Kofi annan…

…og svo kemur Kofi þriðji, og þar fram eftir götum.

2014-06-11-111415

Það er nefnilega af nægu að taka, alls konar minni, og stærri DIY-verkefni sem verður gaman að sýna 🙂

2014-06-11-104313

…enda er af nógu að taka 🙂

2014-06-11-104321

…þessi gamli álkisubakka fannst í þeim Góða og hefur beðið í skúrnum eftir rétta staðnum, að sjálfsögðu fannst hann núna.  Skálin er úr áli líka, og kemur frá RL-Design-inu góða, ásamt þessum dásamlega frildabursta…

2014-06-11-104551

…en þarna sjást nokkur gull sem koma frá Söstrene Greenes

2014-06-11-104607

…eins og t.d. þessir dásemdar kassar!

Húsakassar í pastellitum og ég gat bara ekki staðist þá…

2014-06-11-104657

…hillueiningin undir skápnum er gömul og kemur frá le tengdós.  Hún fékk smá málun og skúffur spreyjun (sko ekki tengdó, heldur hillan)…

2014-06-11-104726

…sömuleiðis kom litla sæta hillan á veggnum frá tengdaforeldrunum, og fékk sömuleiðis spreymeðferð (allt um svoleiðis í sér Kofi DIY-pósti)…

2014-06-11-104800

…gamalt fuglahús varð að “ljósakrónu” í litlu húsi sem ekkert rafmagn er í…

2014-06-11-104812

…og litlu gömlu yndislegu myndirnar fengu nýjan samastað.  Ég á orðið nokkrar svona og mér finnast þær svo mikil dásemd.  Þessar koma ýmist úr þeim Góða eða Háaloftinu á AEY

2014-06-11-104822

…eins og sést þá bráðnauðsynlegt að setja svona litlar krúttaðar hillur á veggi í dúkkukofum…

2014-06-11-104838

…og svo, ef maður er heppinn, þá finnur maður svona krúttaralegt “bollastell” eða öllu heldur Expresso-bolla í Góða líka…

2014-06-11-104853

…litlir kofar í kofa…

2014-06-11-105001

…uglupúði úr Tiger (eeeeeldgamall og varla til lengur :/ ) fær að stija vaktina í kofanum…

2014-06-11-105008

…þessir kassar koma líka frá Söstrene og ég er búin að eiga þá í mörg ár.

Hins vegar tók ég þann efri og spreyjaði hann í réttum lit.  Undir kössunum eru hinsvegar Bekvam-kryddhillurnar frá Ikea, standandi á hvolfi (þær eru tvær).  Hins vegar fékk ég könnuna og skálarnar núna um daginn hjá systrunum Grænu og góðu.  Kjörið að vera með könnu svo að hægt sé að fara með kalt vatn út í kofa, og svo er blá og bleik skál á fæti.  Fyrir íspartý í kofanum…


2014-06-11-111602

…sjáið hvað uglan er kát með nýja húsið sitt…

2014-06-11-111653

…Love er það sem þetta snýst allt saman um.  Holly Hobby eggin eru gömul….

2014-06-11-111932

…þetta var ódýr og einföld lausn.  Hellurnar eru korkhitaplattar, bara spreyjað svart.  Festi þær ekki einu sinni niður þannig að auðvelt sé að taka þær bara í burtu – ef þarf að breyta kofanum í t.d. búð…

2014-06-11-112029

…nóg á mamman af glerkrukkum í eldhúsinu, og því urðu þrjár litlar minikrukkur að fá að vera memm.  Koma frá Söstrene.  P.s. ekki dæma hvað það vantar mikið af kýtti undir gluggann, en túpan kláraðist og það var allt lokað – enda hvítasunnudagur…

2014-06-11-112032

…stundum er t.d. bráðsnjallt að klippa bara bangsa af lyklakippum, og þannig kom það til að þessi litli flutti inn…

2014-06-11-143239

…litli bjölluóróinn sem hangir þarna í er DIY eftir dótturina, það sýni ég síðar.

Sömuleiðis þarf ég að sýna ykkur nánar broddgaltahengið þarna á vegginum, sívinsælt…

2014-06-11-143346

…spegill var settur á veggin gegnt glugganum, svona til þess að grípa birtuna og stækka rýmið, sjónrænt séð…

2014-06-11-143438

…og litlu kollarnir frá Ikea voru snilldarlausnir við litla borðið, annað DIY-verk…

2014-06-11-143513

…svo er það þessi hérna!

Þegar að ég var á sama aldri og hún er nú kynntist ég stelpu sem átti eftir að verða ein af mínum bestu í gegnum lífið.  Hún átti í garðinum sínum dúkkukofa.  Sá kofi er í minningunni einn sá skemmtilegast leikstaður sem við áttum.  Það sem meira er, ég man eftir að taka plötur og dót sem var í kringum kofann og stækka hann út um nokkur herbergi – getum við sagt saman: “snemma beygist krókurinn sem verða vill” og kannski bara líka “lengi býr að fyrstu gerð”.

Það var mér því mikilvægt að útbúa svona leiksvæði fyrir krakkana mína, sér í lagi þar sem að kofinn fylgdi húsinu þegar að við keyptum það…

2014-06-11-143538

…og þetta er að virka vel á mína konu! Sem og vinkonur hennar sem að virðast falla í stafi og taka strax til starfa í kofanum góða…

2014-06-11-143601

…enda þarf að matreiða ýmislegt…

2014-06-11-143756

…og það er svo sannarlega hægt að hafa gaman af (takið eftir dásemdar ausunni frá Söstrene, í hárrétta litinum)…

2014-06-11-143820

…og það er ekki annað hægt að sjá en að þær skemmti sér konunglega…

2014-06-11-143821

…jafnvel skotið á eins og einni pósu…

2014-06-11-143915

…og þannig er kofinn góði! og það sem í honum er, svona að mestu…

2014-06-11-144127

…hefur barasta tekist prýðilega að mínu viti…

2014-06-11-144312

…en sólin hélt áfram að skína og gleðja okkur, allan daginn í gær…

2014-06-11-155324

…þannig að það var áfram standandi sitjandi kaffiboð eftir að litli maðurinn kom heim úr leikskóla, og þá var sko afi dreginn líka (og amma sem ekki sést á mynd núna) í smá svona samsæti…

2014-06-11-191315

…og það var svo mikið sem þurfti að starfa og vinna, enda stórveisla með góðum gestum…

2014-06-11-191344

…og litli gaur var bara kátur með þetta allt saman – bæði að skenkja í bolla…

2014-06-11-191544

…og auðvitað að sópa líka – hann er svo duglegur að ganga til (hann blandar alltaf saman að ganga frá og taka til = ganga til)…

2014-06-11-191907

…fegurðin liggur í smáatriðunum líka…

2014-06-11-192026

…ég veit ekki hvað þessi dama hrærði í mikið af “pönnukökudeigi” í gær…

2014-06-11-192042

…og litli bróðir þarf að gera líka, og það er alveg hægt að gleyma Batman og Spiderman um stundarsakir og kofast smá…

2014-06-11-192519

“mamma, vilt þú pönnsur?”

2014-06-11-192649

…sér úti póstur kemur síðan: Kofi Úti, og þar koma þessir hlerar sterkir inn, enda varð ótrúleg breyting við að setja þá upp…

2014-06-11-191639

…enda hefur kofinn tekið stakkarskiptum að innan sem utan!

Hvernig líkar ykkur svo?

Sáttar?

Smella í eins og eitt Like? 🙂

Starred Photos266

36 comments for “Kofi annan…

  1. Íris
    12.06.2014 at 09:15

    Ég er ORÐLAUS !! þvílík fegurð hjá þér kona

  2. Svala
    12.06.2014 at 09:18

    Dásemd. Vantar kofa, svona kofa eða annan (oooo ég er svo fyndin!!!)

  3. anna sigga
    12.06.2014 at 09:27

    Gordjöss ! er það eina sem ég get sagt 😀

  4. Sigga Rósa
    12.06.2014 at 09:40

    Yndislegur kofi hjá þér Dossa, mikið eru krakkarnir þínir heppnir að eiga svona klára mömmu 🙂 Þetta hús á eftir að vera þeim uppspretta mikillar gleði og margra minninga í framtíðinni 🙂

  5. Marîa
    12.06.2014 at 09:47

    Geggjað.

  6. Svava
    12.06.2014 at 09:49

    þetta er nú alveg klikkað flott sko! <3

  7. Hrönn
    12.06.2014 at 10:00

    Snilld, þarf ekki fleiri orð um þennan frábæra gjörning 🙂

  8. Gulla S
    12.06.2014 at 10:03

    Held þú sért með töfrasprota 🙂 allt sem þú kemur nálægt verður dásamlegt! Til hamingju með kofann og elska svona hlera svo ég bíð spennt eftir næsta pósti.

  9. Berglind
    12.06.2014 at 10:53

    ÆÐISGENGIN !! :Þ

    Nú langar mér í kofa, Yndis 😉

  10. Sigga Helga
    12.06.2014 at 11:02

    Já sæll… þetta er geðveikt hjá þér þú ert dáseimdin ein 😉

  11. Edda Björk
    12.06.2014 at 11:02

    Er orðaus!!!! – frábært – æðislegt – sjúkt – LOVE it !!! Hmmm ég var sem sagt ekki alveg orðlaus eftir allt saman 😉 Til hamingju með þennan frábæra gjörning. Knúz á línuna … Edda

  12. Margrét Helga
    12.06.2014 at 11:25

    Vá!! Bara snilld!! Rosalega flottur kofi 😀

  13. Unnur Magna
    12.06.2014 at 11:29

    Orðlaus !!!!!!!!!!!!! 5★ af 5mögulegum…..vill svo til að ég á kofa úti á palli sem er garðverfæraskúr því börnin mín eru svo gömul…..liggur við að mig langi að gera hann upp fyrir mig …..kannski sem bara slökunarherbergi 🙂

  14. Heiða
    12.06.2014 at 11:53

    Vá vá,vá hvílík dásemd! Snillingur, punktur 🙂

  15. Guðrún Björg
    12.06.2014 at 11:53

    Snillingur! þarf ekki að segja meir 🙂

  16. Sunna
    12.06.2014 at 12:24

    OMG hvað þetta er geeeðveikt !

  17. Kristjana Axelsdóttir
    12.06.2014 at 13:25

    VÁ maður minn jeramías hvað þetta er yndislega fallegt hjá þér…..allt … ég er orðlaus!

  18. Hjördís
    12.06.2014 at 13:32

    Algjörlega geggjaður!

  19. Valgerður
    12.06.2014 at 16:05

    Vá, þessi kofi er algjör draumur. Ég er búin að vera á leiðinni að smella upp kofa í garðinum í nokkur ár, en nú bara verð ég friðlaus þangað til hann er kominn upp 😉

  20. Inga
    12.06.2014 at 19:13

    Vá , alveg geggjaður kofi hjá þér !!! Mikið öfunda ég börnin þín mikið !!! Þarna geta orðið til hreint frábærir leikir. En eins og þín er von og vísa er kofinn eða glæsihúsið frekar hreint út sagt glæsilegt. Til hamingju með þetta þið þrjú ! Bestu kveðjur Inga

  21. Eyrún Harpa
    12.06.2014 at 20:42

    Vá, þetta er æðislegt, ég er eimitt með kofa sem ég ætla að taka í gegn núna næstu daga. Hvar fékkstu stykkið sem þú setur úti við gluggan ? svona gluggahjarir eða hvað þetta nú heitir : )

    • Soffia - Skreytum Hús...
      12.06.2014 at 21:00

      Hlerarnir eru úr Góða Hirðinum 🙂

      • Eyrún Harpa
        13.06.2014 at 00:34

        Auðvita 😉

  22. Anna
    12.06.2014 at 21:21

    Þetta er langfallegasti kofi sem ég hef séð! Börnin ykkar eru ekki lítið heppin að geta leikið sér þarna. Algjörlega fullkomið hjá þér!! 😉

  23. Magga
    12.06.2014 at 21:54

    Vá en fallegt hjá þér eins og allt annað sem þú gerir, þú ert snillingur 😉

  24. maja
    12.06.2014 at 22:14

    yndislega fallegt go kósý 🙂

  25. Svandis
    13.06.2014 at 10:02

    VÁ! I´m in love 🙂

  26. Berglind
    13.06.2014 at 10:57

    Orðlaus!! Þú ert mögnuð kona 😀

  27. Kolbrún
    13.06.2014 at 17:16

    Og ég sem hélt það væri bara hægt að hafa svona DRAUMAHÚS í útlöndunum,þetta er geggjað.

  28. Heiða María
    14.06.2014 at 19:37

    Vávává!

  29. Anna María
    16.06.2014 at 09:16

    Vá, þetta finnst mér algjört æði, hefur alltaf dreymt um svona kofa fyrir mína dömu. Yndislegt.

  30. 21.06.2014 at 09:59

    Allt svo agalega sætt og krúttlegt, til lukku með híbýlið himneskt flotta!

    KNÚS!

    Kikka

  31. Steinunn
    23.06.2014 at 09:54

    Þetta er sjúklega fallegt hjá þér

  32. hulda
    11.05.2015 at 15:55

    Eitt orð DÁSEMD 🙂

    Kkv.
    Hulda

Leave a Reply to Kolbrún Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *