Sumar…

…eða næstum bara draumur um sumar!

Því að myndirnar eru dálítið svoleiðis…

11-2014-05-28-153201

…og ég stökk næstum hæð mína (sem er reyndar ekki mikil) í loft upp af gleði, seinasta miðvikudag, þegar að þessi gula lét sjá sig á himni.  Það var orðið svoldið síðan við hittumst og ég kættist við endurfundina…

13-2014-05-28-153244

…því var ekki annað hægt en að tjalda aðeins til þegar að svona yndislegur, en sjaldséður, gestur lét sjá sig…

14-2014-05-28-153247

…á borðið fór löberinn góði, og hann er úr plasti, þannig að hann getur vel staðið úti.  Síðustu sumur hefur hann staðið úti allan sólarhringinn…

18-2014-05-28-153316

…frá skálinni verður sýnt í pósti síðar, vonandi í dag…

20-2014-05-28-153330

…og mikil gleði að geta farið að týna smá lúpínur í vasa…

21-2014-05-28-153335

…og auðvitað eru svona rómantískar luktir ómissandi á “pallinn”…

25-2014-05-28-153344

…síðan má nefna það sérstaklega hvað svona fánalengjur gera mikið…

26-2014-05-28-153353

…en ég er obbalega skotin í nýju veifunum sem ég var að fá mér…

29-2014-05-28-153404

…en þessar eru svona úr bómullarefni, og því kjörnar úti því þær þola að blotna…

31-2014-05-28-153407

…en þarna er  nú notalegt að sitja, og njóta…

32-2014-05-28-153416 33-2014-05-28-153419

…þessi púði, mér finnst hann bara vera sumar!

34-2014-05-28-153425

…og ég er ákveðin að nota hann og stara bara stöðugt á hann, ef veðrið skyldi klikka þetta sumarið – sem það gerir auðvitað EKKI…

36-2014-05-28-153444

…er mjög ánægð með “nýju” Stockholm skálina mína…

38-2014-05-28-153453

…sem og fallegu könnuna mína.  Sem er í mínum lit 🙂

39-2014-05-28-153458

…litlu kertastjakarnir sem eru þarna, voru spreyjaðir fyrir afmæli dömunnar  í vetur…

23-2014-05-28-153340

41-2014-05-28-153557

…nú er bara beðið eftir að trjákrónurnar fyllist betur, og þá verður þetta enn meira bjútífúl…

42-2014-05-28-154849
…rúmteppið kemur frá Rúmfó, sýndi það í innlitinu hér, og ég er rosalega hrfin af því.  Rétt eins og öllum þessum rúmteppum frá þeim.  Það er meira að segja hægt að snúa því við og þá er það hvítt með bleikum rósum…

48-2014-05-28-154918

…mér finnst þessi púði líka sérlega sætur, sem sé skotin, ójá…

49-2014-05-28-154925

…á sama stað féll ég líka fyrir þessum hérna pottum.  Fannst þér meira að segja svo sætir að ég fékk annan, sem ég setti inn í herbergi dömunnar sem ruslafötu.  Sko, alltaf að hugsa út fyrir kassann…

60-2014-05-28-155059

…og þannig fór það.  Höfum löberinn úr plasti og það er ekkert mál að hafa hann úti (fást í Pier og Rúmfó, ma)…

50-2014-05-28-154939

…nýtum okkur lúpínuna og önnur blóm sem vaxa villt…

52-2014-05-28-154957

…fánalengjur geta poppað upp hvaða rými sem er…

54-2014-05-28-155020

…og auðvitað er kertaljósið alltaf kósý…

57-2014-05-28-155039_1

…og svo er bara að hreiðra sig um og gera kósý…

58-2014-05-28-155049

…það þarf oft ekki mikið…

59-2014-05-28-155054

…nema kannski helst nauðsynlegt að vera með teppi, því að þetta er auðvitað íslenskt sumar 🙂

61-2014-05-28-155101

…annars segi ég bara góða helgi, og ég vona að þessi gula reyni að gleðja okkur smá með því að sýna sig!

Knúsar á línuna ♥ 

62-2014-05-28-155114

Hvað er hvaðan:

Blómapúði á bekk: Rúmfó
Lifepúði á bekk: Púkó og Smart
Fánalengja: Pier
Löber: Rúmfó/Pier
Fuglalukt: Rúmfó
Stálskál: Ikea
Fuglavírnet: Litla Garðbúðin
Blómakanna: Litla Garðbúðin
Graspúði: Rúmfó
Rúmteppi og koddi: Rúmfó
Fiðrildapottur: Rúmfó
Lúpína: útí móa

p.s. hvernig er að fá svona lista í lokin, yfir hvað er hvaðan?

9 comments for “Sumar…

  1. Sigga Rósa
    30.05.2014 at 09:06

    Virkilega kósý hjá þér Dossa 🙂 Fánaveifurnar og luktin alveg að gera sig 🙂 listinn góður 😉

  2. Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir
    30.05.2014 at 09:08

    ó hversu dásamlegt! Það sem ég hlakka til að hafa pall þó það væri ekki nema næstum því pallur sem hallar ekki eins og stéttin sem ég hef til umráð 😀

  3. Heiða
    30.05.2014 at 09:15

    Rómantískt,sumarlegt og sætt, snillingur!

  4. Greta
    30.05.2014 at 09:50

    Æði að fá listann. Var tilbúin með spurning um veifurnar og pottinn 🙂

  5. Margrét Helga
    30.05.2014 at 10:33

    Hrikalega kósí hjá þér 🙂 Snilld að fá svona lista!! Góða helgi!

  6. Ólína
    30.05.2014 at 10:36

    Sko það er bara ALLTAF gott veðru 28 Maí og sólin lætur alltaf sjá sig smá þann dag.. svona hefur þetta verið frá því ég fæddist og verður þar til ég verð öll. ( it’s my birthday baby 😉 )

  7. Snjólaug
    30.05.2014 at 14:35

    hrikalega flott allt saman og maður þarf greinilega að kíkja í Rúmfó 🙂 en hvar fékkstu þessa Home stafi sem eru út í glugganum hjá þér?

  8. Svandís J
    31.05.2014 at 07:10

    Langar í svona… nákvæmlega svona allt!

  9. 31.05.2014 at 14:29

    Þetta er alger draumur!

Leave a Reply to Ólína Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *