Love is in the air…

…á þessum árstíma!  Enda er íslenskt sumar yndislegur tími til þess að ganga í hjónaband.

Reyndar finnast mér vetrarbrúðkaup dásamlega rómantísk líka, þannig að hvað er ég að tjá mig 🙂

En eins og ég hef áður sagt þá eru forréttindi að taka þátt í þessum stóru dögum með fólki 

10271515_10203236120437149_2782911418866706415_n

…veislan var haldin í Rúbín veislusalnum í Öskjuhlíðinni (við hliðina á Keiluhöllinni)…

01-2014-05-16-200806

…að öðrum sölum ólöstuðum, þá er þetta ein fallegasti salur sem ég hef komið inn í.  Klettaveggurinn er inni í salnum, og kristalskrónurnar gefa dásamlegan glamúrbrag á móti steinum…

04-2014-05-16-200930

…en þar sem salurinn er svona flottur og glæsilegur…

02-2014-05-16-200824

…þá fannst okkur kjörið að vera bara með látlausar og einfaldar skreytingar…

03-2014-05-16-200844

…keypti þessar snilldar kertaflísar í Ikea – og setti bara kertin þar ofan á, einfallt en fallegt…

05-2014-05-16-200956

…ætlaði að nota flöskurnar sem ég lýsti eftir um daginn fyrir blómin, en þess í stað fann ég þessa litu vasa sem komu æðislega vel út…

06-2014-05-16-201010

…á matarborðinu var upphækkun, og ég fékk bara lánaðan silfurbakka hjá salnum og setti kerti og 3 vasa þar á…

07-2014-05-16-202017

…bakkinn gerði þessa samhluti að einni heild, að skreytingu…

08-2014-05-16-202028

…heima var hins vegar verið að gera allt tilbúið fyrir brúðarvöndinn…

09-2014-05-15-180455

…og það þýddi að vera búin að verka blómin og gefa þeim tækifæri til þess að springa út…

10-2014-05-15-180459

…og hér sést tilbúinn vöndurinn…

11-2014-05-17-142015

…þetta er svona þéttur kúluvöndur, en hann er jafnframt “óreglulegur”, svona “týndur á engi”-fílingur með þessum…

12-2014-05-17-142052

…blómin í honum eru öll ofarlega á vinsældarlistanum mínum.  Þannig að ég naut þess virkilega að útbúa vöndinn…

13-2014-05-17-142241

…bouquet rósir, fresíur, bóndarósir, silfur Brunia og svo smá greinar úr garðinum…

16-2014-05-17-142304

…þið getið rétt ímyndað ykkur hvað hann ilmaði dásamlega með bóndarósunum og fresíunum….

15-2014-05-17-142252
…hér sést síðan salurinn þegar búið er að leggja á öll borðin…

20-2014-05-17-154244

…og hversu grófur og flottur klettaveggurinn er, á móti glamúrnum og hreinleika borðanna…

21-2014-05-17-154300

…eruð þið ekki sammála að þetta er svo glæsilegur salur?

25-2014-05-17-154608

…ég var í það minnsta mjög heilluð…

23-2014-05-17-154421

…og stundum er einfalt bara best.  Á sumum borðunum vorum við líka með glæra stjaka með venjulegum kertum í…

24-2014-05-17-154530

…hér sést síðan barmblóm brúðgumans.  En þau eru nánast svona míni-útgáfa af brúðarvendinum…

26-2014-05-17-141205

…fyrir litla brúðarsveina…

27-2014-05-17-141544

…og fyrir svaramenn…

28-2014-05-17-141410

…ahhhhh ástin!

19-2014-05-17-150840

♥♥♥♥♥

10289834_10203240015654527_4611836442854304849_n

Til þess að skoða fleiri pósta þar sem að brúðkaup koma við sögu, smellið hérna 🙂

7 comments for “Love is in the air…

  1. Svala
    22.05.2014 at 08:54

    Vá, þetta er fallegasti brúðarvöndur sem ég hef séð. Vildi að ég væri að fara að gifta mig núna 🙂

  2. Gulla S
    22.05.2014 at 09:12

    Guðdómlegur vöndur! Vildi ætti eftir að giftast núna 😀

  3. Margrét Helga
    22.05.2014 at 09:29

    VÁ!! Geggjaðar skreytingar, geggjaður brúðarvöndur og allt blóma og geggjaður salur!! Vá hvað ég vildi að það hefði verið svona síða sem ég hefði getað skoðað þegar ég gifti mig 😉 Þarf greinilega bara að gifta mig aftur :p

  4. Elva Hrönn
    22.05.2014 at 09:47

    Svo fallegt! Og vöndurinn klárlega draumavöndurinn!! 🙂

  5. María
    22.05.2014 at 10:42

    Rosalega er þetta flottur vöndur hjá þér og salurinn er líka mjög flottur.

  6. Guðrún H
    22.05.2014 at 14:31

    Vöndurinn er alveg fullkominn og flott að hafa látlausa skreytingu í þessum sal.

  7. 23.05.2014 at 22:07

    Spegilflísarnar fyrir kertin eru ÆÐI! og blómvöndurinn auðvitað dásamlegur

Leave a Reply to María Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *