar ) þá litar þú lífið með fallegum pastelhue og við fáum hugmyndir um að betrumbæta það sem við eigum fyrir og förum í vinnuhanskana og lyftum sandpappír og pensli – eyðum þ.a.l. minni peningum í óþarfa bara smá pening hjá Garðari……..og ég verð nú að segja að það er frábært að geta deilt svona fallegum endurnýtingarboðskap útí litla samfélagið okkar. Góði Hirðirinn blómstrar sem aldrei fyrr og alltaf nóg að gera í Rúmfó……..það er ekki allra að versla bara í InnX og búðum á við “ætlaseljatvohandleggiyfirfyllavisakortiðogklippaþaðsvo” búðum…..
    Þú ert ljós í lífi margra og ef einhver er ekki ánægður með þig þá má hann bara halda því fyrir sig og þegja……anyways I care, we care – you roCK ! XOXO

    • Soffia - Skreytum Hús...
      20.06.2014 at 02:58

      Unnur mín, þú ert mögnuð! ♥

  19. Þorbjörg Karlsdóttir
    19.06.2014 at 13:42

    Allt alveg ferleg flott hjá þér

    • Soffia - Skreytum Hús...
      20.06.2014 at 02:59

  20. Inga
    19.06.2014 at 14:19

    Kæra Soffía ! Takk fyrir að þú ert þú !!!!!! Haltu áfram þessu góða/skemmtilega sem þú ert að gera og vita skaltu að ég hef fengið ótal hugmyndir af að skoða þitt flotta heimili ! Ég fer inn á hjá þér daglega og þær eru ófáar ferðirnar sem ég hef farið í t.d. Rúmfó til að kaupa eitthv. sem þú hefur sýnt. Enn og aftur takk fyrir að vera þú.
    Kv. Inga

    • Birna
      19.06.2014 at 15:41

      Takk fyrir mig, tù ert fràbær 🙂

      • Soffia - Skreytum Hús...
        20.06.2014 at 03:00

    • Soffia - Skreytum Hús...
      20.06.2014 at 03:00

      Ouwwww….ég er bara að fara að gráta – þið eruð allar yndi! ♥

      …og afsakið að ég er að ýta þér í svona eyðslu 🙂

  21. Greta
    19.06.2014 at 15:58

    Sammála öllu ofangreindu. Þú ert snillingur að sjá fegurðina í litlu hlutunum og hefur (fáránlega) gott auga fyrir hugmyndum sem þú ert svo frábær að deila með þér.

    Þúsund þakkir fyrir að halda úti þessu bloggi! Elska það og bíð alltaf spennt eftir næstu færslu frá þér.

    Eigðu dásamlegan dag.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      20.06.2014 at 03:00

      Takk fyrir kæra Greta ♥

  22. Berglind
    19.06.2014 at 15:59

    Ég kíki hingað inn daglega bara af því að mér finnst það skemmtilegt, það er gaman að lesa skrif þín og hugmyndirnar sem þú deilir með okkur og myndir eru stórkostleg 🙂
    Ég þakka þér

    Kv. Berglind

    • Soffia - Skreytum Hús...
      20.06.2014 at 03:01

      Þakka þér beint til baka fyrir falleg orð ♥

  23. Ragnhildur
    19.06.2014 at 16:20

    Elsku Soffia ég segi eins og margir mer finnst eg þekkja þig og hef meðal annars keypt af þer limmiða og svona dúll……þegar eg mæti þer á götu liggur við að maður heilsi bara hhahahhh…mer finnst þú æði, smekkleg með flottar hgmyndir sem kosta ekki annan handlegginn…það hafa allir skoðun á manni og sem betur fer getum við aldrei gert öllum ti, hæfis enda ekki á snærum neins að geta það….við verðum bara að treysta að fólk hafi “kommon sens”og viti að allt nagg og nag birtast oft af öfund…..einnig umtal…..best er að kynna ser hlutina sjalfur áður en maður dæmir folk….eða sleppa því og horfa á það jakvæða í kringum okkur….en ALLAVEGA haltu þessu áfram þetta er yndislegt að skoða 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      20.06.2014 at 03:02

      Hjartans þakkir Ragnhildur – og mundu bara, næst að heilsa 🙂

      Annars fer ég að verða paranojuð að einhver sé að horfa á mig….hohoho

      Knúsar ♥

  24. Margrét
    19.06.2014 at 18:46

    Póstarnir þínir hlýja mér um hjartarætur. Mér finnst gott að sjá hugmyndir af því hvað það getur kostað okkur lítið fjáragslega að gera fallegt og persónulegt í kringum okkur. Oft þegar ég les og sé póstana þína, man ég eftir einhverjum hlut sem mér finnst vænt um en er kannski inní skáp og bara bíður eftir að vera “elskaður pínu”. Þegar ég hef tekið hann fram og nýt þá hugsa ég til þín með þökkum. Það er gott að vera minntur á hvað við eigum margt fallegt þó ekki séu það sérstakir og rándýrir hönnunarhlutir heldur eitthvað sem “hlýjar” í hjarta. Takk fyrir póstana þína og að leyfa okkur að njóta fallega hugarflugs þíns 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      20.06.2014 at 03:03

      Vá hvað þetta var yndislegt – takk fyrir!! ♥ ♥

  25. Erla María
    19.06.2014 at 20:38

    Mér finnst alltaf gaman að lesa færslurnar frá þér, maður fær fullt af góðum hugmyndum og bara gaman að fylgjast með því sem þú og þið fjölskyldan eruð að gera, haltu endilega áfram á sömu braut 🙂

    Mig langar að spyrja hvort þú vitir hvar er best að fá glerkúpla/lok ? Ég á hvíta diskinn á fæti úr Litlu Garðbúðinni (sem ég uppgötvaði eftir að lesa bloggið þitt) sem er á myndunum hjá þér, langar einmitt svo í glerkúpul á hann, hvar fékkstu þinn?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      20.06.2014 at 03:04

      Takk fyrir!

      Glerkúplarnir eru að skjóta upp kollinum hér og þar, þessi Chocolate diskur, sem ég er að nota lokið af – ég held að svoleiðis gæti fengist í Hagkaup. Svo er eitthvað í Púkó og Smart, hugsanlega Borð fyrir tvo?? Skal fylgjast með og láta vita ef ég sé eitthvað 🙂

  26. Guðrún
    19.06.2014 at 23:21

    Ég er svo sammála öllu ofansögðu, ég kommenta mjög sjaldan en kíki hér inn á hverjum degi til að fylgjast með því sem þú ert að gera og fá góðar hugmyndir. Takk kærlega fyrir mig!

    • Soffia - Skreytum Hús...
      20.06.2014 at 03:04

      Takk fyrir að kommenta ♥

  27. Anna Sigga
    20.06.2014 at 00:02

    Takk fyrir að vera til og gleðja augu okkar allra daglega. Knús á þig og þína<3

    • Soffia - Skreytum Hús...
      20.06.2014 at 03:05

      Knús beint til baka, mín kæra ♥

  28. Hlín
    21.06.2014 at 22:19

    Þú ert yndisleg. ég er búin að fylgjast með blogginu í langan tíma en aldrei kommentað, gat ekki annað en sagt nokkur orð eftir að hafa lesið svona fallegan póst

    ps. sá þig í góða hirðinum og var næstum því búin að segja hæ því mér fannst ég bara vera að rekast á gamla vinkonu 😉

    • Soffia - Skreytum Hús...
      25.06.2014 at 02:09

      Hjartans þakkir, og næst bara að heilsa 🙂
      Svo ég verði ekki paranojuð og haldi að það sé verið að fylgjast með mér!

  29. Helena Vatnsdal
    21.06.2014 at 22:36

    Ó… bara ef þú vissir hversu mikil inspírasjon þú hefur verið mér án þess að við höfum nokkurntímann hisst, sést eða talað saman 😉

    Ég ELSKA bloggið þitt…datt inná það fyrir c.a. mánuði síðan og þú heillaðir mig algjörlega upp úr skónum með dásamlegu fegurðarskyni þínu. Þú ert snillingur í að sjá ótrúlegustu möguleika á uppröðun oft einfaldra hluta sem á endanum gera heildarútlit herbergja einstök og ofboðslega falleg. Heimili þitt, og þá sérstaklega eldhúsið og miðrýmið, hafa orðið til þess að bæði eldhúsið mitt, stofan og sjónvarpsholið hefur algerlega breytt um svip, þannig að nú finnst mér ég (LOKS) eiga í alvörunni heima hérna heima hjá mér….því þetta er MINN smekkur frá A-Ö….inspíraður af þér hahaha 🙂

    Maðurinn minn hefur reyndar haft það á orði s.l. mánuð að ég eigi bara eftir að grunna hann og hvítta…það er kannski eitthvað sem fleiri eiginmenn, sem eiga svona skyndi-breytinga-eiginkonur, skilja ? 😉

    Þegar ég leit fyrst myndirnar af þessum rýmum heima hjá þér varð ég svo upphrifin að ég fór strax í að sanka að mér efnivið, sigta út hvaða húsgögnum ég gæti mögulega breytt heima hjá mér, snúið við, litað, málað o.s.frv. og hvað ég þurfti að losa mig við.

    Ég sótti nytjamarkaðinn hér í bænum og hef örugglega aldrei dvalið þar jafn lengi því ég gramsaði og gramsaði líkt og ég væri í fjársjóðsleit 😉 Á endanum fann ég fullt af bæði litlum og stórum hlutum sem ég mögulega notað til að fullkomna þá mynd sem ég hafði í kollinum á mér af heimilinu þínu….ehhemmm ég meina mínu hahahahahaa 🙂

    Til að gera langa sögu stutta…..lá mér svo á að breyta og bæta að ég hafði ekki fyrir því að taka fyrir-myndir…sem ég auðvitað dauðsé eftir núna. En ég skal senda þér við tækifæri myndir sem eru aftur á móti til af þessum svæðum (teknar af einhverjum tilefnum) og sýna þér svo eftirmyndirnar 🙂

    Hafðu einlægt þakklæti fyrir ómældan tíma þinn og fyrirhöfn sem þú hefur haft til handa okkur hinum. Ég efast ekki hið minnsta að þú gerir þetta af eintómum áhuga og gleði fyrir þig sjálfa….en trúðu mér þegar ég segi að að þessi gleði þín, áhugi og næmt fegurðarskyn hefur smitað út frá sér þúsundfalt.

    🙂

    Með hjartans kveðju,
    Helena Vatnsdal

    • Soffia - Skreytum Hús...
      25.06.2014 at 02:12

      Kæra Helena!

      Hjartans þakkir fyrir þetta yndislega komment!
      Þú bara veist ekki hvað það yljar að finna þessa hlýju, og fá að vita að það sem maður gerir skiptir einhverju máli þarna úti í heiminum.

      Endilega sendu myndir við tækifæri, það væru bara dásamlegt!

      Hafðu enn og aftur þökk fyrir dásemdar komment!

      *knúsar

  30. Inga
    22.06.2014 at 22:22

    Sæl, takk fyrir yndislegt blogg. Hef aldrei kommentað áður en skoða næstum á hverjum degi og vá hvað ég vildi oft hafa svona smá svona dossu í mér 😉 Svo heimilislegt og hlýlegt hjá þér og skemmtilegar hugmyndir 😉 Bestu kveðjur af norðurlandinu !

  31. Soffia - Skreytum Hús...
    25.06.2014 at 02:13

    Kærar þakkir kæra Inga 🙂

    Vertu velkomin sem oftast og vonandi heldur síðan áfram að gleðja þig!

    Kærar kveðjur frá mér!

  32. Ingibjörg
    01.11.2015 at 23:03

    Þú ert dásemd <3 smekkleg, krúttleg, góður penni og falleg að innan sem utan rétt eins og allt sem þú birtir okkur 😉

    • Soffia - Skreytum Hús...
      01.05.2016 at 02:19

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *