Frá lesanda: fyrir og eftir…

…mér finnst alltaf jafn ótrúlega gaman að sjá hvað það eru margar snilldarlega klárar konur sem lesa þetta blogg.  Það er sérstaklega áberandi inni hjá Skreytum Hús-hópnum á Facebook, þar sem að konur eru að deila myndum af því sem þær eru að gera/eða að fara að gera.  Leita ráða, fá álit og hjálpast að!

Hver segir svo að konur séu konum verstar?  Hnuss 😉

Í það minnsta hafði hún Ragga samband við mig og benti mér á að sá Góði væri sameiginlegur vinur okkar beggja og að hennar veiðiferðir hefðu svo sannarlega borið góðan árangur.

Ég fékk leyfi til þess að deila myndunum með ykkur og því er bara hægt að segja: njótið vel!

600760_10152888224095037_616548663_n

Ragga fann fyrst eitt náttborð í þeim góða, og nokkrum dögum seinna fann hún annað eins:
“Fann “tvíburasystirina” nokkrum dögum seinna,
svo þær verða krúttlegar systurnar þegar þessi verður komin í sparifötin líka.

Og þessi elska kostaði bara 1.500 vegna lasleika í fótaburði. Reddum því svo sem.”

600760_10152888224100037_818243163_n

“Ég pússaði létt með fínum sandpappír,
grunnaði svo með hefgrunn (húsasmiðjan) og málaði
og rúllaði svo tvær umferðir. Gott að nota vatnslakk með minnsta gljástigi.”

941735_10152876719685037_1792644861_n

Ótrúlega falleg smáátriði sem njóta sín vel núna…

292562_10152876737695037_1741680623_n

“Fallegur “snúður ” á endanum”

945572_10152876737705037_1296361071_n

Held að þið hjótið að vera sammála mér að þetta er frábær útkoma!
Dásamlega fallegt  ♥

467618_10152876738130037_896279926_o

“Þessi dýrgripur fannst í Góða Hirðinum, heilar 3000 kr.
Og svo var byrjað að pússa……”

10371491_10154189465800037_2007372648268753947_n
10345554_10154189465815037_6653727162711780426_n

“búin að grunna og byrjuð að mála, engar lappir voru á gripnum, nema ein, svo ég sagaði út lappir og skellti undir.”

10371567_10154189466120037_1522260595789678562_n

Eigum við eitthvað að ræða það að vera handlagin húsmóðir?? 🙂

10297621_10154189466345037_4760265005169370130_n

Útkoman er síðan þetta líka geggjaða skrifborð sem stendur í svona líka fallegu vinnuhorni – lofit 

10385399_10154189466715037_7098059162901707066_n

pússaði kantana til að fá þetta fallega “notaða” útlit á það

10403132_10154189466520037_4006233693093713383_n

Takk kærlega fyrir að leyfa okkur að njóta Ragga, þetta er snilldarlegt hjá þér, og endalaust fallegt.

Ragga er greinilega endalaust hæfileika rík og er líka að saga út rosalega flotta stafi,
og þið getið skoðað þá nánar með því að smella hér!

10402875_10154189467015037_2489710533800898766_n

Þú gætir einnig haft áhuga á:

9 comments for “Frá lesanda: fyrir og eftir…

 1. Vaka
  26.05.2014 at 08:31

  Mjög fallegt allt saman 🙂

 2. Hjördís
  26.05.2014 at 08:58

  Vá ótrúlega flott?

 3. Bryndís
  26.05.2014 at 09:02

  Geggjað 🙂

 4. Margrét Helga
  26.05.2014 at 09:09

  Vá! Snillingur er hún! 🙂 Rosalega flott hjá henni!

 5. Ragnhildur
  26.05.2014 at 09:23

  Takk fyrir þetta Soffía 🙂
  Kveðja úr Hafnarfirði

 6. Guðbjörg Haraldsdóttir
  26.05.2014 at 09:34

  Vá!!

 7. anna
  26.05.2014 at 09:43

  Rosalega flott! Æðislegar höldurnar sem hún valdi á. Hvaðan koma þær?

  • Soffia - Skreytum Hús...
   26.05.2014 at 10:06

   Mér sýnist þetta vera bara orginal höldurnar!
   Þær verða svo oft eins og nýjar þegar búið er að breyta 🙂

 8. María
  26.05.2014 at 12:34

  Mikið er þetta fínt. Þið tvær hafið greinilega sama smekk 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published.