Oggulítið – DIY…

…því að suma daga er maður ekki stórtækur!

Ég sýndi ykkur gestabækurnar núna um daginn, sjá hér, en svo hélt ég áfram að fikta og spá, og einn morguninn – á meðan að strákarnir mínir böðuðu sig í morgunsólinni tók ég til starfa…

02-2014-05-19-100750

…þrjár litla krukkur úr Góða.  Svo sem sætar, en engu að síður keyptar til þess að breyta þeim smá.

Sorry krukks…

01-2014-04-29-172313
…því var tekið til óspilltra málanna að mála.  Notaðist við föndurmálninguna frá henni vinkonu minni Martha Stewart – við erum ótrúlega nánar, og ég kalla hana bara Mörtu frænku (svipað og hún frænka mín Betty (Crocker))…

07-2014-05-19-150232

…eftir að hafa málað þá notaði ég sandpappírssvampinn (svo mikil snilld) frá Litalandi og “skemmdi” hér og þar, svona til að gera þetta meira rustic…

12-2014-05-19-145829

…og síðan var að mestu leiti notast við úrklippur og afganga.  Fyrsta krukkan er með afgang af gjafapappír sem ég setti í bakið á skáp (sjá hér) og mynd sem ég prentaði út, önnur er með diskamottunum úr Söstrene, snilld!!

11-2014-05-19-145931

…og svo er þessi bleika með skrapppappír sem ég átti…

08-2014-05-19-171533

…til þess að festa þetta á notaði ég bara límlakk, svipað og Modpodge…

09-2014-05-19-153559

…og eins og áður sagði – bara lítið og einfalt…

10-2014-05-19-153600
…síðan notaðist ég við smá skreyterí á þennan með gráa pappírinum, og setti svona límblúnduborða neðst (eins og ég hef notað á löberinn í eldhúsinu (sjá hér)
13-2014-05-21-200033

…og týndi svo bara til smá demanta, smá límperluskraut og lítið blóm frá Söstrene

19-2014-05-21-165025

…og þannig urðu Jesper, Kasper og Jónatan til…

14-2014-05-21-164948

…en þeir eru ósköp sætir…

15-2014-05-21-164954

…sér í lagi fyrir svona lítið punt í stelpuherbergi…

16-2014-05-21-164955

…eða bara á baðið…

17-2014-05-21-164956

…en það gerir líka mikið að hafa farið með sandpappírinum á þær…

20-2014-05-21-165027

…fá meiri karakter…

22-2014-05-21-165033

…þetta má náttúrulega skreyta bara algerlega að vild og eftir hentugleika…

18-2014-05-21-165019
…síðan fyrst ég var að vinna með afganga, þá klippti ég þessa uglu til (eins og ég gerði boðskort út hérna um árið, sjá hér).  En þetta er sniðugt í föndur með krökkunum, boðskort eða bara sem skraut í ramma, eða hangandi í glugga…

05-2014-05-19-143240

…annars langar mig sérstaklega að þakka fyrir öll fallegu orðin ykkar í kjölfarið af Heimsókninni.

Mikið eruð þið yndislegar!

Svo segi ég bara góða helgi krúttin mín, njótið þess að dúllast eitthvað og bara hafa það kózý 

03-2014-05-19-143224

Þú gætir einnig haft áhuga á:

3 comments for “Oggulítið – DIY…

 1. Guðrún K
  23.05.2014 at 21:32

  Flott hugmynd með breytingu á krukkunum!

 2. Vala Sig
  24.05.2014 at 00:37

  Sniðugt,góða helgi

 3. Margrét Helga
  25.05.2014 at 12:31

  Vá! Flottir Kasper, Jesper og Jónatan…geri samt ráð fyrir að þetta sé þeirra kvenlega hlið 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published.